Bændablaðið - 13.11.2001, Side 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þrídjudagur 13. nóvember 2001
Bændablaðið er málgagn
Bændasamtaka íslands
B ændafundimir
Nú er hinum árlegu bændafundum lokið. Öllum ber
saman um að þeir voru betur sóttir en oft áður enda hafa
bændur áhuga á að fylgjast með kjara- og fagmálum.
Eðli málsins samkvæmt höfðu mjólkurbændur mestan
áhuga á stöðu og framtíð mjólkurframleiðslunnar. Margt
hefur lika verið að gerast í þessum mikilvæga hluta íslensks
landbúnaðar. Skemmst er að minnast skýrslu
Rannsóknarráðs íslands en í henni er varpað ljósi á
framtíðarhorfúr í greininni. Þar er m.a. fjallað um
mjólkurframleiðsluna í alþjóðlegu samhengi en þar kemur
greinilega fram að þátttaka íslendinga í alþjóðlegum
samningum og stofnunum getur átt eftir að gjörbreyta
landslagi íslensks landbúnaðar. Frá þessari skýrslu er greint í
blaðinu en auk þess er búið að senda öllum kúabændum
landsins skýrsluna og eru þeir hvattir til að kynna sér efni
hennar gaumgæfilega. Þá hefur samningum bænda við
ríkisvaldið verið breytt og haldið verður áfram að verðleggja
helstu mjólkurvörur heildsölustigi til 1. júlí 2004. Þróun
mjólkurframleiðslunnar i ljósi byggðamála og stefnumörkun
nýs samnings um mjólkurframleiðslu er bændum líka
ofarlega í huga. Misjafnt er hvaða leiðir þjóðir fara í
atvinnu- og byggðamálum en æði margir höfðu á því orð að
oft hefði landsbyggðin staðið tæpt en líklega væri
illmögulegt að komast lengra fram á bjargbrúnina. Nýr
búvörusamningur í mjólk kom til umræðu enda hvílir
framtíð stéttarinnar á þvi hvernig til tekst í þeim málum.
Áhyggur af stööu kjötmarkaðar var jafnt nautgripa- og
sauðijárbændum ofarlega í huga. Fram kom að fáir en stórir
kaupendur virðast hafa tögl og haldir en fall Goða fjölgaði
og veikti seljendur. Á fundnum kom fram sterkur og vaxandi
vilji bænda til að standa sjálfir að afurðasöluniálum í fáum
en öflugum einingum. Bændur hafa að sjálfsögðu miklar
áhyggur af því hvemig mál munu skipast þegar Goði er allur
en margir eiga umtalsverðar ijárhæðir inni hjá fyrirtækinu.
Bændasamtökin hafa tekið að sér að fara með kröfur fyrir á
sjöunda hundrað bænda, sem eiga inni hjá fyrirtækinu. Þeim
hefur nú verið skrifað bréf þar sem fram kemur hvað Goði
telur sig skulda viðkomandi. Á fundunum var einnig farið
yfir útflutningsmál kindakjöts. Að haustslátrun lokinn er
áætlað að til verð i í landinu nálega 1.900 tonn af dilkakjöti
sem þarf að flytja úr landi.
Fundarmönnum varð tíðrætt um nauðsyn þess að bændur
væru í góöu sambandi við umheiminn - og ekki síst að þeir
hefóu aðgang að góðum tölvutengingum. I þessu sambandi
var á sumum fundanna fjallaó ítarlega um forritaþróun og
þjónustu Bændasamtakanna vió bændur sem nýta sér forrit
samtakanna. Þá voru boðaðar breytingar ríkisstjórnarninnar í
skattamálum einnig kynntar á fundunum. í Ijósi þeirra kann
stofnun einkahlutafélaga um búrekstur að vera áhugaverður
kostur í mörgum tilfellum.
Áherslur fundarmanna og áhugi á mismunandi máíum
voru mismunandi eftir landshlutum. Þannig höfðu
Austfirðingar til dæmis miklar áhyggjur af þróun byggðar og
landbúnaðar á sinu svæði. í sumum
mjólkurframleiðsluhéruðum var heit umræða um innflutning
á norsku erfðaefni en á öðrum svæðum var það mál vart
rætt.
Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóst að bændafundir
gefa forystu bænda góða hugmynd um áhuga og áhyggjur
bænda. Góð aðsókn á fúndina að þessu sinni sýnir enn og
aftur að bændur vilja fylgjast grannt nieð því sem er að
gerast í íslenskum landbúnaði og nýta um leið tækifærið til
að ræða stéttarleg mál við forystumenn stéttarinnar - sem er
vel.
