Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 25.júrtí 2002 færður um að markaður sé hér á landi fyrir túrbínur af þeirri gerð sem seldar voru utan - ef íslenskir bændur færu að virkja. Þess má geta að það voru bændur sem keyptu túrbínurnar sem fóru til Noregs. Góðar aðstœður á íslandi „Það eru allar aðstæður hér á landi fyrir bændur að fara út í raforkuframleiðslu. Það fer hins vegar allt eftir því hvemig um- hverfi stjómvöld búa þessari grein hvernig til tekst og hvort fram- leiðslan verður arðbær," sagði Elliði og bætti því við að eins og nafn fyrirtækisins bæri með sér væri smíði fiskvinnsluvéla aðal- verkefni fyrirtækisins. Smíði túr- bína væri - og yrði áfram - upp- fyllingaverkefni. Smíða oy selja túr- bínur til Græn- lands oy Noreys Fyrirtækið Fiskvélar í Garðabæ smíðaði nýlega túrbínur og seldi til Noregs. I fyrra seldi fyrir- tækið Stefáni Magnússyni hreindýrabónda á Grænlandi eina slíka. Elliði Hreinsson framkvæmdastjóri Fiskvéla ehf. sagði í samtali við Bændablaðið að Fiskvélar hefðu hafið sam- starf við tvö fyrirtæki. Annað er í Noregi en hitt í Svíþjóð. stöð hjá Ólafi Eggertssyni á Þor- valdseyri en að öðru leyti hefðu þeir ekki smíðað túrbínur fyrir Is- lendinga enn sem komið væri. Hann sagðist hins vegar sann- MikiU markaður erlendis „Við munum selja framleiðslu þessara fyrirtækja en þau fram- leiða túrbínur fyrir lágfall, en við bjóðum túrbínur fyrir háfall. Það er greinilega mikill markaður í Noregi fyrir háfallstúrbínur eins og okkar þannig að við erum rétt að fara af stað. Ég reikna með því að þetta geti orðið umtalsverð fram- leiðsla hjá okkur," sagði Elliði. Hann var spurður hvort fyrirtækið hefði ekkert framleitt af túrbínum fyrir innanlandsmarkað. Elliði sagði að fyrirtækið hefði komið að því að endurbyggja raf- Elliði Hreinsson með túrbínuhjól. IS1997187396 Er til afnota að Litla-Ármóti, rétt austan við Selfoss, i fyrir þá sem kjósa léttbyggð, auðtamin, flink, viljug og hágeng hross. ygj Clóbrúnn (gefur leirljóst /moldótt) F: Gustur frá Hóli M: Kvika frá L-Ármóti MF: Stígur, Kjartansst. Upplýsingar í símum: 482-1057 og 846-1535 Starfsmaður óskast Útgáfu- og kynningarsvið Bændasamtaka íslands óskar eftir því að ráða starfsmann til að annast margs konar verkefni á vegum deildarinnar. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á íslenskum landbúnaði og/eða menntun á því sviði. Góð töluþekking áskilin. Umsækjendur eigi auðvelt með að tjá sig jafnt í ræðu og riti. Starfið hentar jafnt konum og körlum. Nánari upplýsingar gefur Áskell Þórisson í síma 563 0375. Umsóknarfrestur ertil 5. júlí nk. Umsóknir skulu sendar Bændasamtökum íslands, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Útgáfusvið. Atvinnuumsókn. Helgi Þorsteinsson í varpinu. Á stóru myndinni má sjá hvernig „hús“ Helgi hefur smíðað handa iandsetum sínum en á þeirri litlu hugar Helgi að hreiðri. > Eitt þétthvlasta varpland æðarfugls á Islandi er án efa í landi Ytra-Nýpis í Vopnafirði, en þar býr Helgi Þorsteinsson ásamt Guðbjörgu Öldu Sigurðardóttur og börnum þeirra hjóna. í litlum hólma í ósum Selár er talið að séu um 1000 hreiður. Upphaf æðar- byggðar í hólmanum má rekja nokkra áratugi aftur í tímann þegar faðir Helga og systkini hans byrjuðu að laða fuglinn að hólmanum. Fyrir voru örfá pör en með alúð og umhyggju tókst að byggja upp myndarlegt æðarvarp. Eins og sjá má á myndinni hefur Helgi smíðað „hús“ handa fuglunum og var ekki annað að sjá en þeir kynnu vel að meta híbýli sín. Helgi sagði að vargur væri umtalsvert vandamál. „Það er hagsmunamál sveitarfélaga að þessi grein búskapar gangi vel. Þau hafa skyldum að gegna gagnvart mink og ref en tlugvargurinn er eilífðarmál. Óviljandi standa mörg sveitarfélög í uppeldi á flug- vargi með óviðunandi sorpmálum og fráveitum.“ Helgi sagði að síðustu tvö árin hefði félag æðarbænda, sem nær frá Hellisheiði og norður á Tjörnes, haft mann í vinnu við að drepa flugvarg. „Þó heim- sókn þessa manns hafi ekki afgerandi áhrif á stofnstærðina þá reynir hann að ná þeim fugli sem situr um vörpin,“ sagði Helgi og gat þess að veiði- maðurinn hefði verið á svæðinu fyrir skömmu og á rúmum sólarhring hefði hann drepið um 80 fugla. Ný reglugenð mark mjúlkur 2002/2003 Eins og fram kemur á forsíðu er komin út ný reglugerð um greiðslumark mjólkur fyrir verðlagsárið 2002/2003, en reglugerðin er nokkuð breytt frá fyrra verðlagsári. Framleiðslan aukin um 2 milljónir lítra (úr 1 gr.) Á komandi verðlagsári verður greiðslumarkið 106 milljónir lítra og eykst um 2 milljónir frá fyrra verðlagsári. Aukningin svarar til tæplega 2% og hefur ekki áður verið aukið um jafn mikið magn. Álag greitt á sumarmjólk (úr 5 gr.) I nýju reglugerðinni er nú í fyrsta skipti greitt álag á sumarmjólk með sk. C-greiðslu. C-greiðslur verða eftir sem áður 15% af beingreiðslum, en skiptast þannig að 2% greiðast í september og nóvember til febrúar, 1,5% í júlf, 2,5% í ágúst og 1% í október. í fimmtu grein hefur ennlfemur verið bætt við eftirfarandi málsgrein: „Framleiðendur geta einungis öðlast rétt til beingreiðslna fyrir mjólk sem framleidd er á því lögbýli sem greiðslumark fylgir innan verðlagsárs”./SS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.