Bændablaðið - 11.06.2002, Side 23

Bændablaðið - 11.06.2002, Side 23
Þriðjudagur ll.júní2002 BÆNDABLAÐIÐ 23 Jónatan Hermannsson tilraunastjóri á Korpu: Kornræktarmenn eiga mikla míiguleika Kornrækt er mjög vaxandi bú- grein hér á landi og margir halda því fram að hún sé einn helsti vaxtarbroddur í hefð- bundnum búskap á íslandi enda ónýttir möguleikar hennar miklir. Undir þetta tekur Jónatan Hermannsson, jarð- ræktarfræðingur og tilrauna- stjóri Korpu, einn helsti sér- fræðingur landsins í kornrækt. Hann segir að nú séu fluttar til landsins 60 til 70 þúsund lestir af byggi eða sambærilegu komi til kjamfóðursgjafar. Ræktunin innan- lands var á milli 6 og 7 þúsund lestir í fyrrasumar. Hann segir að í raun mæli ekkert á móti því að hægt sé að rækta innanlands allt það kom sem þörf er á. Mögu- leikamir séu það miklir að ræktunin gæti tífaldast. „Ég sé því ekkert til fyrirstöðu. Landið er fyrir hendi og kunnáttan líka en því menn hafa smátt og smátt verið að læra að rækta kom. Hér er um að ræða atvinnuveg sem krefst kunnáttu, þekkingar og æfingar. Með því að fara rólega af stað fara menn ekki fram úr sjálfum sér og taka ekki til við að rækta kom fyrr en þeir kunna það," segir Jónatan. Kynbœtt yrki Hann segir komrækt mjög vaxandi hér á landi, enda þótt hitafar á íslandi sé á mörkum þess að dugi til komþroska. Þetta er fyrst og ffemst vegna þess að síðustu ár hefur verið unnið að ýmsum rann- sóknum í þágu komræktar. Meðal annars hefiir bygg verið kynbætt til að laga það að íslenskum aðstæðum. „Fyrsta yrkið sem við höfum kynbætt hefur verið í sölu í tvö til þrjú ár. í ár vom flutt inn 120 tonn af sáðkomi sem ræktað var fyrir okkur í Svíþjóð. Það þýðir að því hefur verið sáð í um 600 hektara. Það er tæpur þriðjungur þess lands sem sáð er í á landinu. Þær kynbætur sem gerðar eru hér á landi miða að því að gera byggið fljótþroska og vindþolið. Þetta er bara það fyrsta af mörgum kynbættum yrkjum sem eru á leiðinni, en þetta fyrsta kynbætta yrki gengur ekki vel alls staðar á landinu. En þegar koma fleiri kynbætt yrki munu þau duga betur á öðmm stöðum," segir Jónatan. Um það bil þriðjungur af því komi sem ræktað er í landinu er af þessu íslenska kynbætta komi. Þegar fleiri afbrigði koma á markaðinn, sem em löguð að veðurfari og öðmm aðstæðum í hinum ýmsu sveitum, mun hlutfall íslensks kynbætts yrkis vaxa stór- lega. Norskt korn dugar vel Jónatan segir að sumstaðar á landinu geti erlend ókynbætt afbrigði, sem em annað hvort úr Þrændalögum í Noregi eða úr Suður-Svíþjóð, gengið ágætlega. Sérstaklega sé það á Norðurlandi sem komið ffá Þrændalögum henti ágætlega, en það dafnar ekki eins vel Sunnanlands. „Sú mikla uppskera og ágæti árangur sem Norðlendingar hafa náð í komræktinni hefur orðið á byggi úr Þrændalögum. Þrænda- lagakomið er allt sexraða og skilar mikilli uppskem við góðar að- stæður. Það er viðkvæmt fyrir veðri og hefur ekki gengið vel á Suðurlandi. Það kom hefur ekkert verið kynbætt hér á landi. Yrkið sem við höfum kynbætt hentar betur til ræktunar á Suðurlandi. Sunnlendingar þurftu að leita allt suður á Skán í Svíþjóð til að finna nógu veðurþolin afbrigði, en þau em eðlilega full sein." Mest kornrœkt á Suðurlandi Áður fyrr var komrækt langmest stunduð á Suðurlandi. Nú er kom ræktað um allt land. Síðastliðið sumar var kom skorið á um það bil tvö þúsund hektumm á landinu öllu og uppskeran 6 til 7 þúsund lestir sem er um 10% af notkun kolvetnakjamfóðurs í landinu. Um það bil 45% vom ræktuð á Suðurlandi, 35% á Norðurlandi, 15% á Vesturlandi og 5% á Austurlandi. Að meðaltali var uppskeran mest á Norðurlandi af flatareiningu. Komið sem skorið er hér á landi er nær eingöngu notað sem fóðurbætir fyrir kýr og svín. Örlítið af kominu fer þó til manneldis. Áhugasamir áheyrendur hlusta á Jónatan á fræðslufundi um kornrækt sem efnt var til á Korpu á liðnu ári. LANDSTÓLP1 - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfí • Innréttingar og básadýnur - ath! bæði í legubásafjós og básafjós. • Steinrimlar og flórsköfukerfi í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - í nýjar og eldri byggingar Lárus Arnar Bjarni s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 9190 Bændur græða landið Samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda um uppgræðslu heimalanda Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu "Bændur græða landið". Þátttökuskilyrði eru: -að fyrirhugað uppgræðslusvæði sé lítt eða ógróið -að beitarálag sé hóflegt að mati Landgræðslunnar. Nánari upplýsingar veita héraðsfulltrúar Landgræðslunnar: Sigþrúður Jónsdóttir, Árnesi, s.486 6123 Friðrlk Aspelund, Hvanneyri, s.437 0000 Bjarni Maronsson, Hólum, s.455 6372 Stefán Skaftason, Húsavík, s.464 1924 Guðrún Schmidt, Egilsstöðum, s.471 2121 Elín H. Valsdóttir, Klaustri, s.487 4875 Garðar Þorfinnsson, Gunnarsholti, s.488 3000 Sjá ennfremur heimasíðu Landgræðslunnar www.land.is Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. í umskókn skal tilgreina nafn og kennitölu umsækjanda, jörð, síma og sveitarfélag. Umsóknir berist til Sigþrúðar Jónsdóttur Árnesi, Gnúpverjahreppi, 801 Selfoss. netfang: sigthrudur@land.is BALEÞACK Sambyggó rúllu- og pökkunarvél Eigum fyrírliggjandi á lager DEUTZ-FAHR Balepack MP-130: Balepack MP-130 samstæður til afgreiðslu strax. Alsjálfvirk vél Breið sópvinda, 2,10 m SérstaRt IMui 9 VA/I fífífí Söxunarbúnaður og mötunarvals tilhoösverö illft Tveirpökkunararmar Tandem öxlar og flothjólbarðar Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts og miðað við gengisskráningu 5. júní 2002 REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 ÞÓR HF DEUTZ REYKJAVfK - AKUREYRI FAHR RANI HÁGÆÐA RÚLLUBAGGAPLAST BINDIGARN NET ATHUGIÐ VERÐ OG GÆÐI BALDUR SF SÍMI4831310; 4831237 FAX 4831311 Net: kumbald@mmedia.is Fyrlrtæklð (slensk Qallagrös ehf óskar eftlr að kaupa Qallagrös af bændum og landelgendum. Grösin þurfa að vera þurr og hrelnsuð. Nánari upplýslngar veltlr Slgrfður Baldursdóttlr f sfma 570 7916.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.