Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 13.03.2001, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. mars 2001 BniMmiit og fast- eignamat endur- skoöaO á þessu ðri Á þessu ári verður brunabóta- og fastcignamat á fasteignum á landinu endurskoðað. Fasteigna- eigendum verður send tilkynn- ing um nýtt mat um miðjan júní og gengur það í gildi 15. sept- ember. Ástæðan fyrir nýju brunabóta- mati er að á árinu 1999 samþykkti Alþingi breytta aðferðafræði við ákvörðun brunabótamats þannig að taka skuli tillit til afskrifta með hliðsjón af aldri, sliti, viðhaldi og ástandi eignar. Annar tilgangur er að samræma brunabótamat. Fast- eignamat ríkisins tók að hluta við framkvæmd brunabótamats árið 1994 og að fullu árið 1999. Um 3/4 af gildandi brunabótamati hús- eigna er ákvarðað á nokkurra ára- tuga bili fyrir árið 1994. Forsenda fyrir því að koma á afskriftum í brunabótamati er að yfirfara og samræma þetta mat. Jarðskjálft- arnir á Suðurlandi í júní sl. drógu að nokkru fram þessa veikleika í brunabótamatinu. Samhliða ákvörðun um nýtt brunabótamat verður nýtt fast- eignamat ákvarðað. Fasteignamat á að vera gangverð í nóvem- bermánuði umreiknað til stað- greiðslu. Á síðasta ári báðu flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um endurmat á fjölda fasteigna. Til að tryggja samræmi á milli sveitarfélaga fól fjármálaráðu- neytið Fasteignamati ríkisins að endurmeta íbúðarhúsnæði, at- vinnuhúsnæði, sumarbústaði, lóðir og útihús um land allt. Tilgangur endurmatsins er að samræma fast- eignamat og færa það sem næst gangverði. Fyrirhugað endurmat verður framkvæmt með vélrænum hætti. Við matsgerðina er einkum byggt á ýmsurn upplýsingum um fast- eignina sjálfa svo sem stærð, gerð, notkun, staðsetningu, byggingar- efni, ástand og aldur auk þess sem upplýsingar úr kaupsamningum gefa gott yfirlit um gangverð. Það er því mikilvægt að fasteignir séu rétt og vel skráðar og að horfnar húseignir séu afskráðar. Bygginga- fulltrúar annast skráningu og afskráningu. I tilkynningu sem send verður öllum fasteignaeigendum um miðjan júní koma fram upplýsing- ar um gildandi og fyrirhugaðar fjárhæðir brunabótamats og fast- eignamats. Þá verður gerð grein fyrir því að frestur til athugasemda verði til 15. september, en þá tekur nýtt mat gildi hafi ekki borist at- hugasemdir, auk þess að upp- lýsingar um kæruleið og kærufrest verða veittar. Jafnframt verða þar tiltekin helstu skráningaratriði um hverja fasteign og hvert fasteigna- eigandi skuli snúa sér með beiðni urn leiðréttingu á skráðum upp- lýsingum um fasteign. Námskeið í gœðastýringu í sauðfjárrœkt ÍD CT co I Hér má sjá þátttakendur á námskeiði um gæðastýringu í sauðfjárrækt sem haldið var á Hvanneyri f síðustu viku. F.v. (standandi): Sigurður Eiríksson, Guðmundur Sigurðsson, Eiríkur Loftsson, Halldór Eiðsson, Lárus G. Birgisson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Runólfur Sigursveinsson, Kristján Óttar Eymundsson, Sveinn Hallgrímsson, Brynjólfur Sæmundsson, Guðbjartur Guðmundsson og Sigurður Jarlsson. Sitjandi f.v.: Friðrik Jónsson, Þórarinn Lárusson, Fanney Lárusdóttir, Halla Eygló Sveinsdóttir, María Svanþrúður Jónsdóttir og Álfhildur Ólafsdóttir. Þess má geta að næstu daga hefjast námskeið fyrir bændur - sjá nánar á bls. 20. Þriggja ára átak í tölvukennslu ng tæknivæðingu fil sveita Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í haust leggur til að gert verði þriggja ára átak í tölvu- kcnnslu og tæknivæðingu tii sveita. Nefndin hafði þann til- gang að auka samkeppnishæfni sveitanna með sérstöku átaki í tölvukennslu og tæknivæðingu. í nefndinni sátu Hjálmar Árnason, alþingismaður, formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, alþing- ismaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri og Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í land- búnaðarráðuneytinu sem jafn- framt var ritari nefndarinnar. Nefndin leggur til að skipuð verði þriggja manna verkefnis- stjórn sem beri faglega- og framkvæmdarlega ábyrgð á verk- efninu. Hún ráði síðan „yfir- stjórnanda" eða framkvæmdastjóra átaksins er annist daglega stjórnun þess. Miðað er við að kennsla fari fram á vegum búnaðarsambanda og/eða fræðslumiðstöðva í