Bændablaðið - 13.11.2001, Side 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. nóvember 2001
Breytingar á skattalögum
bæta afkomu hluta bænda
Lagt hefur verið fram frum-
varp á Alþingi um breytingu á
skattalögunum. Það felur í sér
veigamiklar skattalækkanir fyrir
fyrirtæki og einnig einstaklinga.
Verði frumvarpið að lögum, sem
fastlega má reikna með, taka
veigamestu breytingamar gildi um
næstu áramót. Þær miða að
samræmingu á uppgjöri fyrirtækja
við nágrannalönd og lækkun
skatta. Hækkun tryggingargjalds
tekurgildi l.jan 2003.
Helstu breytingar eru:
Árið 2002 taka gildi skatta-
breytingar, sem hafa mikil áhrif
á skattskvldu bænda. Þær
breytingar, sem vega þyngst eru:
1. Eignaskattur er lækkaður
um helming eða úr 1,2% í 0,6%.
2. Tekjuskattur hlutafélaga
er lækkaður úr 30% í 18%.
3. Tekjuskattur sameignar-
fclaga er Iækkaður úr 38% í
26%.
4. Tekjuskattur einstaklinga
lækkar lítillcga eða úr 26,08% í
25,75%.
4. Auðvelt verður að breyta
um rekstrarform yfir í einka-
hlutafélag frá og með 1. jan
2002.
5. Verðbólgureikningsskil
verða afnumin.
Árið 2003 veróa þessar
breytingar
1. Tryggingargjald hækkar
um 0,77 prósentustig frá 1. jan.
2003.
Það verður ekki annað sagt en
að breytingamar verða æði rniklar.
Lækkun eignaskatts vegur einna
þyngst fyrir stétt eins og bændur,
sem em með tiltölulega miklar
eignir miðað við hagnað eða
launatekjur. Breyting á rekstrar-
formi yfír í einkahlutafélag mun
aukast vemlega. Er þar fyrst að
nefna að sá söluhagnaður sem gat
myndast við yfirfærsluna er nú
ekki lengur fyrir hendi. Á hinn
bóginn eignast eigendur hluti í
félaginu, sem er eigið fé búrekst-
ursins. Félagið getur sem sagt ekki
skuldað fyrri eigendum. Þá er þess
að geta að yfírfæranlegt tap flyst
yfir á einkahlutafélagið. Bændur
verða hins vegar að taka sér laun,
sem eru ekki lægri en viðmiðun
RSK um reiknuð laun, á því er þó
þak.
Jákvæð skattaleg áhrif hjá
bændum verða því fyrst og fremst
hjá þeim sem greiða mikinn eigna-
Ketill A. Hannes-
son, hagfræði-
ráðunautur BÍ.
skatt og eða reka búið með vem-
legum hagnaði og breyta um
rekstrarform. Rétt er að geta þess
að útsvar er eingöngu lagt á ein-
staklinga og einstaklingsrekstur en
ekki fyrirtæki. Taki bændur meira
fé út úr rekstrinum en reiknuó laun
er greiddur út arður og 10%
ijármagnstekjuskattur leggst á þá
yfirfærslu. Eignaskattur gæti hins
vegar hækkað í þeirn tilfellum
þegar einstaklingar nýta ekki
eignaskattsfrelsisupphæð. Hver
maður má eiga eignir umfram
skuldir að upphæð 4,7 milljónir kr.
án þess að greiða eignaskatt. Sú
regla gildir ekki um fyrirtæki.
Afnám verðbóta á
fymanlegar eignir eru vissulega
neikvæð því smátt og smátt verða
fymingar lægri þar sem þær em
ekki lengur verðtryggðar. Þeir sem
skulda rnikið hagnast hins vegar
eða breytingin verður minni hjá
þeim. Þetta fer að sjálfsögðu eftir
því hvert verðbólgustigið verður.
Því rninni verðbólga því minni
áhrif. 1 raun og vem ætti jafnframt
að afnema verðtryggingu lána.
Þessar breytingar hafa vem-
lega þýðingu gagnvart öllum
fjárfestingum. Margir hafa fallið í
þá freistni að fjárfesta út frá skatta-
legu hagræði. I stað þess að greiða
skatta hafa menn lagt út í ijárfest-
ingar sem létta störf en em kannski
ekki mjög nauðsynlegar. Leidd
hafa verið að því rök að skatt-
stofninn muni stækka töluvert á
þessari forsendu að meira verði
lagt upp úr spamaði í rekstri og þar
með aukist hagnaður. Með öðrum
orðum að með þessum breytingum
sé mun meiri hvatning til þess að
auka hagnað þó að skattar aukist.
