Bændablaðið - 11.06.2002, Page 10
10
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní 2002
Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins:
Fyrir skömmu útskrifaði Garðyrkjuskóiinn 11 nemendur af
blómaskreytingabraut, 7 af garð- og skógarplöntubraut, 15 af skrúð-
garðyrkjubraut og 3 af ylræktarbraut, eða 36 nemendur alls. Margir
nemendur náðu mjög góðum árangri. A blómaskreytingabraut náði
bestum árangri Elísabet Halldórsdóttir með einkunnina 9,1, Anna
Margrét Elíasdóttir var hæst á garð- og skógarplöntubraut með 8,9 í
aðaleinkunn, Ágústa Erlingsdóttir var hæst á skrúðgarðyrkjubraut
með einkunnina 8,6 og Arndís Eiðsdóttir er dúx skólans með ein-
kunnina 9,2.
Garðyrkjumiðstöðin er ekki sjálf-
stæður lögaðili heldur nafn á sam-
starfí sérfræðinga til þjónustu fyrir
íslenska garðyrkju. Sérfræðingar
garðyrkjumiðstöðvarinnar hafa í
þessu samstarfí gefið umsagnir um
hin ýmsu mál, staðið fyrir
málstofum, skrifað greinar í blöð
og tímarit, tekið að sér þjónustu-
Glæsilegur útskriftarhópur.
Tími breytinga
í skólaslitaræðu sagði Sveinn
að síðustu tvö árin hefðu verið tími
mikilla breytinga í skólanum.
„Skrifað var undir samning um
opnun Garðyrkjumiðstöðvar ís-
lands að Reykjum í október árið
2000, og rættist þá langþráður
draumur garðyrkjustéttarinnar um
eina þekkingarmiðstöð í garðyrkju
í stað a.m.k. þriggja áður. Það voru
Bændasamtök Islands og Samband
garðyrkjubænda sem tóku höndum
saman með Garðyrkjuskólanum
um að mynda þessa miðstöð,"
sagði Sveinn.
í kjölfar gildistöku samningsins
fluttu garðyrkjuráðunautar Bænda-
samtakanna, þeir _ Garðar R.
Árnason og Magnús Á. Ágústsson,
starfsemi sína að Reykjum sem og
skrifstofa og framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda. Nú-
verandi framkvæmdastjóri Sam-
bands garðyrkjubænda er Haukur
Sigurðsson. „Þetta samstarf er ný-
mæli í íslenskum landbúnaði og
starfið hingað til lofar mjög góðu.
verkefni og margt fleira sem of
langt mál yrði að telja upp hér.
Garðyrkjuskólanum er gífurlegur
styrkur af þessu starfi. Sér-
fræðingar Bændasamtakanna hafa
komið að kennslu og tilraunum við
skólann og verið mikils metnir
bæði af nemendum og samstarfs-
mönnum sínum. Starfíð er
spennandi tilraun sem hefur vakið
verðskuldaða athygli, og ég leyfi
mér að segja öfund starfsbræðra
minna á Norðurlöndunum þar sem
ég hef kynnt starfsemina. Garð-
yrkjumiðstöðin er komin til að
vera. Fyrsti áfangi byggingar til að
hýsa þessa starfsemi var tekinn í
notkun í október 2000 og vonir
standa til að hægt verði ganga frá
málinu í ár þannig að byggingin
Ep hægt afi fá einkaleyfi á Feta nafninu?
Grikkland hefur sótt um einkaleyfí á því að nota Feta nafnið á
osta og ef af verður (sem allt bendir til) má eingöngu nota geita-
eða sauðfjármjólk í ostagerðina. Búist er við hörðum viðbrögðum
frá öðrum löndum sem hafa framleitt ostana með hreinni
kúamjólk eða mjólkurblöndum. Samkvæmt rannsóknum sem
gerðar hafa verið í Þýskalandi og Danmörku hafa sjálfír
Grikkirnir átt erfítt með að halda sjálfír eigin viðmið og innihalda
hinir sk. grísku Feta-ostar bæði kúamjólk og plöntuolíur. Þannig
féll um helmingur rannsakaðra grískra Feta-osta í þýsku
rannsókninni og myndu samkvæmt ofansögðu því ekki mega
heita Feta-ostar!
