Bændablaðið - 13.11.2001, Side 11

Bændablaðið - 13.11.2001, Side 11
Þridjudagur 13. nóvember 2001 BÆNDABLAÐIÐ 11 Ný ritgerð um íslensk ærnöfn: Algengasta ærnafniO II íslandi er Shessa Síðastliðinn laugardag hélt Nafnfræðifélagið fræðslufund í stofu 202 í Odda, Háskóla íslands. Þar fluttu þær Dagbjört Eiríksdóttir og Jóhanna Sigrún Amadóttir fyrirlestur um islensk æmöfn. Ritgerð þeirra er loka- prófsritgerð til ftillnaðar B.Ed. gráðu við Kennaraháskóla íslands. I ritgerðinni er fjallað urn nafn- giftir sauðfjár og einkum hvað liggur að baki þeim, eins og segir í formála ritgerðarinnar. Leiðsögu- kennari var Sigurður Konráðsson prófessor við KI. Ritgerðin, sem er mjög viðamikil, skiptist í fimm meginkafla, auk inngangs, heimildaskrár og fylgiskjala. I inngangi sínum að ritgerðinni segja þær stöllur: „Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvað ræður nafngiftum sauðfjár. Á eftir sögulegu yfirliti em niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal 14 sauðfjárbænda víðsvegar um landið. Gagnagrunnur var gerður úr upplýsingum heimildarmanna sem vom þrír á Norður-, Austur- og Suðurlandi og Vestfjörðum en tveir á Vesturlandi. Fundnar voru niðurstöður hvers heimildarmanns, landshluta og að lokum á landsvísu. Helstu niðurstöður eru þær að algengast er að nefnt sé eftir útliti. Af 3268 nöfnum er algengast að nefnt sé eftir lit, 19,4% af heild, síðan út í loftið, 16,7% og síðast eftir útlitseinkennum 13,1%, samtals 1609 nöfn. Aðrir flokkar em heldur minni eða innan við 10,0% Algengasta nafnið á landsvísu er Skessa, næstalgengust em Móra og Þoka. Algengustu nöfnin eftir lands- hlutum em ekki alltaf þau sömu þó þau falli oftast í sömu nafngifiar- flokka. Að lokum er umfjöllun um æmöfh og skáldskap ásamt æmafnavísum úr ýmsum áttum. Nafngiftir á undanhaldi Það kemur fram í ritgerðinni að nafhgiftir á sauðfé séu á undan- haldi meðal bænda en númerakerfi tekið við. Þegar sauðfjár- ræktarfélögin seinni vom stofnuð 1939 hófst númeramerking sauðfjár. Og með tilkomu tölvutækninnar 1967 varð ntikil breyting á fjárbókhaldi bænda sent varð einfaldara í sniðurn og auðveldaði kynbótastarfið. Síðan segir að tækninni hafi fleygt fram síðan 1967 þegar byrjað var að senda út prentaðar fjárbækur til bænda frá Búnaðarfélaginu. Slíkar bækur eru enn prentaðar þó einnig sé kornið tölvuforritið Fjárvís, bókhaldskerfí. Höfundar telja að númerakerfíð hafi átt sinn þátt í því að nafhgiftir em á undanhaldi. Litur og litlit skipta inestu ináli í lokaorðum ritgerðarinnar segir meðal annars: Niðurstöður þessarar ritgerðar em að litur og útlit skipta mestu máli við val nafna á sauðfé. Segja má að flokkamir fuglaheiti, fisk- anöfn, litlar og stórar ær, homalag o.fl. falli undir að lýsa útliti sauðfjár. Niðurstöður komu höfundum ekki á óvart og samræmdust að mestu hug- myndum þeirra í upphafí. Það sem kom nokkuð á óvart var algengasta nafnið á landsvisu, Skessa. Höfundar höfóu gert sér í hugar- lund að algengasta nafnið tengdist greinilega lit eða útlit, s.s. Grána, Móra, Hyma o.s.ffv. Nafnið Skessa getur vel lýst útliti ærinnar en einnig skapferli og háttalagi. Algengustu nöfn þar á eftir falla vel að hugmyndunt höfunda, þau lýsa lit og útliti ærinnar án nokkurs vafa. Athyglisvert er hversu al- gengt er að nefna sauðfé út í loftið. Nokkuð kom á óvart hversu inisstórir nafngiftarflokkar voru milli landshluta. Vinna við ritgerðina hefur verið ánægjuleg og gefandi jafn- framt því að hafa fært út þekkingu okkar og kveikt neista um áfram- haldandi vinnu. Við gerð ritgerðar- innar vöknuðu ótal hugmyndir um framhald á verkinu. Athyglisvert