Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 1

Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 1
11. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 11. júní 2002 ISSN 1025-5621 ístex gengup illa að selja ull "Okkur hefur ekki tekist að selja þær birgðir af ull sem stefnt var að á árinu. Þess vegna sitjum við uppi með mikið magn af ull og nú er staðan sú að ístex á í erfíðleikum með að gera upp við bændur," sagði Guðjón Kristinson, framkvæmdastjóri Istex í samtali við Bændablaðið. "Ég sé ekki fram á að ástandið breytist fyrr en í haust. Bændur verða því að gera ráð fyrir verulegum töfum á greiðslum fyrir ullina." Nánar verður fjallað um þetta mál á heimasíðu Bændasamtakanna - www.bondi.is - á þriðjudaginn. Umtalsverð sfiluaukning á lambakjfiti Umtalsverð aukmng varð í sölu á lambakjöti bæði í mars og apríl síðastliðnum. í mars voru seld 649 tonn sem er 29,1 % aukning __ frá sama mánuði í fyrra. I aprfl voru seld 513 tonn sem er 24,3% miðað við aprfl í fyrra. Nú er grilltími íslendinga hafinn og þá má búast við mikilii sölu á lambakjöti eins og venjuiega. Kjtítumboúió borgar Dagana 21. - 24. maí greiddi Kjötumboðið kröfuhöfum inn á reikninga þeirra. Þeir sem áttu kröfur að fjárhæð kr. 75.000 eða lægri, og þeir sem völdu þann kost að taka eingreiðslu að upphæð kr. 75.000, fengu þar með endanlegt uppgjör frá fyrirtækinu. Þeir sem fá greitt í þrennu lagi fengu nú 10% kröfu sinnar, næsta greiðsla verður greidd um miðjan ágúst og sú síðasta í febrúar 2003. Þeir fá jafnframt 23% upphaflegrar kröfu sinnar í hlutabréfum í Norðlenska mat- borðinu ehf. Þar sem hér er um rafræn hlutabréf að ræða, þurfa þeir sem ekki nú þegar eiga svonefndan VS reikning að stofna slíkan hjá viðskiptabanka sínum eða annarri fjármálastofnun. Bréf um þessi hlutabréf eiga að berast frá lögfræðingi Kjötum- boðsins. Hafi einhverjir þeirra sem veittu Bændasamtökunum umboð til að fara með sín mál ekki fengið greiðslu eru þeir beðnir um að hafa samband sem fyrst./JÓ Sauðprbændur með aðalfuud Aðalfundur Landssam- taka sauðfjárbænda verður haidinn 24. og 25. júní nk. Að þessu sinni verður fundurinn haidinn á Hótel Bifröst í Borgarfirði og verður settur mánudaginn 24. júní kl 13.00. || í * ■ ' P i SB H f- 'W ■ H Síðdegis hvern virkan dag liggur þungur straumur hlaðinna flutningabíla frá Reykjavík. Flutningskostnaður er þungur landsbyggðarskattur: Níu þúsund kostar aö fly|ja einn stúl ú núli landshlutal Níu þúsund krónur kostar að flytja hægindastól frá Reykjavík til Breiðdals- víkur. Stóllinn kostaði 52 þúsund krónur í verslun í Reykjavík. Þetta kom fram í samtali Bbl. við Lárus Sigurðsson, bónda á Gilsá í Breiðdal sem nefndi annað dæmi. „Ég keypti áburðardreifara fyrir búið í vor. Mér tókst að semja við mann um að flytja hann austur fyrir þokkalega gott verð. Dreifarinn er 240 kfló og það kostaði 8.500 að flytja hann austur að fengnum þessum afslætti. Flutningskostnaður er hrikalegur skattur á landsbyggðarfólkið og hann er stöðugt að hækka," sagði Lárus Sigurðsson. Lœkka þarf þungaskattinn Kostnaður við flutning rúlluplasts, landleiðina frá Reykjavík til Egilsstaða, er kr. 27 á hvert kfló. Þá má geta þess að flug- fargjald á milli þessara staða er komið yfir 20 þúsund. Þetta segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli á Jökuldal. Hann segir að flutningskostnaður á hvers konar vörum valdi ótrúlegum aðstöðumun hjá landsbyggðarfólki og sé þung skattbyrði. „Ef menn eru að tala um að jafna aðstöðu landsbyggðarfólks þá er lækkun flutnings- kostnaðar einn af mikilvægustu þáttunum. Það má lækka hann með því að taka til skoðunar þungaskattinn á flutningabflunum. Það hljóta allir að sjá að lækkun flutnings- kostnaðar væri umtalsverð kjarabót fyrir fólk úti á landi," sagði Aðalsteinn Jónsson. Útflutningsgjaldið í haust er leið varð mikill hvellur víða um land, og eins á Alþingi, þegar skipafélögin settu sérstakt útskipunargjald á vörur í strand- flutningum. Þá lýsti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því yfir að þetta mál yrði að taka til skoðunar. Út- skipunargjaldið er 1042 krónur á rúmmetra og 20 feta gámur er 26 rúmmetrar. Gjaldið fyrir hann því 27.092 krónur og 40 feta gámur er 52 rúmmetrar og gjaldið fyrir hann því 54.184 krónur. Sama útskipunargjald er tekið fyrir gáma með vörur til útflutnings. Ef um er að ræða gámaflutning land- leiðina kostar 157 þúsund krónur fyrir utan vsk að flytja gám til Sauðárkróks, 195 þúsund krónur til Húsavíkur og 269 þúsund krónur til Þórshafnar. Þessar upplýsingar fengust hjá Eimskip. Nefnd fór í málið Umræðumar á Alþingi urðu harðar þegar útskipunargjaldið var sett á sl. haust. Sem fyrr segir lýsti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því yfir að þetta væri ósanngjam skattur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni og málið yrði að skoða. „Það var einmitt í framhaldi af þessu sem ríkisstjómin skipaði nefnd sem hefur unnið í nokkra mánuði að því að fara ofan í alla þætti þess sem flutningskostnaðurinn er. Starf nefndarinnar mun nýtast mjög vel í fram- haldinu vegna þess að byggðaáætlunin, sem samþykkt var á Alþingi í vor, gengur meðal annars út á það að fara ofan í starfsaðstæður fyrirtækja á landsbyggðinni miðað við höfuð- borgarsvæðið. Sú vinna er komin mjög langt og mikið verið gert þótt ekki sé komin niður- staða. Ég tel að málið sé komið í góðan farveg en síðan á eftir að taka pólitískar ákvarðanir um það hversu mikið verður aðhafst," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.