Bændablaðið - 29.01.2002, Side 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. janúar 2002
Jarúvimla íþarrabyriaa!
Tíðin í vetur hefur leikið við bændur eins og flestum er kunnugt og þó oft hafi verið snjóiétt í janúar er það ekki á hverju ári sem hægt er að stunda
jarðvinnslu í frostlausri jörð í þorrabyrjun . Hér má sjá Bessa verktaka í Hofsstaðaseli við uppgröft úr skurðum í Vallhólmi í Skagafirði en Eyjólfur
Sveinsson á Sauðárkróki ýtti út jafnóðum./Mynd: Gunnar Rögnvaldsson.
Drekklu
mjólkog
verlu
grannur!
Tvö glös af mjólk, tvær
ostsneiðar og einn diskur af skyri,
þessi dagskammtur ætti að hjálpa
til við að halda vigtinni í skefjum.
Að sögn næringarfræðingsins
Áse Moberg hjá Mjölkfrámjandet
í Svíþjóð, sýna nýjustu rannsóknir
að því meiri mjólkurmatar sem
fólk neytir, þeim mun auðveldara
á það með að halda kjörþyngd.
Því ættu þeir sem hafa það að
markmiði að vera of þungir að
halda sig frá kalsíumríku fæði eins
og mjólkurvörum, segir Ása
Moberg. Rannsóknimar sýna að
kalsíum hindrar vöxt á fituvef,
vöxtur hans eykst eftir því sem
minna er af kalsíum í fæðu fólks.
Ame Astmp, deildarstjóri á
næringarfræðideild Landbúnaðar-
háskólans í Kaupmannahöfn, segir
þessar niðurstöður afar merkilegar
og að rannsóknimar varpi nýju
ljósi á samhengi mjólkumeyslu og
holdafars. Hann segir að í ljósi
þessa verði aukin áhersla lögð á
rannsóknir á samhengi kalsíum-
neyslu og þyngdar fólks. /BHB,
þýtt og staðfært úr Landsbladet,
4.1.2002.
Annað bindi ByggjMgu
Skagaiarflar konii út
ÍJt er komið 2. bindi Byggðasögu
Skagafjarðar og er bókin rúmar
500 blaðsíður að stærð, í stóru
broti og prýdd fjölda mynda. í
henni er fjallað um Staðarhrepp
og Seyluhrepp. Aðalhöfundur og
ritstjóri Byggðasögu Skaga-
fjarðar er Hjalti Pálsson sagn-
fræðingur frá Hofí í Hjaltadal.
Hann sagði í samtali við Bænda-
blaðiö að gert væri ráð fyrir að
ritverkið yrði sjö bindi, alls um 3
þúsund blaðsíður, þannig að
mikið verk er óunnið en undir-
búningur hófst árið 1995. Hjalti
sagði að eftir aö hafist var handa
árið 1995 hafi tvö fyrstu árin
farið í heimildaöflun en skriftir
hafist 1997 og kom 1. bindið út
1999. Fjórir aðilar fjármagna
verkið en það.pru sveitarfélagið
Skagaíjörður ásamt Akrahreppi,
Kaupfélag Skagfirðinga, Búnaðar-
samband Skagfirðinga og
Sögufélag Skagílrðinga, sem sér
um útgáfuna í samvinnu við
útgáfunefnd Byggðasögunnar.
Heimsœkir hverja jörð
Hjalti segist víóa hafa leitaö
fanga við efnisöflun og þá sérstak-
lega í prentuðum heimildum,
bókum, blöðum og tímaritum.
Einnig segist hann nota mikið af
óprentuðum heimildum sem er að
finna í öflugu héraðsskjalasafni á
Sauðárkróki. Hann segist einnig
leita fanga á Þjóðskjalasafninu. En
síðast en ekki síst segist Hjalti fara
í heimsókn á hverja einustu jörð í
Skagafirði og oft á sumar þeirra.
„Ég þarf að skrifa um hverja
einustu jörð og það er landlýsing á
þeim öllum, lýsing á stöðum og
ýmsum ömefnum sem eiga sér ein-
hverja sögu. Þetta þarf ég allt að
skoða því mér fmnst ég ekki geta
skrifað um staði að neinu viti,
nema ég hafi séð þá áður. Þessar
vettvangsferðir, sem ég kalla svo,
eru mikils virði fyrir þetta rit því
m.a. ræði ég við ábúendur eða ein-
hverja brottflutta sem þekkja þær
jarðir sem komnar em í eyði. Og
loks tek ég ljósmyndir í þessum
ferðum," segir Hjalti. Auk hans
vinnur að þessu mikla ritverki
Hjalti Pálsson.
Egill Bjamason, ráðunautur í
Skagafirði, og hefur hann komið
að verkinu frá fyrstu tíð. Hann
vinnur ákveðna verkþætti.
Hinn gullni meðalvegur
Hjalti segir að efnistök séu
þannig að fyrst komi landlýsing á
hverri jörð og síðan taldar
byggingar. Næst sé tekið fyrir
eignarhald hennar, enda þótt ekki
sé alltaf hægt að rekja það
nákvæmlega nema síðustu öldina.
Þá koma gamlar jarðalýsingar úr
jarðabók Arna Magnússonar og
svo yngri lýsingar á jörðunum.
Síðan tekur við ýmis konar sögu-
legur fróðleikur frá jörðinni. Þessir
þættir em alveg fastir á hverri jörð.
