Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 Þessar leiðbeiningar eru engan veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. Lestu aðeins þær leiðbeiningar sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í hverju sinni en ekki allar leiðbein- ingarnar í einu. Frestur bænda til að skila framtali er til 26. mars 2001. Hægt er að sækja um framlengdan frest til 9. apríl. Helstu leiðbeiningar: l.Skattframtal einstaklinga 2001. Leiðbeiningar með dæmum. (RSK). 2. Leiðbeiningar um útfyllingu landbúnaðarskýrslu 2000. (RSK). 3. Leiðbeiningar um útfyllingu launamiða og launaframtals. (RSK). 4. Vefsíða RSK er rsk.is Inngangur Þá er komið að því enn á ný að fylla út landbúnaðarframtalið í því formi sem það er nú. I smíðum er nýtt framtal og bændur geta valið um hvort þeirra er notað. Nýja framtalið er mikið breytt og ekki lokið þegar þetta er skrifað. Því verður ekki fjallað um það hér en eingöngu notast við það gamla. Fyrsta síða gamla landbúnaðar- framtalsins er nokkuð breytt en aðrar síður að mestu óbreyttar. Þeim sem vilja kynna sér nýja framtalið skal bent á að hafa sam- band við skattstofuna. Nýja form- inu verður ekki dreift til bænda. Lögaðilar eru skyldugir til þess að nota rekstrarframtalið RSK 1.04. Sjálfstætt starfandi ein- staklingar aðrir en bændur verða að nota þau form sem í boði eru. Einstaklingar sem eru ekki með at- vinnurekstur að neinu marki geta talið fram á netinu. Bændur geta ekki nýtt sér veraldarvefinn. Nýlegar breytingar 1. Nýtt. Mat á búfé til eignar er breytt. Bætt hefur verið inn „Verðlaunuð kynbótahross á 5.- 13. vetri“. Hross eru nú flokkuð í tíu flokka. Nýir og nýlegir flokkar eru fulltamin hross, önnur reiðhross, kynbótahross og verðlaunuð kynbótahross. Allir þessir flokkar miðast við aldur 5 til 13 vetra. Flokka þarf hrossaeign samkvæmt þessu. Naut eru nú talin með holda- kúm en ekki geldneytum. Hafi naut verið flokkuð með geldneyt- um skal færa þau milli flokka bæði í ársbyrjun og árslok. Grísir eru nú settir í einn flokk en voru í tveimur flokkum áður. Aðrar breytingar skýra sig sjálfar. Skattmati á búfé hefur einnig verið breytt nokkuð. 2. Nýtt. Kaup á bústofni. Kaupverð á keyptum bústofni má nú færa til gjalda sé kaupverð á grip undir 128.697 kr. Telji bónd- inn að það sé hagstæðara að fyrna kaupverðið er það heimilt. Fyrning kaupárið skal þó aldrei vera lægra en skattmat RSK. Bústofn fymist á ftmm árum með jöfnum árlegum fyrningum með þeirri undantekn- ingu að fyrning fyrsta árið skal aldrei vera lægri en skattmat eins og áður segir. Ef árleg fyrning er hærri en skattmat er árleg fyrn- ingarprósenta 20% öll árin. Ef skattmat er hærra en árleg fyrning verður að hækka fyrninguna í skattmat. Árleg fyrning eftir fyrsta árið verður þá 25% af kaupverði mínus skattmat kaupársins. Keypt- ur bústofn færist sem eign með öðrum bústofni á fyrstu síðu land- búnaðarskýrslu eins og verið hef- ur. Bókfært verð fyrnanlegs bú- stofns færist til eignar eins og framleiðsluréttur. Eldri regla um færslu á keyptum bústofni er í fullu gildi, en það er í síöasta sinn. Það má sem sagt velja um það hvor aðferðin er notuð þetta árið. I dæminu sem hér verður tekið fyrir er nýja aðferðin notuð. Bændur munu almennt nota þá að- ferð að færá kaupverðið til gjalda þar sem kaupverð á grip er al- mennt undir 128.697 kr. Með þessari breytingu eru kaup á stóð- hestum eða öðrum kynbótagripum færð á eðlilegan hátt á landbúnað- arframtal. 