Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 6

Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júní 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Sláttur hafinn Það vekur jafnan athygli og veitir bændum ákveðna öryggistilfinningu þegar sláttur hefst en sláttur hófst undir Eyjafjöllum í byrjun júní. Þrátt fyrir að tæknin geri uppskerustörf bænda öruggari og auðveldari en var, og nýir möguleikar í jarðrækt geri fóðruöflun næsta vísa, er stutt sumarið eigi að síður uppskerutími sem afkoma flestra bænda byggist þrátt fyrir allt á. Því er mikilvægt að sá tími nýtist vel til öflunar heyforða og annars jarðargróða. Hér skiptir veðráttan enn miklu máli og segja verður að þrátt fyrir vorkulda á norðanverðu landinu hafi veturinn og vorið verið með þeim hætti að búast megi við góðum heyfeng á komandi mánuðum. Veðrið ræður þó enn miklu um verkun uppskerunnar en einnig þar er margt breytt bæði hvað tæknina varðar og einnig hafa veðurspár batnað með hverju ári og eru nú svo öruggar að sjaldan skeikar miklu í spá næstu fjögurra daga. Sú víðfeðma þekking byggð á vísindalegum grunni sem fyrir liggur um flesta þætti jarðræktar og uppskerustarfa skapar bóndanum þannig ákveðið öryggi hvað varðar fóðuröflun og önnur uppskerustörf og ætti því jafnframt að gefa bændum og þeirra fjölskyldum aukin tækifæri til að njóta sumarsins. Þótt uppskeruvinna bóndans hafi þannig orðið auðveldari og örðugari á áranna rás verður ekki það sama sagt um markaðssetningu búvaranna. Harðnandi samkeppni á matvörumarkaði og aukið framboð á hvers kyns matvælum gerir markaðssetningu æ flóknari og bóndinn hefur orðið að sæta því að bera æ minna úr býtum af smásöluverði búvaranna. Þá gerir fákeppni á matvörumarkaði bændum ekki auðvelt að halda sínum hlut. Offjárfestingar í verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru bændum og neytendum einnig áhyggjuefni, því búast má við að bæði framleiðendur matvaranna og neytendur þeirra verði kallaðir til að greiða fyrir þau mistök Þar þurfa bændur og neytendur að vera á verði og opnar upplýsingar um verðlag og verðmyndun búvaranna er þar vænlegasta vömin. Þrátt fyrir margvísleg vandamál og áhyggjuefni er góð sala í búvörum en samkvæmt sölutölum fyrir apríl er stöðug aukning í kjötsölu og að sala mjólkurvara hefur aldrei verið meiri og er raunar það mikil síðustu mánuði að ákveðið hefur verið að hækka greiðslumark mjólkur á komandi verðlagsári um tvær milljónir lítra eða í 106 milljónir lítra. Þannig er staða mjólkurmarkaðar góð um þessar mundir en því miður mun fleiri vandamál við að glíma á kjötmarkaði. Framleiðsluaukning umfram eftirspum er í flestum kjöttegundum og óvissa í slátrun, vinnslu og markaðssetningu afurðanna. Hér þarf að ráða bót á og þar reynir á bændur og samtök þeirra en einnig aðra þá sem kallaðir eru að lausn vandans. AT. