Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 25.júní 2002 F.v. Ralf Kruppa, Eva og Markus Fenner, forstjóri þýska innflutnings- og framleiðslufyrirtækisins Richard Behr & Co. Lengst til hægri er Sigríður H. Sigurðardóttir, Norðurkoti í Miðneshreppi. Þetta er í fyrsta skipti sem Eva kemur til íslands. Seldi íslenskar dúnsængur í Þýska- landi og fékk íslandsferð í verfilaun! Fyrir skömmu var hér á landi þýsk kona, Eva Ebel, sem hafði unnið til verðlauna í Þýskalandi fyrir að selja ótrúlega margar æðardúnsængur. Vcrðlaunin fékk hún frá þýska fyrirtækinu Richard Behr í Kaltenkirchen í Norður-Þýskalandi, en þetta fyrirtæki þekkja margir dúnbændur enda hefur það keypt af þeim dún í fjölda ára. Verslunin þar sem Eva starfar er hluti af þýsku verslunarkeðjunni Danisches Betterlager lager, sem þekkt er hér á landi sem Sængurfatalagerinn. Keðjan rekur um 350 verslanir í Þýskalandi. Framleiðsla á sængum og koddum úr íslenskum æðardúni er að sjálfsögðu aðeins brot af því sem Richard Behr & Co. framleiðir en ljóst var að forstjórinn, Markus Fenner, leggur mikið upp úr því að geta boðið viðskiptavinum upp á dúnsængur eins og þær gerast bestar og að sjálfsögðu kemur æðardúnninn frá íslandi. „Eftirspurnin hefur dregist saman á síðustu 2-3 árum. Ástæðan er einfaldlega sú að almenningur í Þýskalandi hefur ekki eins mikið fé handa á milli og áður var.“ sagði Markus í samtali við blaðið. Þessi samdráttur varð til þess að Richard Behr fór ýmsar leiðir til að hvetja starfsmenn þeirra verslana sem selja vörur fyrirtækisins til að standa sig betur. Eva var sá sölumaður fyrirtækisins sem seldi langmest af æðardúnssængum og fyrir það var hún verðlaunuð. Eva sagði að það væri í sjálfu sér enginn leikur að selja þessar sængur því auk þess að vera dýrar þá væri almenningur ekkert sérstaklega vel að sér um gæði íslensks æðardúns. Hins vegar væri hefð fyrir góðum sængum í Þýskalandi og á toppnum væru æðardúnssængur. Þá greip Richard Behr til þess ráðs að útbúa sérstaka myndskreytta, læsta glerskápa fyrir æðardúnssængumar. „Þannig vildum við leggja áherslu á að þetta er lúxusvara," sagði Markus. í skápunum er lfka sýnishorn af æðardúni ásamt bæklingi sem gefur upplýsingar um æðarfuglinn, uppruna dúnsins og leiðbeiningar um hvernig fara skal með sængurnar. Æðardúnslíki frá Asíu Samkeppnin er hörð. Þannig hefur orðið vart við nokkurs konar „æðardúnslíki" frá Asíu sem margir kaupendur falla fyrir. Fram kom að þetta væri andadúnn sem hefði viss einkenni æðardúns svo sem lit, áferð og einhverja viðloðun en stendur gæðum æðardúns langt að baki. Merkimiðinn sem framleiðandinn lætur fylgja er afar villandi og má hiklaust flokka það undir vafasama viðskiptahætti að líkja þessu við æðardún. „Þama er hætta á ferðum sem æðarbændur verða að fylgjast vel með.“ Eva kom hingað til lands í för vinar síns, Ralf Kmppa. Þau skoðuðu íslenskt æðarvarp og hreinsun og meðferð æðardúns hér á landi áður en hann er fluttur út. Að sjálfsögðu fóru þau einnig um hefðbundnar ferðamannaslóðir, svo sem á Þingvöll, að Gullfossi og Geysi og víðar. Þjóðverjarnir virtust stórhrifnir af landi og þjóð og þakklátir fyrir fræðandi ferð og góðar móttökur. Hver veit nema Eva Ebel selji enn fleiri sængur þegar fram líða stundir! fipunur um að víða sé paf- lögnum á sveítabýlum éfétt Um þessar mundir eru faggiltar skoðunarstofur í umboði Lög- gildingarstofu að skoða raflagnir sveitabýla um allt land. Niður- stöður þessara skoðana verða síðan gefnar út í upplýsingariti sem dreift verður á öll sveitabýli landsins síðar á þessu ári. „Við létum skoða raflagnir á sveitabýlum víðs vegar um landið á síðasta ári og emm enn að. Við höfum ekki farið á hvem bæ held- ur verið með ákveðið úrtak og emm nú búnir með öll landssvæði nema Suðvesturhomið. Þegar skoðun þar er lokið gefum við út skýrslu, svipað og við gerðum eftir skoðun á raflögnum í hesthúsum landsins árið 2000. Þegar yfir- ferðinni er lokið sjáum við hvemig ástandið er og getum leiðbeint fólki um úrbætur. í framhaldinu munum við kanna hvort þessi út- tekt og skýrslugerð okkar hafi haft eitthvað að segja," sagði Snæbjöm Kristjánsson, deildarsérfræðingur rafmagnsöryggisdeildar Lög- gildingarstofu. Hann