3. Ef búrekstur er seldur í heilu lagi eða hluta og nýr eigandi held- ur áfram búrekstri má ekki telja söluna til skattskyldrar veltu. Til- kynna skal skattstjóra þessi eigna- skipti þegar þau eiga sér stað. 4. I búvörusamningi um fram- leiðslu sauðfjárafurða, sem tók gildi um síðustu áramót, varbænd- um gefinn kostur á að selja ríkis- sjóði framleiðslurétt sinn (greiðslumark í sauðfjárrækt) fyrir 15. nóv. 2000. Bændur gátu valið um að fá greiðslu í einu lagi, á tveimur árum eða á þrem árurn. Helmingur söluverðs kemur til tekna á þessu framtali og þar með er máíið afgreitt skattalega. Bændurn var gefinn kostur á því að fá greiðsluna á þremur árum og mega þá dreifa söluhagnaði á þrjú ár að uppfylltum þeim reglum sem um það gilda. Sömu reglur gilda um sölu á framleiðslurélli (greiðslumarki í mjólk) milli bænda. 5. Söluhagnað sem myndast við sölu á framleiðslurétti má fyrna undir vissum kringumstæð- um og einnig má fresta honum um tvenn áramót. Þeir sem hætta búskap og kaupa íbúðarhús til eig- in nota geta fyrnt íbúðarhúsið um söluhagnaðinn ef þeir hafa verið alvöru bændur. 6. Upptaka nýrra búgreina. Bændur sem fara í búháttarbreyt- ingar samhliða sölu framleiðslu- réttar mega lækka stofnverð nýrra eigna á móti söluhagnaði. Nýja bú- greinin verður þó að vera rekin á jörðinni og tengist afnotum fast- eigna á henni. Kaup á gröfu, vöru- bíl eða þess háttar fellur ekki undir þessa reglu. 7. Nýtanleg töp frá fyrri árum. Töp áranna 1988, 1989, 1990, 1991 og 1992 falla niður frá og með þessu framtali. Nú tekur átta ára reglan við. Tap mun framveg- is aðeins geymast í átta ár. 8. Jarðskjálftabætur sem greiddar eru vegna altjóns fast- eignar teljast söluverð hennar. Tjónabætur vegna lausafjár- muna sem notaðir eru í atvinnu- rekstri eru skattskyldar á því ári sem þær falla til. Aðrar jarð- skjálftabætur í atvinnurekstri færast til skuldar, ef viðgerðum er ekki lokið. Þannig þarf ekki að telja þær jarðskjálftabætur til tekna sem greiddar eru, fyrir en lokið er við að gera við skemmdir. Sá hluti bótanna er færður til skuldar. Tekjufærslu á tjónabótum skal lokið innan þriggja ára frá því að þær voru ákvarðaðar. Tjónabætur v/skemmda á íbúð- arhúsi og lausafjármunum sem eru utan atvinnurekstrar eru ekki skatt- skyldar. 9. Búnaðargjald er nú í þriðja sinn innheimt af sýslumönnum eða innheimtumönnum ríkissjóðs. Búnaðargjaldið er 2,55%. Bændur fengu áætlun um væntanlegt bún- aðargjald fyrir árið 2000 með síðasta álagningarseðli og áttu að greiða þá upphæð á fimm mánuðum sem var fyrirfram- greiðsla og nú þarf að fylla út framtal vegna búnaðargjalds. Þá komast bændur að því hvort þeir eiga inni eða skulda vegna búnaðargjalds. Sjá síðar. 10. Greiða ber í lífeyrissjóð undantekningalaust vegna greiddra launa til einstaklinga sem orðnir eru 17 ára eða eldri. Þá er miðað við fæðingardag. Bændum ber að halda eftir 4% af launum og skila því til viðkomandi lífeyrissjóðs og til viðbótar þarf að greiða 6% mót- framlag til lífeyrissjóðsins. Mót- framlag færist til frádráttar á land- búnaðarframtal. Rétt er að geta þess að sé greitt af launum ung- Iings áður en hann verður 17 ára skapar það ekki réttindi og líf- eyrissjóðir eiga það til að hirða þá peninga ef ekki er gengið eftir þeirn. 11. Frádráttur frá tekjum vegna fjárfestingar manna í hlutabréfum. Þeir sem hafa hug á að fjárfesta í hlutabréfum geta lækkað tekju- skattinn. Heimilt er að draga frá tekjum allt að 60% af verðmæti keyptra hlutabréfa. Hámark frá- dráttar er fyrir einstakling 80.000 kr. og fyrir hjón 160.000 kr. Ein- staklingur þarf því að kaupa fyrir 133.333 kr og hjón fyrir 266.666 kr. til þess að fá hámarks skatta- afslátt, því að 60% af 133.333 kr. eru 80.000 kr. Þessi regla gildir í nokkur ár. Skilyrði frádráttar er einnig að viðkomandi eigi hluta- bréfin yfir fimm áramót. 12. Skila má skattframtali ein- staklinga á veraldarvefnum, www.rsk.is 13. Bindandi álit. Leita má til ríkisskattstjóra um álit í skatta- málum, enda geti mál varðað veru- lega hagsmuni þess sem eftir slíku áliti leitar. Grunngjald er 10.000 kr. og getur hæst orðið um 40.000 kr. 14. Vaxtabætur er hægt að fá greiddar fyrirfram ársfjórðungs- lega. Aðeins þeir sem keyptu á árinu 1999 og síðar njóta þessa ákvæðis. Sækja þarf um að fá fyrirframgreiðslu. Fyrirfram- greiðslan er bráðabirgðagreiðsla. 