Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriójudagur 29. janúar 2002 Fegurðardísir í fjósinu í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Framleiösla og sala 0 húvörum 2001 Samkvæmt bráðabirgðatölum nam sala á kjöti alls um 19.734 tonnum á sl. ári sem er 2% aukning frá fyrra ári. Athygli vekur mjög aukin sala á alifuglakjöti, um 14,8%, og svínakjöti uin 9,1%. Hins vegar var talsverður samdráttur í sölu á kindakjöti eða um 5,7% og nautgripakjöti um 4,2%. Þó aukin heildarsala á kjöti sé vissulega jákvæð er þessi samdráttur í nautgripa- og kindakjöti vonbrigði fyrir þennan hóp ffamleiðenda. Frá 1978 er aðeins eitt ár, 1997, sem sala á kindakjöti hefur verið minni og eins þarf að fara aftur til ársins 1997 til að finna minni sölu á nautgripakjöti. Framleiðsla kjöts á síðasta ári nam alls 22.142 tonnum og dróst saman um 0,7% frá fyrra ári. Munar þar mestu um minni kindakjötsframleiðslu, sem var með mesta móti árið 2000 bæði vegna fækkunar fjár og að dilkar voru með þyngra móti. Framleiðsla á alifugla- og svínakjöti hefur eðlilega aukist í takt við aukna sölu. Mjólkurframleiðsla var alls 106,1 miilj. lítra, 2% meiri en árið 2000. Ema segir að sala mjólkurvara miðað við próteininnihald fari stöðugt vaxandi og nam aukningin 3,5% á síðasta ári. Þessi aukning kemur mest til að aukinni sölu á skyri og ostum, en sala á skyri jókst um 31% á siðasta ári. Samdráttur er hins vegar þegar litið er á söluna á fítugrunni sem þýðir að flytja verður vaxandi magn úr landi í formi smjörs. Yfirlit um framleiðslu og sölu búvara Bráðabirgðatölur fyrir desember 2001 Breyting frá fyrra tímabili í % Des. 00 3 mán. 12 mán. Framleiðsla Des-01 2001 Okt.-01 Des.-01 Jan. 01 Des.-01 Hlutdeild i % m.v.12 mán. Alifuglakjöt 254,640 871,172 3,777,995 23.4 19.0 23.8 17.1% Hrossakjöt 114,231 398,256 1,047,719 -22.4 -22.6 -4.8 4.7% Kindakjöt* 106,627 5,464,334 8,611,817 -10.4 -12.0 -11.5 38.9% Nautgripakjöt 200,838 785,460 3,476,097 -23.9 -8.5 -4.1 15.7% Svínakjöt 476,992 1,437,244 5,228,818 -1.1 1.1 9.3 23.6% Samtals kjöt 1,153,328 8,956,466 22,142,446 -5.4 -8.0 -0.7 Innvegin mjólk 9,248,767 25,566,302 106,149,593 0.5 0.7 2.0 Sala innanlands Alifuglakjöt** 231,428 872,388 3,695,223 -2.1 14.4 14.8 18.7% Hrossakjöt 29,341 136,562 520,239 -10.7 -15.9 7.1 2.6% Kindakjöt 400,047 1,811,536 6,824,976 -43.1 -12.6 -5.7 34.6% Nautgripakjöt 191,227 763,529 3,467,248 -21.7 -10.6 -4.2 17.6% Svínakjöt 489,264 1,440,798 5,226,075 0.9 1.1 9.1 26.5% Samtals kjöt 1,341,307 5,024,813 19,733,761 -21.2 -4.7 2.0 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 8,837,943 26,519,519 98,225,242 -10.2 0.3 -0.9 Umr. m.v. prótein 8,451,480 27,464,516 107,972,717 0.8 5.3 3.5 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. -i — tr Z=± i 1 nt^wrini^ |.[" fil-Jq-.