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 155 Blaðinu er dreift í 6.400 eintökum. Dreifing: íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Bjarlsýiri - allra melna böt í janúar árið 2002 var stofnað félag sem hlaut nafnið Verðandi, félag bjartsýnisfólks í Þingeyjar- sýslum. Félagssvæðið nær yfir 14 sveitarfélög á Norðurlandi eystra, frá Hálshreppi til Þórshafnar- hrepps, og er því ætlað að auka bjartsýni á svæðinu og efla sam- stöðu íbúanna. Félagið dregur nafn sitt af örlaganominni Verðandi, systur Urðar og Skuldar. Þótti vel við hæfi að nafnið tengdist fram- tíðinni, þar sem markmiðið er að stuðla að bættri framtíð íbúanna á svæðinu. í stjóm félagsins sitja fimm konur, Iðunn Antonsdóttir frá Kópaskeri, Júlía Sigurðardóttir, Margrét María Sigurðardóttir og Amfríður Aðalsteinsdóttir frá Húsavík og Hulda Ragnheiður Ámadóttir úr Aðaldal. Það að stjómin skuli eingöngu vera skipuð konum er í raun tilviljun, og er félagsskapurinn öllum opinn, jafnt konum sem körlum. Hugmyndin að stofnun Verðandi kviknaði yfir kaffibolla, eins og svo margar aðrar góðar hugmyndir. Tvær af stofnendum félagsins fengu þá hugmynd að koma á fót þríþrautarkeppni á Húsavík í sumar, og töldu nauð- synlegt að virkja hóp fólks til að hrinda þeirri hugmynd í fram- kvæmd. Þetta vatt síðan upp á sig og ýmsar hugmyndir kviknuðu. Akveðið var að eitt af megin- verkefnum Verðandi yrði að koma því til leiðar að í hverjum mánuði yrði kjörinn „Garpur mánaðarins." Með því sáum við möguleika á að virkja stærra svæði og láta gott af okkur leiða, með því að vekja athygli á öllu því góða og duglega fólki sem býr á okkar svæði. Nú höfum við valið fjóra „Garpa“ sem koma víðs- vegar að af svæðinu. Við höfum farið um bæ og sveitir einu sinni í mánuði og átt ánægjulegar stundir með íbúum hvers svæðis. Dagskráin hefur verið í höndum heimamanna hverju sinni, þar sem ungir sem aldnir fá tækifæri til að koma fram og leyfa gestum að njóta hæfileika sinna. Hver Garpur hefur fengið viðurkenningu, sem unnin er af listamönnum svæðisins, og er það einn þáttur í að virkja það jákvæða sem leynist víða í sýslunum. Eitt af höfuðmarkmiðum okkar, er að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Sem dæmi um það leggja allir sem að Garpakvöldunum koma vinnu sína í té endurgjaldslaust, jafnt listamenn sem aðrir. Einnig hafa sveitarfélög og fyrirtæki lagst á eitt til að gera starf okkar mögulegt, og greiða t.d. Sparisjóður Suður- Þingeyjarsýslu og Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis allan dreifingarkostnað auglýsinga í sveitum, og Húsa- víkur- kaupstaður tekur þátt í auglýsinga- kostnaði á Húsavík. Sveitarfélögin hafa séð um fjölföldun auglýsinga í þeim sveitarfélögum sem ekki hafa fasta auglýsingamiðla. I stuttu máli sagt höfum við mætt velvild hjá öllum þeim aðilum sem við höfum leitað til. Þetta uppátæki okkar hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun, og virðist vekja almenna ánægju meðal íbúanna. Garpatilnefningin hefur m.a. í för með sér að margir íbúar hugleiða í hverjum mánuði hverjir hafi nú gert góða hluti, og hver verðskuldi viðurkenninguna. Það eitt er okkur hollt, að horfa yfir sveitarfélögin 14 og leita að jákvæðum at- burðum! I kjölfar Garpaviður- kenningar hafa einstaklingamir fengið mjög jákvæða umfjöllun um sitt starf og svæði í fjölmiðlum, og var það einmitt það sem vonast var eftir. Tilnefningum frá hinum almenna íbúa fer ört fjölgandi, og vonum við að fljótlega verði það sjálfsagður hlutur að senda Verðandi tilnefningu þegar íbúamir sjá góða hluti gerast á svæðinu. „Að gera góða hluti“ er mjög víðtækt hugtak, t.d. það að