Bændablaðið - 13.11.2001, Side 13
Þríðjudagur 13. nóvember 2001
BÆNDABLAÐIÐ
13
Guðni Bjarnason verktaki í landbúnaði:
VerMakaiyrintækin
verfla færri en slærri
Guðni Bjarnason er einn af
eigendum Félagsbúsins að
Guðnastöðum í Árnessýslu sem
tekur að sér verktakavinnu í
landbúnaði og vinnur á mörgum
sviðum. Guðni segir að verk-
takavinna fari vaxandi og hafi
aukist hin síðari ár.
Hagstœðara og þœgilegra
„Eg held að ástæður fyrir þess-
ari þróun séu þær að menn sjá að
það er hagstæðara að leita til verk-
taka heldur en liggja með peninga
bundna í stórum og dýrum
tækjum, sem notuð eru stuttan
tíma á ári. Auk þess sem það er
miklu þægilegra fyrir menn að
leita til verktaka. Sumir halda að
það séu fyrst og fremst stóru búin
sem hafi hag af verktakavinnu en
það þarf ekkert endilega að vera
svo. Allir sjá að það er afar dýrt
fyrir lítil bú að vera með rnikla
vélaútgerð og auðvitað er það fyrst
og ffemst þessi dýra útgerð sem
varð til þess að verktakavinna í
landbúnaði varð til. Og á því leikur
enginn vafí að hún er komin til að
vera," segir Guðni Bjamason.
-Það er vel þekkt og hefur
verið nokkuð lengi að einhver
hópur bænda slái sér saman um
kaup á stómm og dýmm vélum
eins og til að mynda komþreski-
vélum eða rúllubaggavélum, svo
dæmi sé tekið. Heldurðu að slík
samvinna geti ekki verið jafn
hagstæð og að kaupa verktaka-
vinnu?
„Það getur auðvitað verið
hagstætt fyrir bændur að stofna til
slíkrar samvinnu. Og þessar vélar
em orðnar svo afkastamiklar að
þótt eigendumir séu nokkrir þá
þurfa þeir aldrei að bíða sér til
skaða eftir vélinni. En það sem oft
gerist, þegar menn slá sér saman
um svona vélakaup, er að þeim er
ekki haldið nógu vel við. Bilanir
koma upp, kannski á versta tíma,
og menn verða þá að leita nýrra
leiða. Verktakar aftur á móti verða
að fylgjast vel með sínum vélum
og halda þeim við þannig að þær
séu alltaf í lagi, annars gengur
dæmið ekki upp hjá þeim."
Færrí fyrírtœki en stœrri
-Áttu von á því að þróunin í
verktakavinnu í landbúnaði verði á
þá leið að fyrirtækin verði fá en
stór?
„Ég hygg að það gæti alveg
farið þannig og raunar tel ég mikl-
ar líkur á að svo verði. Ef við hér á
Guðnastöðum bættum við okkur
nokkmm vélum þá hygg ég að við
gætum gert þetta að okkar aðal-
vinnu og þannig er með fleiri. Þá
væri um leið hafin sú þróun að
verktakafyrirtækin yrðu stærri en
færri."
-Við höfum aðallega verið að
tala um jarðvinnslu, hey- og kom-
uppskem. En tökum dæmi af
leitum og réttum. Margir
fjárbændur eru einyrkjar og þurfa
að fá sér menn í leitir. Kæmi verk-
takavinna til greina þar?
„Ég hef nú bara ekkert hugsað
út í þetta mál en það má vel vera
að gmndvöllur sé fyrir verktaka-
vinnu við leitir og réttir. Og ég
spyr á móti, hvers vegna ekki?"
-Hvað takið þið fyrir að rúlla
og plasta hey og hvemig
verðleggið þið slíka vinnu?
„Við tökum ákveðið gjald fyrir
baggann. Það fer dálítið eftir því
hvað menn em með marga bagga
hvert verðið er. Við getum tekið
sem dæmi ef við emm beðnir að
ganga frá 100 böggum þá kostar
það 450 krónur á baggann. En ef
um eitt þúsund bagga væri að ræða
myndi verðið verða 430 krónur á
baggann og það er í rauninni
lágmarksverð. Inn í þessu verði er
gamið sem bundið er með en ekki
plastið, sem er dýrt eða um 250
krónur á bagga. Og því miður er
þetta plast ekki endumýjanlegt í
neitt ennþá, segir Guðni Bjama-
son."
