Bændablaðið - 29.01.2002, Page 6

Bændablaðið - 29.01.2002, Page 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 29. janúar 2002 Bbl Bændablaðið er málgagn Bændasamtaka íslands r Islenskar búvörur hækka minnst Mikil umræða fer nú fram um verðþróun neysluvara og flestir orðnir sammála um nauðsyn þess að hemja verðbólguna. Vinnumarkaðurinn og raunar þjóðfélagið allt virðist í uppnámi takist ekki að ná settum markmiðun um verðþróun næstu mánaða. Umræðan snýr nú sem fyrr mest að verðþróun matvöru þótt matvaran vegi nú ekki nema rúm 16% í vísitölu neysluverðs en hafi vegið 25% um 1980. Þessi staðreynd kemur of sjaldan fram í almennri umræðu en hún skiptir máli svo ekki sé meira sagt. Eitt hefur þó breyst - syndahafurinn er ekki lengur íslenskar búvörur.Fróðlegt er að velta fyrir sér hvað valdi þessari breytingu og vafalaust kemur þar margt til. Gæði íslensku búvaranna eru viðurkennd og sjúkdómavandamál og margs kyns hremmingar í landbúnaði Evrópu hafa opnað augu landans fyrir mikilvægi þessara gæða. Tengsl landbúnaðar og byggðar eru að verða æ fleirum ljós en sífellt fleiri gera sér grein fyrir ljölþættum vandamálum byggðaþróunar síðustu ára - og átta sig á að það skiptir máli að halda sem mestu af landinu í byggð. Mikilvægust er þó sú staðreynd að verð íslenskra búvara hefur hækkað minna en flest annað á undanfomum missemm. Svo sem fram kemur hér í blaðinu hafa innlendar búvömr hækkað um 8,1 % á síðustu 8 mánuðum en á sama tímabili hafa innfluttar matvörur hækkað um 28 % og vísitala neysluverðs í heild hækkað um 10,7 %. Launavísitalan hefur á sama tímabili hækkað um röskan tug prósenta þannig að launþeginn getur nú keypt meira af islenskri matvöru fyrir sín daglaun en hægt var fyrir 18 mánuðum. íslenskum búvömframleiðendum verður því ekki kennt um ef stigið verður á rauðu línuna nú í maí enda beinist leitin að nýjum syndahafri nú í aðrar áttir. Seðalbanki íslands hefur bent á að hugsanlegt sé að samþjöppun í matvömverslun skýri að nokkm þróun matvöruverðs hér á landi, en innflutt matvara hefúr hækkað um 5,5% umfram hækkun erlendra gjaldmiðla sl. mánuði. í Hagvísum Seðalbankans segir orðrétt: "Það er hugsanlegt að minni samkeppni í matvöruverslun en í annarri verslun í kjölfar samþjöppunar undanfarinna ára eigi hér einnig hlut að máli en um það verður ekki fullyrt án ítarlegrar athugunar." Þessi orð frá Seðlabankanum em athygli verð. Nú er rúmt ár síðan að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti helstu niðurstöður skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvömmarkaðinn og verðlagsþróun í smásölu 1996 til 2000. Samkeppnisstofnun dró þá ályktun að í kjölfar sammna, sem varð á matvörumarkaðnum á fyrri hluta ársins 1999, hafi samkeppni minnkað og það hafí leitt til aukinnar álagningar hjá smásöluverslunum. Stofnunin taldi að markaðurinn einkennist af kaupendastyrk verslanakeðju sem hafi leitt til viðskiptahátta sem kunni í sumum tilvikum að vera andstæðir samkeppnislögum. Margir hafa barið sér á brjóst undanfama daga og lýst áhuga á aðgerðum til að hemja verðbólguna og er það vel. Þar hefur ekki farið mikið fyrir íslenska bóndanum. Ef til vill er það samt hann sem mest hefur lagt að mörkum við að halda verðbólgunni í skeQum. Sé svo er það ekki af því að hann hafí af mestu að taka enda eru það ekki alltaf þeir sem breiðust hafa bökin sem þyngstar byrðar bera. \mo j.