Þá segist Hjalti leyfa sér að lengja
bækumar nokkuð með innskots-
greinum. Loks er ábúendatal
hverrar jarðar frá 1781-2000 og
byggir það á Jarða- og búendatali í
Skagaftrði 1781-1958 sem gefið
var út í nokkmm heftum á árunum
1949-1958.
„Ég tel þetta skipta sköpum til
að gera bókina áhugaverða. Þama
verð ég að reyna að sigla þann
meðalveg að vinna bækumar eftir
fræðilegri nákvæmni og jafnframt
að gera þær áhugaverðar þannig að
fólk vilji kaupa bækumar og lesa.
Þessar innskotsgreinar em margar
skemmtilegar og brjóta nokkuð
upp efnið og allar tengjast þær
jörðunum. Þama er um að ræða
þjóðsögur, vísur, frásagnir af
körlum og kerlingum og at-
burðum," segir Hjalti.
Staðsetningartœkni
tekin í notkun
Hann segist leita af mikilli
þráhyggju uppi öll fombýli og sel,
sem tilheyra jörðunum. Það segir
hann vera gríðarlega tímafrekt
enda þurfi hann að fara um dali og
fjöll til að berja þau augum. Hann
segir ekki nóg fyrir sig að heyra
um þau, hann verði að koma á
staðinn. Bæði til að geta lýst
staðnum og það sem meira er um
vert, að staðsetja býlin og selin.
„Nú staðset ég þau með GPS
staðsetningartæki og birti síðan
hnitið í bókunum. Það þýðir að
hver sem er getur fundið þessa
staði jafnvel þótt engin ummerki
sé þar lengur að finna um búsetu. I
stað þess að reyna að lýsa því í
löngu mál hvar selin eða fombýlin
séu, þá gef ég lauslega lýsingu og
síðan gef ég upp staðsetninguna og
þar með er þessari vitneskju
bjargað og þarf ekki að leita þeirra
framar. En samt sé ég það æ betur
að það hefði þurft að byrja á
verkinu 20 til 30 árum fyrr til
að ná tali af fólki af aldamóta-
kynslóðinni þvi nú er svo margt af
því fólki horfið sem var í sterkustum
tengslum við landið.
Staðreyndin er sú að í nokkmm
tilfellum vita menn ekki lengur
hvar selin eða fombýlin voru
staðsett. Sú vitneskja er týnd. Ég
hef í fáeinum tilfellum fundið
minjar um slíka staði sem enginn
vissi urn og enginn veit lengur
nafnið á. Ég hef lagt rnikla vinnu í
að leita að seljurn upp til fjalla,
sem menn vissu að höfðu verið til.
En vegna GPS staðsetningartækis-
ins þarf ekki að leita að þessum
stöðum aftur, hafi ég á annað borð
fundið þá. í 1. bindinu var kerfið
dálítið mglað þannig að stað-
setningarskekkjan er einhverjir
tugir metra en frá 1. maí 2000 var
skekkjan tekin af og kerfið er
óruglað og nákvæmnin upp á 2-5
metra. í sumum tilfellum voru
fombýlin í túni á einhverjum bæ
og búið að slétta yfir allt. I öðrum
tilvikum hafa bændumir getað
bent mér á hvar býlin stóðu og ég
hef síðan staðsett þau með GPS
staðsetningartækinu," segir Hjalti
Pálsson.
Á vegum norræna genbankans
er komin út bók urn gömul norræn
kartöfluafbrigði sem varðveitt em
á vegum genbankans. Alls em
þessi afbrigði 64 og er þeim öllum
lýst i bókinni og litmyndir af
blómum, spírum og hnýðum
birtar. I bókinni eru einnig greinar
um sögu kartöflunnar í heiminum
og þá sérstaklega í Evrópu;
Danmörku, Finnlandi, íslandi,
Noregi og Svíþjóð. Loks er sagt
frá kartöflukynbótum á Norður-
löndununt og þeim aðferðum sem
notaðar em til að meta helstu
eiginleika afbrigða. Þrjú íslensk
afbrigði em varðveitt í gen-
bankanum; Bláar, Gular og
Rauðar íslenskar. Gullauga er
varðveitt sem norskt afbrigði. Frá
Danmörku koma 9 afbrigði, 8 frá
Finnlandi, 16 frá Noregi og 28 frá
Svíþjóð. Texti er á norrænu máli,
mest á dönsku, norsku og sænsku
og samandregið yfirlit á finnsku
og ensku. Bókin er unnin af
norrænum vinnuhópi á vegum
genbankans og sat Sigurgeir
Olafsson þar fyrir Islands hönd.
Hægt er að panta bókina hjá
genbankanum: Nordisk genbank,
Box 41, SE-230 53 Alnarp,
Svíþjóð, eða á netinu www.ngb.se
- news-The Potato Book. Gefið er
upp verð er svarar til um 4000 kr.
íslenskra á hinurn Norður-
löndunum og ætti það að vera
svipað hingað. Bókin er 230 síður,
prýdd fjölda litmynda og er gefin
út af CÁL-forlaget AB í Varberg í
Svíþjóð.
m'lori ,'íuieJirAnWoJjlTmma,'/ >lmcft
MR FÓÐUR
Fóðurafgreiðsla MR
Sími: 5401111 • Fax: 5401101
--------------.igjn OOP.Þf: tA fe innurili nn'bnðivf