-i ha Verðhækkanir svipaðar gengisþróun síðastliðna 18 mánuði Búvttrur fiækka minna en nær nllir nðrir vttruflokkar Innfluttar mat- og drykkjar- vörur hafa hækkað um 28,5% á síðastliðnum 18 mánuðum en gengisfall krónunnar var 26,1% á sama tímabili, segir í Morgunkomi á heimasíðu Kaupþings þann 18. janúar sl. "Fjömgar umræður um verð- lagsþróun hafa sprottið upp hér á landi frá því að vísitala neyslu- verðs birtist á mánudag. Þar vakti óneitanlega athygli að verðlag hækkaði mun meira en markaðs- aðilar höfðu gert ráð fyrir og hefur þessi þróun orðið tilefhi til mikillar umljöllunar í fjölmiðlum," segir Kaupþing. Síðar segir: "Mikla athygli vakti og að verðhækkanir á mat- og drykkjarvörum höfðu 0,56% áhrif til hækkunar neysluverðs. Þá hefur umræðan um vínberin verið til að æra óstöðugan, en í neyslu- verðsvísitölunni er málið einfalt, gífurleg hækkun á tiltölulega léttvægum hlut getur haft sömu áhrif og lítil breyting á mikils- verðum þætti vísitölunnar." "..Því hefur hins vegar verið haldið fram að matvara hafi hækkað óeðlilega mikið miðað við skráð gengi krónu. Þegar gengis- þróun er skoðuð til eins árs virðist þetta eiga við nokkur rök að styðjast, enda hafa innfluttar mat- og drykkjarvörur hækkað um 27,7% á síðustu 12 mánuðum á meðan króna hefur aðeins lækkað um 15,7%. Af þessu mætti draga þá ályktun að kaupmenn hafi séð sér leik á borði og hækkað umfram veikingu krónunnar. Þegar þessi þróun er skoðuð 18 mánuði aftur í tímann kemur allt Verðbreytingar Gengisbreyting Búvörur án grænmetis Grænmeti Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur Aðrar innlendar vörur Innfluttar mat- og drykkjarvörur Nýr bíll og varahlutir Bensín Innfluttar vörur aðrar Áfengi og tóbak Húsnæði Opinber þjónusta Önnur þjónusta Vísitala neysluverðs önnur mynd fram. Á þessum tírna hafa alíar innfluttar mat- og drykkjarvörur hækkað urn 28,5% eða svipað og gengisfall krónunn- ar yfír sama tímabil sem var 26,1%. Þetta er í raun hægt að túlka sem svo að kaupmenn hafi reynt að halda verði stöðugu á síðari helmingi ársins 2000 þegar krónan féll rétt um 10%," segir loks í Morgunkomi á heimasíðu Kaupþings. Á þeim tíma sem Kaupþings- menn skoða verðþróunina, þ.e. síðustu 18 mánuði, sést glöggt að búvömr hafa hækkað minna en nær allir aðrir vömflokkar. Má sem dæmi neffia að á þessum tíma hafa bæði egg og nautakjöt, lækkað í verði til framleiðenda og dilkakjöt hækkað minna en sem nemur breytingum á vísitölu neysluverðs. Þá má geta þess að síðustu 18 mánuði hefur launavísitala Hagstofú íslands hækkað um 10,9%. 12 mán. 18 mán. Vægi í breyting breyting vísitölu 15,7% 26,1% 6,3% 8,1% 6,4% 14,9% 6,4% 0,9% 14,6% 14,6% 6,8% 8,1% 12,8% 4,8% 27,7% 28,5% 3,6% 14,8% 17,3% 9,9% 0,5% -5,9% 4,3% 8,7% 7,5% 14,4% 13,0% 15,0% 3,4% 6,4% 8,9% 13,7% 6,4% 8,4% 12,0% 9,6% 12,3% 19,9% 9,4% 10,7% 100,0% Heimild: Kaupþing Landbúnaðarráðherra hefur skipað stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir tímabilið 2001-2005 samkvæmt erindi dags. 23. nóvember 2001. Stjórnina skipa: Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, formaður; Ríkharð Brynjólfsson prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, varaformaöur; Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og Gunnar Guðmundsson forstöðumaður ráðgjafarsviðs Bændasamtaka íslands. Varafulltrúar eru: Sigurður Guðmundsson forstöðumaður byggðaþróunarmála hjá Þjóðhagsstofnun; Magnús B. Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri; Eiríkur Hilmarsson staðgengill hagstofustjóra og Sólrún Ólafsdóttir bóndi, stjórnarmaður í Bændasamtökum íslands. Stjórnin kom saman til síns fyrsta fundar þann 14. desember 2001.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.