ííooíh »6. n.e vb n.ww w v\:q .n Norsknr landbúnaður í Bændablaðinu fyrir nokkru var gerð grein fyrir erindi Ole Christen Hallesby sem flutt var á ráðstefnu um rekstur og fjárfestingar í Reykjavík 23. október sl. Þó Hallesby fjallaði að mestu um rekstrar- ráðgjöf, áætlanir og stefnumótun í búrekstrinum, var að finna í erindi hans ýmislegt um norskan landbúnað sem íslenskum bændum gæti þótt fróðlegt að heyra. Helstu greinar norsks landbúnaðar eru almenn búvöruframleiðsla (kjöt, korn o.fl.), grænmetis- og ávaxtarækt, skógrækt og skógarhögg, hreindýrarækt og ferðaþjónusta auk annarra framleiðslu- og þjónustugreina. Ræktað land í Noregi er um 1 miiijón ha eða um 0,23 ha á hvern íbúa. Ræktað land þekur minna en 3% af Noregi, vinnsluskógar þekja 7 rnillj. ha eða 22% og þau 75% sem eftir eru skiptast í fjalllendi, stöðuvötn og byggð svæði. Tii samanburðar má geta þess að ræktað land í Evrópusambandinu þekur um 57% af landi og á íslandi um 1,3%. Árið 1999 voru um 70.000 jarðir með ræktað land meira en 0,5 ha, í rekstri í Noregi. Jarðir eru yfirleitt smáar á íslenskan mælikvarða og á um 20% allra jarða er ræktað land innan við 5 ha. Aðeins 10% jarða eru með ræktað land stærra en 30 ha. líléttúruleg skilyrði rááa Ræktunar- og fram- leiðsluskilyrði eru afar breytileg í landi eins og Noregi. Vaxtartími er 190 dagar syðst en aðeins 100 dagarnyrst, enda er landbúnaður hvergi stundaður norðar á jörðinni en í Noregi. Loftslag og lega tak- rnarka því bæði ræktunar- möguleika og uppskeru og í stómm hluta landsins er komrækt t.d. ekki möguleg. Landffæði- legar aðstæður valda því að víða er ræktanlegt land sundurslitið og oft liggur landið í miklum halla. Það er því erfitt að koma við hag- kvæmustu tækni. Aðeins á ákveðnum svæðum í Suður- og Mið-Noregi eru stærri, flöt svæði svo nokkru nemi. Meðalbústærðin er um 15 ha og nálega þriðjungur þess lands er leiguland. Stærsta búgreinin er mjólkur- framleiðsla og meðal- bústærð er 15 kýr (90- 100 þús. ltr.). í öðrum búgreinum s.s. komrækt, sauðfjárrækt, svína- eða alifuglarækt em einingamar smáar og Hlulur kvenna Sérstakt átak hefur verið gert til að auka möguleika kvenna í landbúnaðinum. Þetta átak hefur m.a. beinst að því að konum sé gert auðveldara að taka við bújörðum, reka búskap og stofna til annars at- vinnurekstrar á jörðinni. Árið 1999 voru 13% kvenna i landbúnaði talin standa fyrir búrekstri. Af þeim vom um 80% giftar konur eða í sambúð. Á urn 11% ■■■ Byggáaþróee Markmiðið byggðaþróunar er að skapa og efla lífvænlegt samfélag í dreifbýli. Landbúnaðurinn er mikil- vægur fyrir búsetu- og atvinnuþróun í stórum hluta landsins, en þar sem möguleikar á aukinni verðmætasköpun í hefðbundnum landbúnaði em tak- markaðir er mikilvægt að leggja áherslu á aðra valkosti sem geta tryggt fjölbreytt atvinnulíf í dreifbýli. Meiri Qölbreytni í atvinnu- lífinu er sérstaklega mikilvæg til að konum og ungu fólki finnist lífvænlegt að búa á viðkomandi stað. Það fjármagn sem fæst til verkefna á svið byggðaþróunar er yfir- leitt frá hinu opinbera og því er oftast varið til stuðnings smáfýrir- tækjum