——. '__________________:__i '----.----------------
Hraða þarf hag-
ræfiingu meial
afurðastfiiva
í skýrslunni segir að markaðs-
leg staða mjólkur og mjólkur-
afurða sé mjög sterk hér á landi.
Heildarmagn mjólkur, nýtt til
framleiðslu og sölu mjólkurvara,
var um 349 lítrar á íbúa á árinu
2000. Þróun í átt til neyslu
magurra afurða hefur þó valdið
umframframleiðslu á fitu. Heildar-
innlegg til mjólkursamlaganna
nam 104 milljónum lítra á árinu
2000. Undanfarinn áratug hefur
framleiðsla nautgripakjöts verið að
meðaltali nær 3.400 tonn á ári eða
unt 12,5 kg á ibúa. Hlutfall naut-
gripakjöts í heildarkjötsölu hefur
verið að meðaltali um 20% á ári á
tímabilinu.
700 kúubú framleiða
80% allrar mjólkur
Starfsumhverfi greinarinnar
hefur töluvert breyst undanfarin ár
og hefur þróun verið til fækkunar
búa (og stækkunar) á þeinr tíma. Á
tímabilinu 1991-2000 fækkaði
mjólkurinnleggjendum úr 1.509 í
1.039 eða um 31%. Þetta hefur
leitt til þess að um 700 sérhæfð
kúabú framlciða nú yfir 80% allrar
mjólkur í landinu. Meðalinnvigtun
á framleiðanda hefur þannig vaxið
úr 69.920 lítrum 1991 í 100.120
lítra 2000. Á santa tíma hefur
mjólkursamlögum fækkað úr 15 í
12. Afkoma kúabænda hefur
batnað á allra síðustu árum, en er
þó lítt samkeppnisfær rniðað við
aðrar atvinnugreinar.
Mjólkurframleiðsla er atvinnu-
grein sem býr við opinbera fram-
leiðslustýringu og nýtur fjárfram-
lags úr ríkissjóði í fomri bein-
greiðslna. Auk ríkisstuðnings, eru
bændur vemdaðir fyrir samkeppni
frá innflutningi að öðru leyti en
því sem frant kemur í alþjóðlegum
skuldbindingum. Við þessar að-
stæður hefur framleiðslustýringin
náð að tryggja jafnvægi á rnilli
framleiðslu mjólkur og markaðar
fyrir mjólk og mjólkurvörur. Inn-
flutningur mjólkurvara nam um
1,6% markaðarins á árinu 2000.
Framleiðslubindingin dró þó
(einkum í upphafi) úr nauðsynlegri
þróun innan greinarinnar. Hér er
átt við bústærð, tækniþróun og
framleiðslugelu bústofns. Þróun til
stækkunar bústærðar er hafin, en á
enn langt í land. Af rúmlega 1.000
innleggjendum mjólkur á árinu
2000 voru aðeins 111 þeirra með
framleiðslurétt yfir 150 þúsund
lítra mjólkur.
Dýrara að framleióa mjólk á
íslandi en Danmörku
Fram kemur m.a. í skýrslu
danskra sérfræðinga að kostnaður
við mjólkurframleiðslu er 2,5
sinnum hærri hér á landi en í
Danntörku. Til skýringar eru
einkum norðlæg lega landsins, af-
kastaminni mjólkurkýr og ónóg
nýting framleiðsluþátta. Þennan
mun telja sérfræðingamir að megi
minnka, en meðalbústofn á
íslenskum kúabúum er 26.8
mjólkurkýr samanborið við 68.8
mjólkurkýr á dönskum kúabúum.
Þá kemur einnig frant að heildar-
stefnumörkun í rannsóknum á
sviði landbúnaðar sé ekki mjög
ijós hér á landi.
Stœrrí bú og aukin framleiðni
1 niðurstöðum sínum telur
nefndin m.a. að til að treysta betur
hagkvæmni og samkeppnisstöðu
framleiðenda, þurfi að bæta af-
komu þeirra. Þessu markmiði
verði best náð með stækkun búa,
aukinni framleiðni og þar með
aukinni arðsemi í greininni. Sam-
hliða þurfi að stuðla að bættri
rekstrarvitund bænda með sam-
að verulega rekstrarlega hag-
kvæmni megi sækja í afkastameiri
erlend mjólkurkúakyn.