Þvi lægri sem skattprósentan er,
því meira verður lagt upp úr þvi að
skila hagnaði og spara í rekstri
almennt.
Niðurstaða
Það veróur ekki annað sagt en
að umrætt frumvarp að lögum um
skattamál sé mesta bylting frá því
að tekin voru upp verðbólgu-
reikningsskil fyrir árið 1979. Á
þeirn tírna voru lán að færast í það
horf að vera verðtryggð og
vísitöluþjóðfélag að myndast.
Þessi þróun varð ekki eins almenn
í nágrannalöndunum og eflaust var
reiknað með. Reikningsskil í
verðbólgusamfélagi urðu þannig
ekki almenn eins og hér á landi.
Fyrirtæki og einstaklingar em í
dag ekki eins bundin við einstök
lönd eins og áður og þvi er
áríðandi að fyrir þjóð eins og
íslendinga að laga sig að því um-
hverfi sem tíðkast i samfélagi
nágrannaþjóða. Þó bændur hafi
enn ekki haslað sér völl á erlendri
gmnd er ekkert sem hindrar það.
Umrædd breyting á skattalögum
mun auðvelda þá leið.
Hátt skattstig fælir burtu fyrir-
tæki i þeirri alþjóðavæðingu
fyrirtækja sem nú færist í vöxt.
Skattaparadís fmnst víða og það
hefur færst í vöxt að íslensk
fyrirtæki notfæri sér þann rnögu-
leika að flytja hluta af rekstrinum
eða allan til slíkra staða. Laga-
breytingin mun væntanlega snúa
þeirri þróun við.
Hagræðing i rekstri mun auk-
ast og meira verður lagt upp úr því
að auka hagnað. Arðsemismat á
fjárfestingum mun á hinn bóginn
breytast í þá vem að arðsemi eftir
skatta mun hækka eða réttara sagt
gefa hærri ávöxtun. Hvati til
nýsköpunar mun því aukast.
Breyting á rekstrarformi gæti
orðið nokkuð almenn og þá fyrst
og fremst i einkahlutafélaga-
formið. Það gildir að sjálfsögðu
um miklu fleiri sjálfstætt starfandi
einstaklinga aðra en bændur.
Það er þrennt sem ræður
ferðinni:
í fyrsta lagi verður mun lægri
skattprósenta.
I öðm lagi verður mun
auðveldara en áður að breyta um
rekstrarform eða nánast nafna-
breyting.
í þriðja lagi verður auðveldara
að færa eignir á milli einstaklinga
og fyrirtækja án mikils sölu-
hagnaðar eða með öðrum orðurn,
ættliðaskipti verða mun auðveldari.
Þessar breytingar eru nokkuð í takt
við það sem tíðkast erlendis. Þó
má benda á að jörð sem er í eigu
einkahlutafélags (ehfj er verð-
minni eftir breytingu á rekstrar-
fomii yfír i einkahlutafélag. Jörðin
hefur semsagt lækkað í verði þar
sem fymingar hækka ekki, heldur
haldast óbreyttar þegar eigna-
tilfærslan á sér stað.
Lækkun eignaskatts er einnig
samræming við skattalög í öðrum
löndum. Víðast rnynda eignir ekki
skattstofn.
Hækkun tryggingargjalds um
0,77 prósentustig vegur ekki mjög
þungt. Afnám verðtryggingar á
fymingargrunn hefur neikvæð
áhrif en það fer þó eftir
verðbólgustigi. Afnám gjaldfærslu
er vissulega neikvæð en á móti
kemur að lækkun eignaskatts
vegur það upp. Með breytingu á
rekstrarformi verður erfiðara að
færa fjármuni frá búi til eigenda.
Það að aðskilja rekstur búsins frá
heimilisrekstri mun reynast
mörgum erfítt, en það hefur
ákveðna kosti í för með sér.
Bændur verða þá launamenn hjá
eigin fyrirtæki og fá laun sín og
þegar vel árar arðgreiðslur.
Þó hér hafi verið fjallað um
ýmsa kosti og galla við að breyta
um rekstrarfomi yfir í einkahluta-
félag er sú umfjöllun engan veginn
tæmandi. Stofnkostnaður er að
lágmarki 84.000 kr. Kostnaður við
bókhald mun aukast og mun meiri
kröfur em gerðar um aðskilnað
búrekstursins frá heimilis-
rekstrinum. Því mun fylgja aukinn
fjánnagnskostnaður. Söluverð jarðar
með mikinn kvóta lækkar að
einhverju marki.
