Bændablaðið - 13.11.2001, Side 20

Bændablaðið - 13.11.2001, Side 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 13. nóvember 2001 o A þriöja þúsund gesdr hafa komiO í Miklaholtsfjösið! Horft yfir fjósiö sem er 900 fermetrar og er hannað af Lely. Alls geta 65 kýr étið í einu. Það var tekið í notkun hinn 12. janúar og frá þeim tíma hafa um 2500 gestir komið í heimsókn. Frá sama tíma þar til í byrjun nóvember höfðu komið upp tvö júgurbólgutilvik. í annað skiptið kom kýrin með það en í hitt skiptið var það í kringum burð. Engin fúkkalyf eru notuð í Miklahoiti. Dýralæknir hefur ekki verið kallaður til vegna sjúkdóma í gripum. I hinum enda hússins var lofthæðirwiýtt og útbúin kaffistofa og salerni. :' ÆbWRfflMWtP .iSRfr Bændumir í Miklaholti í Ámessýslu hafa fengið sér það sem kallað er mjaltaþjónn, en aðeins þrír slíkir em til á landinu. og allir ffá Lely sem Vélar og Þjónusta hafa umboð fyrir. Mjaltaþjónninn er tölvu- stýrt tæki sem sér um að mjólka kýmar og kemur mannshöndin þar hvergi nærri. Og það sem meira er, það þarf ekki að sækja kýmar til mjalta yfir sum- arið. Þær koma einfaldlega heim í Ijós þegar þær vilja láta mjólka sig og yfn vet- urinn em þær í laus- agöngufjósi og fara til mjaltaþjónsins þegar þeim þóknast. „Mjaltaþjónninn hefur vakið mikla athygli því yfn tvö þúsund manns hafa komið í heimsókn til okkar hér í Miklaholti til að berja þetta undratæki augum. Það hafa komið í heimsókn Hollendingar, Svíar og Norðmenn auk íslendinga og mjög margir bændur hafa komið til að skoða hann. Ég hygg að margir séu að hugsa um að fá sér svona tæki enda þótt það sé nokkuð dýrt, en það kostar 13 milljónir króna." sagði Þráinn Bjamdal Jónsson í samtali við Bændablaðið. Hann segir að það eina sem bændur þurfi að gera sé að stjóma tölvunni sem stýrir mjalta- þjóninum. Hann þvær júgur og spena kúnna, setur hólkana upp á spenana, ber mýkjandi efiii á júgrað og sólvöm yfir sumarið. „Þetta er bara eitt mjaltatæki og það er að allan sólarhringinn. Kýmar em fljótar að komast upp á lag með að koma og láta mjólka sig án þess að vera reknar til þess. Okkur telst til að hver kýr komi að meðaltali 3,8 sinnum á sólarhring til að láta mjólka sig. Og við vitum ekki ennþá, en gemm okkur vonir um að nytin í kúnum aukist vegna þess að þær em mjólkaðar oftar en áður. Auk þess fá þær sitt kjamfóður um leið og þær láta mjólka sig og þar er um tölvustýrðan skammtara að ræða." -Hvað ertu með margar mjólkandi kýr í JJósi? „Þær em 73 en margar orðnar geldar því þær eiga að bera í næsta mánuði. Við ætlum að fjölga kúnum og fara með þær upp í 90." -Annar mjaltaþjónninn svo mörgum kúm? „Við verðurn að stýra því þannig að kýmar beri jafnt yfir allt árið. Það þurfa svo sem eins og 10 kýr að vera geldar i einu, þá nær mjaltaþjónninn að anna þessu. Þetta er langmesta búbót sem ég hef kynnst um dagana, það er engin spuming." -Þarftu ekki að vera slyngur í tölvufrœðum til að stýra tcekinu? „Blessaður vertu, ég kem ekki nálægt tölvunni, konan og sonurinn sjá alfarið um það. Ég vinn utan heimilis sem sæðinga- maður. Ég gerði það raunar líka meðan við vomm með gamla mjaltakerfið þó ég gæti það ekki í raun en nú get ég það." sagði Þráinn B. Jónsson. Bændurnir í Miklaholti. F.v. Anna Soffía Björnsdóttir, Þráinn Bjarndal Jónsson og Óttar Bragi Þráinsson. Line Christansen, unnusta Óttars, var fjarri þegar myndin var tekin. Anna