I ljósi þess, að aukin þekking
og tækni er forsenda hagræðingar
og samkeppnishæfni, telur nefndin
að áherslu beri að leggja á
heildstæða skipulagningu rann-
sóknastarfseminnar og að hún
verði tengd búnaðarmenntuninni
með beinum hætti. Þannig verði
tryggð best nýting fjámiuna, gæði
menntunar og rannsókna ásamt því
að niðurstöður skili sér fljótt til
hagkvæmari rekstrar hjá bændum.
Þá er nefndin sammála um að
til að tryggja samkeppnishæfni
mjólkuriðnaðarins beri að hraða
sem frekast er unnt hagræðingu
meðal afurðastöðva, auk þess sem
efla beri enn ffekar nýsköpun og
markaðssókn. Með því móti verði
samkeppni frá innflutningi best
mætt. Þessu takmarki megi ná með
fækkun vinnslustöðva og
sérhæfingaraðgerðum í mjólkur-
iðnaðinum. Þannig em miklar
líkur á að aðeins verði urn tvö eða
jafnvel eitt fyrirtæki að ræða á
innanlandsmarkaði.
Það er skoðun nefndarinnar að
viðhalda þurfi og efla ímynd
mjólkurinnar gagnvart neytendum.
Árið 1998 fór Fagráð í nautgriparækt þess á leit við
Rannsóknarráð íslands að gerð yrði könnun á stöðu
og þróunarhorfum í nautgriparækt hér á landi.
Sérstök áhersla yrði lögð á að meta þörf greinarinnar
fyrir þjónustu á sviði rannsókna, leiðbeininga og
fræðslu. Rannsóknan’áð skipaði sérstaka úttektar-
nefnd með bréfi dagsettu 16. október 1998 til að hafa
umsjón með úttektinni. Nefndina skipuðu þau dr.
Einar Matthíasson markaðs- og þróunarstjóri
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, formaður, Anna
Margrét Jónsdóttir gæðastjóri Nýkaupa, Hjörtur
Hjartarson bóndi, dr. Jón Viðar Jónmundsson
nautgriparæktan-áðunautur Bændasamtaka íslands,
dr. Júlíus Birgir Kristinsson rannsóknastjóri
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Pétur Diðriks-
son bóndi og dr. Tryggvi Þór Herbertsson
forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands.
Með nefndinni störfuðu af hálfu Rannsóknarráðs
íslands, dr. Kristján Kristjánsson og af hálfu
Hagþjónustu landbúnaðarins, Jónas Bjarnason
MBA.
stilltu átaki í menntun, fræðslu og
rannsóknum auk þess sem rekstrar-
upplýsingar verði gerðar aðgengi-
legri. Það er álit nefndarinnar að
tryggja beri að núverandi kerfi
framseljanlegra framleiðsluheim-
ilda (kvóta) haldist áfram enn um
sinn. Þannig verði best tryggður
stöðugleiki á markaði, dregið úr
óvissu og stuðlað að frekara fram-
haldi þeirrar hagræðingar sent
orðið hefur í greininni.
Innflutningur erfðaefnis
nauösyniegur
Nefndin telur, að framkvæma
þurfi rannsóknir með innflutningi
erlends erfðaefnis sem skeri úr um
getu íslenska kúakynsins í saman-
burði við erlend kúakyn við
íslenskar aðstæður. Eðlilegt sé að
fúllreyna vísbendingar þess efnis
í annan stað beri að tryggja frant-
boð á hollum og næringarríkum
mjólkurafurðum í hæsta gæðaf-
lokki sem framleiddar eru í sátt við
umhverfið. Helstu rök eru m.a. að
dýrmætt sé að viðhalda ínrynd um
hreinleika afurðanna með því að
efla gæðastýringu í frumfram-
leiðslunni enn meira til að treysta
enn frekar öryggi framleiðslunnar.
Loks er það niðurstaða nefhd-
arinnar að hafi Landssamband
kúabænda frumkvæði að rnótun
framsækinnar stefnu, markmiða og
leiða fyrir búgreinina á grundvelli
þeirra hugmynda sem hér eru sett-
ar fram, telur nefndin að
stjónvöldum beri að koma til móts
við kúabændur með öflugum
stuðningi við nauðsynlegt
rannsóknar- og þróunarstarf i
areininni.
nk &:»3 u&m. finpun uqn
oifeiUL;