gæti verið að bera saman hrútanöfn og æmöfn þar sem í fljótu bragði virðist sem nöfn hrúta séu virðulegri. Orðmyndunarfræði nafngifta sauðfjár er lítt plægður akur sem gaman gæti verið að kanna nánar. Vegna hugmynda ntanna um skyldleika norska og íslenska stofnsins væri ærið verk- efni að bera saman nafngiftir þess- ara landa og kanna hvort eitthvað sé líkt með þeim. Öll verða þessi viðfangsefni að bíða betri tíma... Að lokum látum við fljóta með eina af fjölmörgum nafnavísum í ritgerðinni. Vísan er eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfonn: Sylgja, Lúða, Brussa, Brá, Bylgja, Flyðra, Skriða, Ilgja, Toppa, Geibba, Grá, Gríma, Horna, Iða. Sveitastflrf sem andleg og líkamleg næring - "I love it"! í stressi nútímans vill fólk gjarnan hverfa úr sínu eigin vinnuumhverfi og reyna eitthvað nýtt. Víða um heim má finna félagsskap sem skipu- leggur og/eða býður fólki að koma og vinna fyrir mat og húsaskjól. Einn slíkur félagsskapur heitir WWOOF - Willing workers on organic farms - en slíkt verkefni hófst í Englandi árið 1972. Nú eru til um 16 WWOOF hópar víða um heim, þar á meðal í Sviss, Þýskalandi, Astralíu, Ghana, Nýja Sjálandi, Finnlandi, írlandi og Kanada. Allt eru þetta sjálfstæðar einingar sem vinna sjálfboðastarf, en undir svipuðum formerkjum. Vinna þarf að lágmarki 4-6 tíma á dag og er þetta ætlað fyrst og fremst fólki 17 ára og eldra. Að lágmarki þarf að dvelja tsær nætur á býlinu en annars eins lengi og hver vill í samráði við bústjóra. WWOOF hóparnir eiga að geta Ieiðbeint um býli í mismunandi löndum. Verkefnin geta verið allt frá garðyrkju og uppgræðslustörfum til búfjárhalds og húsamálunar. Upplýsingar um WWOOF má finna meðal annars á heimasíðunni www.wwoof.com.au Fjöldi fólks hefur notið þess að dvelja á býlum og vinna þau verk sem þar falla til. Þekkt er að um 150 manns komi við á hverju ári í vinnu til eins býlis í Ástralíu og nýtur bóndinn góðs af vinnu- kröftunum við bananauppskeru. Einstaklingarnir fá að kynnast nýjum vinnubrögðum, nýju fólki og þeirra menningu ásamt því að draga sig algjörlega frá hversdagslegu amstri og helstu ferðamanna- stöðum landsins. ísland og íslensk náttúra heillar marga hvort sem er hér innanlands eða erlendis. Álagssjúkdómar, andlegir sem likamlegir eru víða farnir að hrjá fólk og það nær ekki almennilega að slaka á í "sínu" umhverfi. Því ekki að bjóða upp á eitthvað svipað hér á iandi? Hver hefði ekki áhuga á að fá útrást við baggatínslu, tína upp gulrætur, hreinsa fjárhúsgrindur, rífa gömlu girðingarnar niður, mála útihúsin, planta í skjólbelti eða laga slóðann! Hér áður fyrr var kallað á ættingja og vini til að aðstoða við þessi störf. Nú eru ekki eins mikil og góð kynni milli fólks í dreifbýli og þéttbýli og því ekki auðvelt fyrir þann sem áhuga hefur á tíma- bundnum störfum í sveit að banka uppá. I sumar mátti t.d. lesa í einni feröaklausu Morgunblaðsins að forstjóri héðan hefði farið í slíka heimsókn í skosku Hálöndin og komiö endurnærður og hress til baka. Og hver kannast ekki við þætti úr mvndinni Dalalíf - þar sem fólk úr öllum stéttum kom út í sveit saman sér til andlegrar og líkam- legrar upplyftingar. Ég hvet þá er standa að ferðaþjónustu bænda og atvinnusköpun í sveit að útbúa "I love it" pakka, þar sem lögð er megin- áhersla á landbúnaðarstörf, en samhliða veitt fræðsla um menningarlandslagið, veittur góður heimaaflaður matur og aðgcngi er að heitum laugum. Ásdís Helga á Hvanneyri hefur orðið Gólf fyrír grípahús Steypugrindur G. SKAPTASON St CO Tunguháls 5 • sími 577 2770 Kornvalsar Afrúllarar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.