Haraldur Benediktsson verktaki í landbúnaði:
ViO gætum jatnvel
tekið að akkur mjalfip
Það hefur færst í vöxt hin síðari
ár að verktakar taki að sér hin
ýmsu verk á bændabýlum Iands-
ins. Það hefur þekkst í áratugi
að bændur fengju menn á
gröfum eða jarðýtum til að
vinna fyrir sig jarðvinnu en nú
er verktakavinnan komin í hey-
skapinn, sáningu korns og þre-
skingu og margt fleira.
Haraldur Benediktsson, frá
Vestri Rein við Akranes, rekur
ásamt mörgum öðmm verktaka-
fyrirtækið Búhöld ehf, sem tekur
að sér margs konar verk fyrir
bændur. Hann segir að verktaka-
vinna á öðmm sviðum en
jarðvinnslu hafí byrjað þegar rúllu-
baggavélamar fóm að koma til
landsins á ámnum upp úr 1980.
Komin til að vera
„Það er alveg ljóst að verk-
takavinnan í landbúnaði fer
vaxandi og færist yfir á æ fleiri
verkþætti í landbúnaði. Eins og ég
sagði byrjaði þetta með því að
menn létu rúlla og plasta fyrir sig
hey. Síðan hafa bændur farið út í
að láta verktaka sá fyrir sig og bera
á tún bæði búfjáráburð og tilbúinn
áburð. Þannig hefur þetta þróast og
aukist og er enn að aukast þannig
að það er alveg ljóst að verktaka-
vinna í landbúnaði er komin til að
vera," segir Haraldur.
Jafnvel mjaltir
Hann var spurður hvort hann
teldi bændur spara sér peninga
með því að nýta sér verktaka-
vinnuna?
„Ég er alveg sannfærður um að
þeir gera það. Ég get nefnt sem
dæmi að ef menn ætla að kaupa sér
komþreskivél þurfa þeir að vera
með kom á um 80 hektumm til
þess að það borgi sig að liggja með
peninga í slíkri vél. í raun og vem
er svo mikil fjárfesting í tækjum til
að bagga eða rúlla og plasta hey að
það borgar sig fyrir flesta að
notfæra sér þjónustu verktakanna.
Ég á von á því að verktakavinnan
aukist við þá þróun að búum
fækkar og þau stækka. Ég er ekk-
ert ffá því að verktakar taki að sér
að sjá um mjaltir fyrir bændur ef
framleiðslukerfið býður upp á það.
Ég veit að menn hafa velt þessu
nokkuð fyrir sér. Ég á fjós sem er
orðið mjög tæknivætt. Ég væri
alveg tilbúinn til að taka að mér í
verktakavinnu á sumrin að mjólka
kýr nágranna minna sem eru orðnir
aldnir eða búa við ófullkomið fjós.
Þeir rækju þá bara kýmar til mín
og sæktu þær eftir mjaltir.
Engir rísaverktakar
-Hvað kostar útseld vinna hjá
verktökum í landbúnaði ef við
tölum um að bagga, rúlla og plasta?
„Ef við tökum þessa stóm
bagga sem dæmi þá kostar að bagga
og pakka þeim um 500 krónur á
bagga. Rúllan með plasti kostar á
milli 600 og 700 krónur og þá er
plastið innifalið. Ef verið er að
þreskja kom er bæði til ákveðið
gjald fyrir hektarann og eins tíma-
gjald. Við emm bara með tímagjald
fyrir þá vinnu og tökum 4 þúsund
krónur á tímann. Hektaragjaldið er á
milli 8 og 11 þúsund krónur og fer
eftir því hvað menn em með stórar
vélar."
-Áttu von á því að þróunin verði
sú að til verði stór en fá verktaka-
fyrirtæki í landbúnaði?
„Nei, þaó held ég ekki því þetta
hlýtur að byggjast upp á einstakling-
um. Það em 28 bændur sem eiga
þetta verktakafyrirtæki okkar,
Búhöld ehf. Við ættum erfítt með að
keppa við einstakling sem fengi sér
sams konar vélar og við emm með.
Við verðum að vera harðir við að
innheimta fyrir okkar vinnu vegna
þess að okkar launamenn verða að
fá sín laun. Einstaklingurinn væri
kannski ekki alveg jafn harður við
tímaskráningu eða innheimtu fyrir
sjálfan sig og stæði því betur að
vígi," segir Haraldur Benediktsson.
verktakar í landbúnali verktakar í landbúnaði verktakar í landbúnaði verktakar í landbúnaði verktakar í landbúnaði verktakar
*< ♦