Heimild: MaskinBIadet Online, 3.6.02/SS
geti risið næsta ár. Annars er hætt
við að þessi lofsverða tilraun til
aukinnar þjónustu við atvinnu-
greinina renni út í sandinn og
samstarfsaðilarnir kippi að sér
áður útréttri hendi. Málið er það
alvarlegt að stjórnvöld verða að
liðsinna þessu verkefni af fullum
þunga," sagði skólameistari.
Ný háskólabraut
Garðyrkjuskólinn starfar sam-
kvæmt nýjum lögum um búnaðar-
fræðslu. „Þar er viðurkennt rann-
sóknahlutverk skólans og heimild
til að stofna til kennslu á háskóla-
stigi auk fjölda annarra nýmæla.
Sl. sumar var námskrá nýrrar
háskólabrautar í garðyrkjufram-
leiðslu samþykkt, en hún er skipu-
lögð í samvinnu við líffræðiskor
Háskóla Islands samkvæmt sér-
stöku samkomulagi við háskólann.
Vonir standa til að hægt verði að
hefja kennslu í haust á þessari
braut."
Sveinn sagði ýmsar breytingar
framundan. „Eftir miklar umræður
í stjómsýslunni hefur náðst sátt um
að stefna að reglugerð um sveins-
próf í garðyrkju, til að byrja með á
garð- og skógarplöntubraut en
síðar vonandi á fleiri náms-
brautum. Hér skiptir meginmáli að
vilji skólans og stéttarinnar hefur
verið skýr. Endurskoðuð námsskrá
fyrir starfsmenntabrautir skólans
tekur gildi í haust og nám á blóma-
skreytingabraut hefur verið lengt í
4 annir frá og með haustinu. Nýtt
verknámshús skrúðgarðyrkjunnar
var tekið í notkun í janúar 2001 og
hefur gjörbreytt allri aðstöðu til
verklegrar kennslu. Einnig verður
boðið upp á fjamám á 4 brautum
skólans frá og með næsta hausti á
þeim hraða sem hentar nemendum,
og er það nýmæli sem ég vona að
mælist vel fyrir."
Endurmenntun skógarbœnda
í máli skólameistara kom fram
að í fyrra hefði verið ritað undir
samning um endurmenntun skógar-
bænda á Suðurlandi. Námið,
Grænni skógar á Suðurlandi,
stendur yfir í 3 ár og er metið til
eininga við Garðyrkjuskólann. Ný-
lega var svipuð námsleið tryggð
fyrir norðlenska skógarbændur
með þátttöku sömu aðila og á
Suðuriandi. í stað Suðurlands-
skóga taka Norðurlandsskógar,
hliðstætt landshlutabundið skóg-
ræktarverkefni, þátt í verkefninu. í
tengslum við þetta nám var skrifað
undir samninga við skógræktar-
skóla í Noregi og Svíþjóð sem
tryggja íslenskum skógarbændum
aðgang að fræðslu í þessum höfuð-
vígjum skógræktar á Norður-
löndunum.
Dekk
meö
slöngu
Fyrir
heyvinnuvélar
Margar stærbir
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911
www.poulsen.is
Amerfsk gæða
framleidsla
t £i
va
30-450
Iftrar
Umboðs-
menn um
land allt
RAFVORUR
ARMUll 5 • RVK • SIMI 568 6411
Meúhiiiiilliiii ájúgur-
búlgu rnú sýklalyúimi
Arangur
Meðhöndlun á júgurbólgu með
sýklalyfjum skilar því miður oft ekki
þeim árangri sem vænst er, en fullkomin
iækning er þó alls ekki útilokuð.
Lykillinn að árangri er að rétt sé að
meðhöndluninni staðið. En hvert tilfelli
er sérstakt og engin aðferð sú eina rétta.
Þegar um er að ræða bráða júgur-
bólgu þarf að hefja lyfjagjöf sem allra
fyrst. I öðrum tilfellum getur verið
skynsamlegt, út frá hagkvæmnis-
sjónarmiði, að bíða með meðhöndlun
fram að geldstöðu. En litlar líkur eru á
að mcðhöndlun skili árangri þegar um er
að ræða kýr sem eru með langvarandi
sýkingu í mörgum júgurhlutum.