15. Umsókn um lækkun vegna námskostnaðar bama 16 ára og eldri. Hámarkslækkun er 166.000 kr. miðað við að námsmaður sé tekjulaus. Frá þessari fjárhæð dregst 1/3 af tekjum námsmanns og fellur alveg niður þegar tekjur hans eru orðnar 498.000 kr. Leiðbeiningar ríkisskatt- stjóra, með dæmum, skýra skattframtal mjög vel og því ástæðulaust að fjalla hér um það Starfshópur um framtöl og skattskil í landbúnaði Ríkisskattstjóri skipaði starfshóp um framtöl og skattskil í landbúnaði í september sl. Starfshópinn skipa Jón Á. Tryggvason og Reynir Jóhannesson frá embætti ríkisskattstjóra, Valur Haraldsson frá skatt- stofu Suðurlands og Ketill A. Hannesson og Hrafnkell Karlsson frá BÍ. Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir því við skattayfirvöld fyrri hluta sl.árs að ákveðin atriði er varða skattframtal bænda yrðu endurskoðuð s.s. gjaldfærsla lífdýra og endurskoðun landbúnaðarfram- tals og í kjölfar þess var vinnuhópurinn skipaður. I desember skilaði hópurinn tillögum um „gjaldfærslu á kaupverði lífdýra í landbúnaði“. í stuttu máli gerir tillagan ráð fyrir að heimilað verði að gjaldfæra kaupverð b'fdýra á kaupári að fullu ef verð einstakra gripa er undir þeirri fjárhæð sem tilgreind er í 41.gr. skattalaga (128.697 kr. v/2000). Ef verð er yfir þessu marki verði heimilað að gjaldfæra kaupverð með jöfnum fjárhæðum á fímm árum. Reglugerðin sem inniheldur tillögur starfshópsins var gefin út 5. mars sl. og gildir hún frá og með rekstrarárinu 2001, en heimilt er að láta hana gilda fyrir rekstrarárið 2000. Það sem vekur athygli í þessu sambandi er að nú virðist vera hægt að breyta þessari skattaframkvæmd án lagabreytinga. Fagna verður þessari niðurstöðu, en langan tíma hefur tekið að leiðrétta þessar ranglátu reglur. Starfshópurinn hefur einnig unnið að gerð nýs fram- talsforms fyrir landbúnað sem á að koma í stað gamla RSK 4.07 eyðublaðsins. Gert er ráð fyrir að eyðublöð verði fjögur í stað sex áður. Tekjur og gjöld verði sund- urgreind eftir vsk. þrepum og liðir færðir saman, þann- ig að tekju- og gjaldaliðum fækkar verulega. Efnahags- reikningurinn mun verða einfaldari og fyrirferðaminni. Leiðbeiningar um útfyllingu verða takmarkaðar vegna þess hve verkefnið hefur dregist en gömlu leiðbeiningarnar gilda í grundvallaratriðum. Reiknað er með að nýja formið standi til boða fyrir þá sem vilja og bændur hafi val um hvort þeir nota að þessu sinni. Þeg- ar þróun þess nýja er lokið er gert ráð fyrir að það taki við af því gamla. Von okkar er sú að nýja formið verði eingöngu notað, bæði fyrir einstaklinga og lögaðila í landbúnaði í framtíðinni. Meðal þess sem rætt hefur verið í starfshópnum er teknainatið, þ.e. mat á heimanotum. Það er skoðun okk- ar, fulltrúa BI, að ekki sé farið eftir reglum um verðlagningu heimanota. Miðað er við það verð „sem al- mennir neytendur greiða fyrir tilsvarandi vöru“ í stað þess að miða við það verð sem bændur fá fyrir tilsvar- andi vöru. Um er að ræða mismunandi túlkun á ákvæðum reglugerðar sem verður að fást úrskurður um með fornilegum hætti (með kæru) ef ekki verður orðið við óskum okkar. Annað mál sem er í athugun hjá okkur er skattlagn- ing vciðileigutekna sem ekki er komin niðurstaða í. Bændur sem hafa veiðileigutekjur og stunda búrekstur á jörðum sínum þurfa að greiða fullan tekju- skatt af veiðileigu meðan aðrir jarðeigendur sem ekki stunda atvinnurekstur á jörðum sínum geta talið fram tekjur af veiðileigu sem fasteignaleigu og greitt aðeins 10% skatt. Búnaðarþing tekur málið til umfjöllunar, en ekki er vitað um niðurstöðu þegar þetta er skrifað. Að lokum vil ég skora á bændur að vanda framtals- gerð sína og kynna sér vel reglur sem um hana gilda. Hrafnkell Karlsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.