með færri en fimm starfsmenn. Slíkum fyrirtækjum Eigearáalá og eeáereýjee Flestar jarðir em í eigu einstaklinga og í um 90% tilvika verða eigendaskipti innan fjölskyldunnar og þá oftast efitir "óðals- reglunni". Frá árinu 1975 em réttindi beggja kynja eins þegar um óðalsréttindi er að ræða. Sá sem kaupir jörð á ffjálsum markaði (þ.e. ekki innan fjölskyldunnar) verður að sækja um sérstakt leyfi til þess. Hann verður að sýna ffam á ákveðna þekkingu á búskap, verðið má ekki vera of hátt og hann verður að hafa fasta búsetu á jörðinni og reka þar búskap. Ef um fjölskyldumál er að ræða þar aðeins að uppfylla skilyrði um fasta búsetu og rekstur á jörðinni. Hægt er að fá undanþágu ffá búsetu- og rekstrar- kvöðinni ef það er talið styrkja með einhverjum Mestur hluti bústarfa er unninn af fjölskyldunni og um 40% allra fjölskyldna í landbúnaði hefur sínar aðaltekjur af búrekstrinum. Hlutur landbúnaðarins og úrvinnslu- og þjónustu- greina honum tengdum, í þjóðarframleiðslu er um mismikill eftir sveitar- félögum, en í fjórða hverju sveitarfélagi starfar meira en annar- hver vinnandi maður í landbúnaði eða greinum honum tengdum. Tekjur fólks í sveitum koma venjulega úr fleiri en einni átt. Algengt er að landbúnaður og saman. Stöðugt verður algengara að hluta tekna sé aflað utan heimilis og meira en helmingur fjölskyldna í sveitum aflar nú meira en helmings sinna tekna utan heimilisins. Könnun sem gerð var árið 1995 sýndi að kjör sveitafóks voru í engum aðal- gjaman er um að ræða blandaðan búskap. I norskum landbúnaði voru unnin um 79.000 ársverk árið 1999 eða um 5% af heildarfjölda ársverka í landinu. Áriðl980var fjöldi ársverka 125.000 og hefur því fækkað um tæp 40% á aðeins 20 árum. bújarða er það konan sem leggur frarn meiri- hluta allrar vinnu en í heild er talið að konur leggi fram um fjórðung alls vinnuframlags i norskum landbúnaði. Ekki er talið að munur sé á vinnuffamlagi kvenna eftir aldri, en aftur á móti er talið að þeirn mun minni sem búin eru, þeim mun meira verði vinnufram- lag kvenna hlutfallslega. fjölgar og þau eru mikil- væg í atvinnusköpun. Þau geta stutt þá starf- serni sem fyrir er en auk þess boðið upp á ný störf og nýja möguleika. Hálft ársverk til viðbótar þeim störflim sem eru á bújörð, getur skipt sköpum um hvort fjölskylda getur haldið áfram búskap og búið á jörð sinni. Ýmsir styrkir eru veittir til að stuðla að æskilegri byggðaþróun. Meðal annars eru veittir stofnstyrkir þeim sem ætla að heíja atvinnu- starfsemi til að greiða t.d. rekstrargreiningu og markaðskannanir. Þá er hægt að fá sérstakan styrk til greiðslu launa í upphafi starfstíma. Einnig er veittur stuðningur til bama- gæslu á háannatímum s.s. á uppskerutíma. hætti byggð á svæðinu. Ef skilyrði um búsetu og rekstur eru ekki uppfyllt, má beita sektum og jafn- vel selja viðkomandi eign á nauðungarsölu. kjörum annarra Norðmanna. Tekjuþróunin er þó almennt þannig að tekjur af landbúnaði dragast saman ffá ári til árs, fjölskyldutekjur standa í stað og heildartekjum er haldið uppi með tekjuöflun utan búsins. 3%. Hlutur búvara í verðmætasköpuninni.ftöiiXB oakógarh(^|^gykii^|^j^^|^|^frábrugðirLtf;ti bliýifidottnnM i .fiOævaatlyd

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.