Góður árangur sýklalyfja-
meðhöndlunar byggist á því að notuð séu
lyf sem viðkomandi sýkill er næmur fyrir
og á þann hátt og í þann tíma sem mælt
er fyrir um. I þessu skyni er mikilvægt
að taka spenasýni áður en sýklalyf eru
gefín og senda þau til ræktunar á sýklum
og athugunar á lyfjanæmi. Líkur á
góðum árangri má stundum auka með
því að lengja tíma meðhöndlunarinnar
en styrkur lyfja umfram ráðlagðan
skammt hefur ekki bætandi áhrif og er
það því óhagkvæmt.
Það er sjaldgæft að meðhöndla þurfí
júgurbólgu með sýklalyfjum í meira en
fímm daga. I alvarlegum tilfellum getur
þó þurft að meðhöndla í lengri tíma en
oft er hægt að miða við að hætta lyfjagjöf
þegar átlyst er komin í eðlilegt horf og
nyt farin að aukast þó að júgrið sé enn
bólgið og strimlar í mjólkinni.
Bóigubreytingarnar orsakast af
skemmdum sem sýkingin veldur á júgur-
vefnum og viðbrögðum varnarkerfís
kýrinnar gegn sýkingunni. Sýklalyfin
hjálpa til við að ráða niðurlögum
sýkingarinnar, en hafa ekki áhrif á
bólguna. Varnarkerfið heldur áfram að
starfa þó að sýklunum hafi verið eytt og
júgrið getur þess vegna verið bólgið í
nokkurn tíma á eftir. Bólgan er ekki
vísbending um að sýking sé enn til staðar
og að lyfjameðhöndlunin hafí ekki haft
áhrif.
Hagkvœmni
í bráðum alvarlegum júgurbólgu-
tilfellum hefur sýklalyfjameðhöndlun
oftast góð áhrif. Þó að ekki náist alltaf
fullkominn árangur dregur í það
minnsta oftast úr einkennum. Hefja þarf
meðhöndlun eins fljótt og kostur er.
Spenasýni ætti að taka í öllum tilfellum
af alvarlegri júgurbólgu og ef í ljós
kemur að lyfið sem byrjað var að nota
hefur ekki virkni gegn viðkomandi sýkli
þarf að skipta um lyf. Þegar orsök
júgurbólgunnar eru stafylokokkar eða
streptokokkar hafa sýklalyf oftast áhrif,
en öðru máli gcgnir þegar um
júgurbólgu af völdum kólísýkla er að
ræða. 1 slíkum tilfellum þarf að grípa til
annars konar meðhöndlunar.
Meðhöndlun á vægum langvarandi
júgurbólgutilfellum með sýklalyf jum,
ber oftast ekki árangur og er því ekki
hagkvæm.
Rétt er að hafa dýralækni alltaf með í
ráðum þegar ákvörðun er tekin um hvað
skuli gera þegar kýr fær júgurbólgu og
mikilvægur grundvöllur réttrar
ákvörðunar eru upplýsingar um hvort
kýrin hefur fengið júgurbólgu áður,
hvernig hún var meðhöndluð og hvernig
til tókst.
Til að meta árangur
meðhöndlunarinnar þarf að skrá
upplýsingar um hvenær júgurbólgunnar
varð fyrst vart og hvernig frumutalan
þróast eftir að meðhöndlun lýkur, og ef
júgurbólgan blossar upp aftur þarf að
skrá hvenær það gerisL Það er mikilvægt
að hafa í huga að venjulega er
frumutalan ekki komin í eðlilegt horf
fyrr en í fyrsta lagi þremur til fjórum
vikum eftir að meðhöndlun hófst.
Einföld aðferð til að meta lauslega
hvort áhrif júgurbólgu á afkomu búsins
fer vaxandi eða minnkandi er að skrá
niður hversu mikið magn af framleiddri
mjólk er ekki lagt inn vegna júgurbólgu
og reikna út hversu stór hluti þetta er af
heildarframleiðslu ársins og bera hlut-
fallið saman á milli ára. Einnig gefur
skráning á öllum júgurbólgutilfellum og
lyfjameðhöndlun gagnlegar
vísbendingar.
Hvanneyri, júní 2002,
Auður Lilja Arnþórsdóttir,
dýralœknir júgursjúkdóma.