vinna persónulegan sigur sem hefur jákvæð áhrif á sam- ferðamenn og samfélag. Það gæti einnig verið að vinna að upp- byggingu atvinnu eða félagsstarfs í sínu sveitarfélagi og fjölmargt annað. I svona starfi er vissulega hætta á að félagið „sofni“. Því er það samdóma álit okkar að endur- nýjun í stjórn félagsins sé nauð- synleg til að ferskir vindar og nýjar hugmyndir streymi í félaginu. Það er von mín að þessi skrif stuðli að nýjum hugmyndum á öðmm svæðum landsins og sýni að við getum sjálf gert svo margt til að aukajákvæðni og bjartsýni !!!! Hulda Ragnheiður Árnadóttir, bóndi og bjartsýniskona, Hraunkoti Samráð framleiðenda og neytenda Markmiðið er að tryggja gæði og heilnæmi matvæla verðar hugmyndir um hvemig vænlegt sé að tryggja matvæla- öryggi og gæði fæðuvara jafn- hliða því að auka áhrif neytenda. „Einn mikilvægur úrbótaþáttur sem segja má að hafi almennt hlotið samhljóma og jákvæðar undirtektir þeirra sem fundinn sátu var verulega aukin áhersla á uppffæðslu unglinga og ung- menna í hinu almenna skólakerfi, bæði í grunn- og framhalds- skólum. Þar er átt við fræðslu um neytendamál og almenna grunn- fræðslu um matvæli og eiginleika þeirra, vamið, umhverfið, næringu, hollustu og heilbrigði. Aukin ljarlægð milli neytenda og framleiðenda gerir það að verkum að auka þarf almenna fræðslu og upplýsingaflæði um uppmna og framleiðsluhætti ýmissa neyslu- vara. Hvaðan mjólkin og fiskurinn koma em viðfangsefni sem ekki eru öllum ungmennum borgarsamfélagsins ljós í dag. Vel upplýstur neytandi með öfluga gmnnþekkingu á eiginleikum og framleiðsluháttum matvæla er frá ffamleiðandans sjónarmiði æski- legur eða auðveldari samskipta- aðili og móttækilegri fyrir raun- sönnum upplýsingum," sagði _ s Gunnar. „Ég veit að vísir að sams konar vinnu er 1 kominn í gang á vegum Utgáfu- og kynningar- deildar Bændasamtakanna, en jákvæð og uppfræðandi umfjöllun í þjóðfélaginu getur skipt sköpum fyrir landbúnaðinn sem stóran matvælaframleiðanda. Þess vegna verða bændur og samtök þeirra að fylgjast grannt með því sem þama er að gerast og víssri verkáætlun sem Fundarmenn voru sammála um að það þyrfti að auka taka frumkvæðið ef því er lögð verður fyrir þekkingu barna og unglinga á landbúnaði og að skipta." árlegan fund land- neytendamálum._____________________________ Ráðherraráð Norðurlandaráðs ákvað fyrir skömmu að koma á víðtæku samráði fulltrúa fram- leiðenda og neytenda um að tryggja framleiðslu matvæla í háum gæðaflokki og heilnæma framleiðsluhætti. Einn liður í því er að auka áhrif neytenda á opinbera stefnumörkun um matvæii, öryggi matvæla og matvælastefnu. Sérstök verk- efnisstjórn, skipuð fuiltrúum frá hverju Norðurlandanna, boðaði nýlega til hugarflugsfundar með fulltrúum neytenda og framleiðenda á Norðurlöndum til þess að ræða og safna saman hugmyndum um vænlegar aðgerðir. Hlutverk verkefnis- stjórnarinnar er að gera tillögu að mark- búnaðar-, sjávarútvegs- og um- hverfisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn verður á Græn- landi í ágúst nk. Uppfrœðsla ungmenna Gunnar Guðmundsson, Bænda- samtökunum, sat fundinn sem haldinn var í Noregi. Gunnar segir að þar hafi komið fram fjölmargar athyglis-

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.