Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 21
Þriðjudagur ll.júm'2002 BÆNDABLAÐIÐ 21 Kynningarfundur á forritum BÍ Kynningarfundur á forritum BÍ á vegum Bændasamtaka íslands og Búnaðarsamtaka Vesturlands verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 10:00 á Hótel Borgarnesi. Jón B Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, og héraðsráðunautur frá Búnaðarsamtökum Vesturlands sjá um kynninguna. Dagskrá: kl. 10.00 Fjárvís - forrit fyrir sauðfjárbændur. Einnig rætt um vinnu við nýtt forrit fyrir sauðfjárbændur á netinu kl. 11.00 NPK-jarðræktarforrit. kl. 12.00 ÍSKÝR - forrit fyrir kúabændur. Einnig rætt um vinnu við gerð gagnagrunns í nautgriparækt á netinu. kl. 13.00 WorldFengur - ættbók íslenska hestsins. Á fundinum verða ofangreind forrit kynnt og hvað sé framundan í þróun forritanna hjá Bændasamtökunum. Þá verður óskað eftir óskum bænda í þessum efnum til að fá fram þeirra sjónarmið. Allir velkomnir. Vinsamlega látið vita um þátttöku á skrifstofu Búnaðarsamtakanna s. 4371215 eða með tölvupósti (netfang: buvest@vesturland.is). Kaffi og meðlæti, súpa og brauð í boði Bændasamtaka íslands. landbunadur.is Handverksmenn í sveitum landsins! Hvernig væri að selja handverkið á netinu? Handverksfólki í sveitum býðst að nota landbúnaðarvefinn til að selja verk sín. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við Áskel í síma 893 6741 - 563 0375 sem allra fyrst. Tölvupóstur ath@bondi.is Frjósemin sífellt vaxandi Ekki er annað að heyra á sauðfjárbændum í Skagafirði en að þeir beri sig nokkuð vel eftir sauðburðinn. Tíðarfar var þokkalegt, að vísu kalt fram eftir maí en eftir kosningahelgina brá til hlýinda þannig að gróður tók vel við sér og gróður í úthaga var kominn vel af stað upp úr mánaðamótum. Frjósemi fjárins virðist víðast hafa verið svipuð, eða jafnvel meiri en áður. Nú telst vart til tíðinda þótt ær séu þrílembdar, miklu frekar þegar ær bera fjórum Iömbum en frétta- maður hefur nokkrar spurnir af slíku. Þá er vitað um eitt tilfelli þar sem veturgömul ær bar þremur lifandi lömbum, nokkuð sem er afar fátítt. Hins vegar er hætt við að þar sem fæðast um og yfir tvö lömb á hverja á komi það eitthvað niður á meðal- þunganum í haust. Hér má sjá þær Maríu og argréti með nýfædda gemlingsþrflembinga í Fljótum á dögunum./ÖÞ. Fegurri sveiflr Verkefnið Fegurri sveitir er sem kunnugt er átaksverkefni á vegum landbúnaðarráðuneytis um hreinsun á landi og fegurri mannvirki, með áherslu á sveitir landsins. Sumarið 2002 leggur verkefnis- stjóm Fegurri sveita áherslu á áróður fyrir bættri umgengni, heimsóknir til bænda, fræðslu og ráðgjöf í vatnsveitu- og frá- rennslismálum, vandað fræðslu- efni. Öll sveitarfélög landsins, og aðrir er málið varðar, fá möppu með aðgengilegu fræðsluefni um umhverfismál í sveitum. Einnig verður veitt aðstoð við greinargerðir, en í bráðabirgða- ákvæði III segir að sveitarstjómir skuli eigi síðar en árið 2002 hafa lokið úttekt á ástandi skv. 44. grein nýju náttúmvemdarlaganna og skilað Náttúmvernd ríkisins greinargerð þar að lútandi. Loks er lögð áhersla á tengingu við gæða- stýringarverkefni, svo sem í sauð- fjárrækt, búsáætlanagerð, góða samvinnu við ráðunauta, spilli- efnanefnd, úrgangsnefnd, Hollu- stuvernd, félagasamtök og aðra tengiliði. fóður Smáauglýsingar Bændablaðsins 5630300 Þú fellur aldrei á tíma - í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans Greiðslubyrði fólks sveiflast iðulega milli mánaða og hjá öðrum sveiflasttekjurnar einnig. Þegar endar ná ekki saman vill raunin oft verða sú að fólk dregur að greiða einhverja reikninga og endar síðan í vítahring dráttarvaxta og vanskila. ... í stað þess að greiða vexti Komdu skipulagi á fjármálin á einfaldan og þægilegan hátt með útgjaldadreifingu Búnaðarbankans. Þú losnar við sveiflur í útgjöldum milli mánaða, sleppur við dráttarvexti og átt jafnvel góðan afgang. 0 Heimilislínan ^ ■ >■ -fjármálin I öruggum höndum $) BÚNAÐARBANKINN -traustur banki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.