Bændur munu því almennt
fagna þessurn breytingum enda
veruleg kjarabót.
Þeir sem ekkert greiða í skatta
til ríkissjóðs eru þeir einu sem tapa
á þessari breytingu sem hækkun
tryggingargjalds nemur.
Rétt er að árétta að fyrir árið
2001 eða fyrir yfírstandandi ár
verður nýtt landbúnaðarframtal
tekið í notkun. Þegar þetta er ritað
liggur sú ákvörðun fyrir að bændur
noti einungis þetta nýja framtal.
Um það er semsagt ekkert val.
Garnla framtalið stendur bændum
ekki lengur til boða.
ftnurfOr - framþröun -
eOa skammsvni
Greinaritari er búfræðingur og
vann sem afleysingamaður í Noregi,
bóndi í sér en því miður ekki í raun.
Mig langar til að skrifa örlítið um
það sem brennur á mörgum
bændum nú, þ.e. innflutning á
fósturvísum úr NRF kúakyninu
(Norsk Rodt fe). Eg þekki aðeins
til í Noregi og hef unnið þar í
afleysingahring hjá 6 kúabændum.
Mig hefur lengi langað til að vita
um ástæðu þess að menn vilji
flytja inn NRF kúakynið svo ég fór
að leita mér upplýsinga. Ég komst
að þeirri niðurstöðu að eina ástæða
þess að sumir vilji norskar kýr sé sú
að þeir vilji bara ekki hafa íslenskar
kýr, en telja að grasið sé grænna
hinum megin. Að þessari einfoldu
niðurstöðu komst ég eftir að hafa
talað við norskan kúabónda sem ég
þekki og einnig við aðila hér á landi.
Hvers vegna? Jú, ástæðan er sú að
norsku kýmar skara á engan hátt
fram úr þeim islensku en eru bara
mjög svipaðar. Þær mjólka að vísu
meira, eða um 6000 - 6500 L á árs-
kú, á móti ca 4800 L á árskú eftir
íslensku kýmar, en það er bara
meðaltalið. Hvað em t.d. mörg ár
síðan meðaltalið hér var bara 4500
L og hvað eru bestu búin að gefa af
sér í dag - ca. 7000 L á árskú. Er það
ekki þannig í öllu að ef einhver einn
getur verið með góðan afrakstur þá
geta það allir ef þeir hafa vilja og
dug til þess. Einnig er verið að
sækjast eftir júgur- og spenagerð.
OK, ég samþykki það að norsku
kýmar hafa gott júgur og góða
spena, en hvenær var farið að vinna
markvisst með þessi einkenni í
íslenskri ræktun, er ekki búið að
einblína svo á mjólkurmag í ræktun
hér á landi að allt annað hefúr
gleymst eða lent út í homi. Ég hef
ekki orðið var við það fyrr en hin
síðustu 10, kannski 15 ár, að það
væri unnið markvisst að ræktun
þessa atriðis. Haldið þið virkilega
að norskir bændur hafi ekki haft við
sama vandamál að stríða með NRF
kúakynið? Jú, og þeir em enn að
reyna að bæta það og nú er það
fijósemisvandamál sem þeir eiga
við að etja. Það sem skarar fram úr
með norsku NRF kýmar er hversu
heilbrigðar þær em en annað, s.s.
fijósemi, kjötgæði, mjólkurgæði og
skapgerð em ekki nógu góð og nú
hafa sumir bændur farið út í að
kynbæta NRF kynið með öðmm
kynjum, eins og Jersey, og aðrir
hugsa mikið um hvort þeir eigi að
gera það eða skipta um kyn vegna
þess að í Noregi er bændum borgað
eftir próteininnihaldi mjólkur og í
umtali er að láta einnig fituinnihald
mjólkurinnar hafa áhrif á verð og
em mjólkurgæði norsku kúnna ekki
góð.
Norðmenn em komnir langt í
skýrsluhaldi, þ.e. þeir hafa mjög
góðar og ítarlegar upplýsingar um
þá eiginleika sem verið er að rækta
ffarn og hafa því góða yfirsýn yfir
góða og slæma gripi til undaneldis.
En þá spyr ég af hverju var ekki
bytjað að skrá svo nákvæmar
upplýsingar fyrr og hvers vegna
hefúr nautgriparæktun verið svo
ómarkviss hérlendis, hvað er það
sem vantar inn í ræktunina? Er það
kannski að hún er ekki nógu mark-
viss, að það hafi aldrei verið sett
markmið sem fylgt hefúr verið eftir?