og Þráinn eiga helming búsins á móti þeim Óttari og Line. Anna sagði mikilvægt að bændur skiptust á upplýsingum um búskapinn - jafnt það sem vel hefði tekist og eins hitt sem mætti gera betur. „Á þann hátt getum við fundið upp hina fullkomnu fjósbyggingu," sagði Anna og bætti við að í fjósinu væru tvær sjúkrastíur en hefðu þurft að vera þrjár. Erfitt er að taka mynd af kú í mjaltara þar sem skepnan er nánast hulin vélbúnaði og jarnpípum. En mjaltarinn er frá Lely. Þess má geta að Þráinn vildi að fram kæmi að bændur sem væru að útbúa áþekka aðstöðu fyrir kálfa ættu að hafa plankann undir rörinu (sjá mynd af kálfi hér fyrir neðan) helmingi þykkari og gólfið ögn lægra. Of mikið hey slæðist inn til kálfana. Þá sagði Þráinn að fóðurgangurinn sem er 5 metra breiður hefði átt að vera 6 metrar. Þá kom fram hjá Þráni að þeir bændur sem ættu kost á nægu heitu vatni, eins og ábúendur í Mikla- holti, ættu hiklaust að leiða volgt vatn í pípur undir kálfana. í Miklaholti er slíkt rör við vegg og þar liggja kálfarnir einna helst. Að jafnaði eru gefnar fimm rúllur á dag. Kálfarnir fá þurrt hey en kýrnar fá blöndu af rýgresi þurrhey, káli, hafrar og korni. Skýrslu- hald í hrossa- rækt Þessa dagana er skýrsluhaldid fyrir árið 2001 að berast hrossa- ræktendum og ætti að hafa borist öllum fyrir nóvemberlok. Hrossaræktendum er mikill stuðningur af því að taka þátt í skýrsluhaldinu. Þar er haldið með tryggum hætti utan um þær upplýsingar sem fylgja hverju hrossi þ.e. ætt, einkenni, afkvæmi, o.s.frv. auk þess sem yfirlit um kynbótamat gripa búsins er feikigott hjálpartæki í ræktunarstarfi hvers og eins. Mikilvægur þáttur í skýrslu- haldinu er skráning einstaklings- merkja þ.e. örmerkja og frost- rnerkja. Áð gefnu tilefni er rétt að rifja upp að samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár þá er Bænda- samtökunum skylt að halda utan uni eigendaskrá í tengslum við ör- merkt eða frostmerkt hross. Jafnframt segir i reglugerðinni að við eigendaskipti á slikum hrossum skuli tilkynna eigenda- skiptin til B1 á sérstökum eigenda- skiptablöðum þar sem fyrri eigandi afsalar sér hrossinu til nýrra eigenda. Þegar um er að ræða aðila sem standa utan skýrsluhaldsins og eru að grunnskrá hross getur þessi eigendaskráning í sumum til- fellum verið snúin og jafhvel valdið misklíð. Sé hins vegar um að ræða ræktanda sem tekur þátt í skýrsluhaldinu þá er málið mjög einfalt því eigandi hryssu er sjálf- krafa skráður sem eigandi afkvæmis hennar um leið og folaldaskýrsla er færð. Þama er enn ein ástæða þess að taka þátt í skýrsluhaldinu af fullum krafti. /ÁS Dularíullt hvarf Um miðjan september hvarf 7 vetra brúnskjótt hryssa, Gloría, úr girðingu við Lindarberg í Saurbæ í Dölum, og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Gloría er kostagripur og hefur eigandi hennar, Sjöfn Sæmundsdóttir, keppt mikið á henni á undanfomum ámm og unnið til margra verðlauna. Það sem er merkilegast við hvarf hryssunnar er að hún var í skepnu- heldri girðingu við hliðina á heimili eigandans. Enginn hefur orðið hennar var, hvorki i stóði i nágrenninu eða einni á ferð. Þá hafa farið ffam tvennar leitir og voru ntenn beðir að hafa augun hjá sér en hvergi urðu ntenn varir við hryssuna. Þeir sem kunna að verða hennar varir eru beðnir að hafa sambawd 'tvró'i&ífuTlmíÞ 'KnHljiniis-

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.