var spurður hvort þeir væm famir að sjá hvemig ástandið væri samkvæmt þeim úttektar- skýrslum sem komnar væru inn. Hann sagði að ekki hefði enn verið farið markvisst ofan í skýrslumar. „En samkvæmt því litla sem ég hef skoðað af skýrslunum gmnar mig að ástæða sé til að ætla að víða sé pottur brotinn í þessum efnum." Jarðtengingar gripahúsa Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands fyrir skömmu var borin upp tillaga um að kanna hvort ekki ætti að breyta lögum um jarð- tengingar gripahúsa á þann veg að aðskildar verði jarðtengingar raf- magnstækja annars vegar og burðar- virkis, beisla og flóra hins vegar. Um þetta urðu miklar umræður á fundinum. Þess vegna var ákveðið að senda fyrirspum til Lög- gildingarstofu um málið. í svari Snæbjarnar Kristjáns- sonar til Búnaðarsambands Suður- lands segir hann að í reglugerð um þetta mál komi fram að tengja beri saman alla leiðandi hluta rafbúnaðar og leiðandi hluta utan raflagna sem húsdýr geti komist í snertingu við. „Ástæðan fyrir því að gerð er krafa um að allt jámavirki gripa- húsa og jarðtenging (varnarleiðari) rafmagnstækja sé tengt saman er að koma í veg fyrir að spennumunur myndist á milli leiðandi hluta, þ.e.a.s. passa að það sé sama spenna á leiðandi ytra byrði rafmagnstækja og annar leiðandi hluta (málmhluta) í umhverfinu. Ef tveir hlutir með mismunandi spennu em snertir á sama tíma fer straumur að renna í gegnum þann (t.d. húsdýr eða maður) sem snertir hlutina og verður viðkomandi þá fyrir raflosti. Húsdýr em eins og kunnugt er mjög viðkvæm fyrir rafmagni.“ Aðspurður sagði Snæbjöm að samkvæmt skráningum Lög- gildingarstofu á ámnum 1970 til 2002 hafi drepist 99 húsdýr af ástæðum sem rekja má til raf- magns. Af þeim drapst 31 húsdýr vegna lélegra og/eða ófullnægjandi spennujöfnunar/jarðtenginga. „Það segir sig því sjálft að hugmyndir um að draga úr því öryggi sem jarðtengingin skapar væri mikil afturför. Það myndi jafnframt stefna öryggi fólks og húsdýra í hættu og væri skýlaust brot á lögum.“ sagði Snæbjöm Kristjáns- son. Sláturhús Norðlenska á Húsavík: Ný flæOilína tekin 1 notkun íflaust Flæðilínur þær sem Marel fann upp og smíðaði fyrir frystihús í landinu ollu byltingu í fisk- vinnslunni. Nú hefur fyrirtækið hannað flæðilínur fyrir kjöt- skurð í sláturhúsum sem byggja á sömu hugmyndum og frysti- húsaflæðilínurnar. Sláturhús Norðlenska á Húsa- vík er að fá eina slíka flæðilínu og sagði Jón Karl Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska á Húsa- vík, að gert væri ráð fyrir að flæði- línan yrði komin upp þegar slátur- tíð hefst í haust. Jón Karl sagði að gert væri ráð fyrir að flæðilínan myndi stórauka afköst í sláturhúsinu því hún auð- veldi alla vinnu. Þess vegna ætti að nást betri árangur og vinnan að verða léttari. Hann sagði ekki gert ráð fyrir að fækka starfsfólki heldur að auka vinnsluna. Það er Marel sem á hugmynd- ina að flæðilínunni og kynnti hana fyrir forráðamönnum Norðlenska sem leist svo vel á að ákveðið var að kaupa eina slíka. Úttilutun úp Pokn- sjéði vepslunnp- innnp Ul land- gpæfisluvepkefna Við úthlutun úr Pokasjóði í byrjun mánaðarins hlutu nokkur landgræðsluverkefni styrk. Landgræðslufélagið við Skarðs- heiði hlaut 6 milljónir króna til uppgræðslu undir Hafnarfjalli og Húsgull á Húsavík fékk 3 milljónir króna til uppgræðslu á Hólasandi, en þessi verkefni voru meðal þeirra fjögurra verkefna sem hæstu styrkina hlutu. Einnig fékk Landgræðslu- félag Biskupstungna styrk til uppgræðslu á Biskups- tungnaafrétti, Landgræðslu- félag Héraðsbúa fékk styrk til uppgræðslu við Sænautasel og Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum fékk styrk til uppgræðslu á illa förnu heima- landi. Frá stofnun 1995 hefur fé úr Pokasjóði einkum runnið til um- hverfismála en nú vom í fyrsta sinn veittir styrkir til verkefna á sviði menningar og lista og íþrótta- og útivistarmála. Alls var úthlutað úr Pokasjóði verslunar- innar 43 milljónum króna til 51 verkefnis. Miðað við núvirði hefur Pokasjóður úthlutað nærri 220 milljónum króna frá því að hann var stofnaður fyrir 7 ámm. /Landgr. TRAKTORSDEKK í MIKLU ÚRVALI AKUREYRI, S. 462-3002 FELLABÆ, S. 471-1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.