hverju héraði eftir því sem henta þykir. Með þessu á að efla á skömmum tíma samkeppnishæfni sveitanna á sviði tölvukennslu og tæknivæðingu, samhliða bættu samskiptakerfi á hinu rafræna sviði. Þá miði átakið að því að bændum verði gert kleift með hjálp tölvutækninar að kynnast og tileinka sér ýmsar nýjungar á sviði búrekstrar s.s. á sviði bútækni, kynbóta og fóðrunar, er geti leitt til þess að þeir verði samkeppn- ishæfari til framtíðar. Reiknað er með að tölvukennsla til handa bændum verði þeim að kostnaðar- lausu. Að auki er lagt til að verkefnis- stjórn falið að standa fyrir útboði og/eða samningum við tölvufyr- irtæki um tölvubúnað til bænda á hagstæðum kjörum sem næðist á grundvelli magnkaupa. Ríkissjóður leggi fram árlega 32 milljónir króna til verkefnisins næstu þrjú árin, eða á meðan á átakinu stendur. Jafnframt er gert ráð fyrir þeim möguleika að samið verði við nemendur frarn- haldsskóla um að sinna ákveðinn- inni þjónustu við notendur á bændabýlum þar sem henta þykir. í skýrslu nefndarinnar kemur einnig fram að áætlanir geri ráð fyrir að Sírninn muni á næstu tveimur árum ljúka við að fullnægja kröí'um fjarskiptalöggja- farinnar unt að bjóða ISDN-teng- ingar sem alþjónustu, á sarna verði um allt land. Ekki liggur ítarleg áætlun fyrir urn í hvaða röð sveit- unum verður gert mögulegt að fá ISDN-þjónustu. Þó hefur verið gefið upp að flestir notendur í sveitum landsins muni hafa aðgang að 128 kb/s. gagnaflutn- ingsþjónustu í byrjun árs 2003. Bændablaöið kemur út hálfsmánaöarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaöi. Alls fóru 6.495 eintök í dreifingu hjá íslandspósti í lok nóvember. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaöur: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 130- ISSN 1025-5621 Símanúmer vegna jöfunargreiðslna Við útsendingu á bréfi um útreikning á greiðslugrunni til jöfnunargreiðslna urðu þau mistök að rangt símanúmer var gefið upp. Símanúmer Bændasamtakanna er 563 0300. Miklar og góðar afurðir Fyrir jól las hún Ólöf Jónsdóttir, Hafnardal, um mjög þungan dilk sem var með miklum ólíkindum - en Ólöf á ána Golsu sem er ekki síður blaðamatur. Myndin hér að ofan er einmitt af Golsu. Ólöf skrifaði okkur bréf þar sem segir: „Ærin Golsa 94311 var keypt lamb hjá Indriða bónda á Skjaldfönn og byrjaði ekki vei, átti sumrung um mánaðamótin júlí-ágúst '95 og var hann 20 kg á fæti og fall tíu kg. Árið '96 var hún tvílembd en um haustið vantaði gimbrina undan henni af fjalli en hrúturinn var 59 kg á fæti og fallið 27.2 kg. Árið eftir voru lömbin 55 og 50 kg og föllin 25 og 23 kg. Árið '98 átti Golsa tvo hrúta. Þeir voru 66 og 60 kg og fallþungi þeirra 29.6 og 27.8 eða 57.4 kg eftir eina á og það einungis tvö lömb! Ég hef séð svona vigt þegar lömbin eru þrjú. Ári seinna bar hún aftur tveimur hrútum sem vógu 63 og 55 kg og föllin voru 29.7 og 25.5. Árið 2000 átti hún svo tvær gimbrar. Þær voru 51 og 58 kg og voru settar á. Það skal tekið fram að Golsa hefur alltaf borið frá 16.-25. maí nema gemlingsárið. Hún hefur aldrei séð kál frekar en aðrar ær á þessum slóðum. Ég veit ekki um neina á sem hefur skilað jafnmiklum af- urðum að jafnaði árlega hér um slóðir og væri gaman að heyra ef svo væri. Lömb undan Golsu hafa flokkast í B og C og síðan i R3+ og R4. Hún er heilsuhraust og mun vonandi halda áfram að skila góðum afurðum." Búnaðarsamband Suðurlands fundar Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður þann 20. apríl n.k. í Gunnarshólma í A- Landeyjum. Gróðurframvinda f lúpínubreiðum Út er komið nýtt Fjölrit RALA /RALA Report nr. 207. Ritið ber heitið „Gróðurframvinda í lúpínubreiöum'1 og fjallar um niðurstöður rannsókna á breytingum á gróðri og jarðvegi af völdum alaskalúpínu, en þær fóru fram á 15 stöðum á landinu. Höfundar ritsins eru Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu RALA, http://www.rala.is/utgafa/fjolrit/ Eyfirðingar og Þingeyingar skoða sig um í Skagafirði Nautgriparæktarráð BSE stefnir að rútuferð (Skagafjörðinn föstudaginn 23. mars. Ætlunin er að skoða nokkur ný og/eða endurbyggð fjós, ásamt því að kynna sér nýjar kornverkunaraðferðir. Nánari upplýsingar er að fá hjá BSE.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.