Þessar spumingar vakna hjá mér
þegar ég fer að kynna tnér þessi mál
og em það kannski sumir þættir í
arfgerðinni sem hafa aldrei verið
teknir með i vali á nautum til undan-
eldis og þegar síðan er farið að
vinna markvissara í þessum málum
þá á bara að flytja inn nýtt kyn og
halda að þá muni allt blessast og
gamlar misgjörðir (skipulagsleysi)
gleymast. Einn þátmr má ekki
gleymast, en það er að menn telja
íslenska stofhinn ekki nægilega
stóran til að hægt sé að ná frarn
góðri ræktun, en ég vil ekki tjá mig
um það mál óathugað og því verður
það látið liggja milli hluta í þessari
grein nema að maður hefúr ekki
heyrt minnst á þetta um íslensku
sauðkindina og íslenska hestinn.
Að kjósa um tilraunainnflutning á
fósturvísum úr NRF.
Nú líður að því að kosningum
um það hvort leyfa eigi innflutning í
tilraunaskyni en hvað gerist ef þetta
verður fellt af meirihluta bænda?
Mun NRF félagið (Félag bænda
sem vilja innflutning á Norska NRF
kúakyninu) þá fá óhefl innflutnings-
leyfi til að flytja inn fósturvísa úr
NRF kyninu án nokkurra rannsókna
eða er bara verið að hræða ykkur
bændur góðir til að samþykkja
tilraunainnflutning. Sagt hefúr verið
að ef þið samþykkið ekki tilrauna-
innflutning þá rnuni landbúnaðar-
ráðherra ekki geta annað, ekki sjá
sér stætt á öðru en leyfa NRF-
félaginu að flytja inn fósturvísa án
eftirlits og rannsókna. Þetta er
kúgun af verstu gerð. Hvemig
finndist hestamönnum ef mig
langaði að fá leyfi til að flytja inn
fósturvísi úr Shetlandssmáhesti
handa dóttur minni, því ætti
landbúnaðarráðherra þá ekki að
leyfa mér það og hver yrðu rök hans
á móti? Og ég spyr hver er
munurinn?
Eins er sagt að ef tilraunin leiði
ekki í ljós neinn hagnað fyrir
bændur þá muni NRF kynið bara
sjálfkrafa deyja út hér á landi. Jæja,
ég á eftir að sjá það gerast.
Mín reynsla af NRF kúakyninu
er að þær eru síst betri en íslensku
kýmar, þær em þungar, slæmar í
hnjám vegna þyngdarinnar, það
fyglja þeim ffjósemisvandamál,
léleg mjólkurgæði og þær em ekkert
voðalega skapgóðar, allavega ekki
skapbetri en íslensku frænkur
þeirra. Einnig hafa þeir Norðmenn
sem ég þekki hér á landi og þekkja
til NRF kúakynsins sagt að þetta
innflutningstal sé mgl og þeir séu á
móti innflutningi. Eftir að hafa
safnað mér upplýsingum bæði
hérlendis og erlendis um reynslu og
væntingar, er niðurstaða mín enn sú
að ég er á móti innflutningi á norsku
vinkonum mínum.
Ráðlegging min tilykkar allra.
Ráðlegging mín til ykkar allra er
sú að gerð verði samanburðar-
rannsókn á báðum kynjum og að
hún verði gerð af óháðum aðila og
ekki hér á landi. Einnig myndi ég
vilja sjá meira en eins árs rannsókn
því eitt mjaltaskeið segir okkur ekki
mikið. Hvers vegna ekki að gera
almennilega rannsókn í Færeyjum
eða Noregi og láta rannsóknina taka
nokkur ár og skoða alla þætti vel og
vandlega. Og ástæða þess að hafa
óháðan aðila til þess að sjá um
rannsóknina er sú að hún verði þá
ekki túlkuð annarri fylkingunni í
hag, hafa allt borðleggjandi fyrir
alla og leyfa öllum að skoða
niðurstöðumar. Fyrr verða ekki allir
ánægðir og er það ekki það sem við
viljum. Ekki valta yfir allt og alla
með þá skoðun að annar aðilinn hafi
rétt fyrir sér en hinn rangt, heldur
geta allir skoðað niðurstöður
rannsóknar og síðan gert upp hug
sinn hvort þeir vilji eða vilji ekki.
Sigríður Ásný Ketilsdóttir