Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 25.júní 2002 Guðni Ágústsson gróðursetur fyrsta tré Austurlandsskóga. Það eru börn frá leikskólanum í Brekkubæ sem fylgjast grannt með ráðherra. 150 þúsund plöntun Alls hafa sextíu bændur skráð sig í Austurlands- skóga en nú verða samning- ar gerðir við átta bændur sem voru komnir vel af stað í skógrækt. Fjármagnið leyfir ekki samninga við fleiri bændur en 10 milljónum var úthlutað til Austurlandsskóga á þessu ári. Bændurnir átta munu setja niður 150 þúsund plöntur í sumar. Guðmundur W. Stefáns- son, formaður skógarbænda á Austurlandi, sagðist sann- færður um gildi skógræktar fyrir þróun byggðar í landinu. „Þeir bændur sem hafa búið lengi við skógrækt eru farnir að hafa af henni tekjur. Fyrst er það grisjun og umhirða og það styttist í tekjur vegna nytja og sölu verðmæta. En þetta tekur allt sinn tíma og þeir eru ekki margir í þessu þjóðfélagi sem vinna fyrir framtíðina.“ Guðmundur í skógarreit við íbúðarhús sitt. Fyrir tólf árum var ekki hrísla á bænum en nú eru þar glæsileg tré. um 150 þúsund skógarplöntur á þessu ári og fimm kflómetra af skjólbeltum. Þetta verður gert á 12 - 15 bújörðum, að sögn Þorsteins Steinssonar sveitarstjóra á Vopnafirði. Mun fleiri bændur hafa þó sýnt verkefninu áhuga. Guðni Ágústsson gróðursetti trjá- plöntu í skógarreit rétt sunnan Vopnafjarðarkauptúns í tilefni dagsins. Helgi Gíslason fram- kvæmdastjóri Austurlands- skóga undirritaði samninginn við Guðmund. Börn af leik- skólanum Brekkubæ í Vopna- flrði sungu fyrir gesti. Verkefnið Héraðsskógar hófst formlega árið 1990. í kjöifar þess komu sams konar verkefni í öðrum landshlutum. Sérstök lög voru sett um Suðurlandsskóga, og síðar lög um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 nr. 56 19. mars. Á þeim lögum eru Norðurlandsskógar, Vesturlands- skógar og Skjólskógar á Vest- fjörðum. Þar með eru komin landshlutabundin skógræktar- verkefni um allt land. Síðasta skrefið var stofnun Austur- landsskóga, en þeir ná frá Lóni á Langanes. Á þessu ári verður varið 10 milljónum króna til Austurlandsskóga, en fimm milljónir fóru til verkefnisins í fyrra. „Skógræktin er eitt stærsta byggðamálið sem núverandi riícisstjóm og Alþingi hafa gengið til,“ sagði Guðni við þetta tæki- færi. „Fólk vill búa þar sem ræktunarstörf fara fram. Svo dæmi sé tekið þá hefur ekki orðið fólksfækkun á svæði Héraðs- skóga.“ Austurlandsskúgar orðnir að veruleika FyrsB nyBaskögasamningurinn staöfestur Samningurinn undirritaður - f.v. Helgi Gíslason, Guðni Ágústsson og Guðmundur Wiium Stefánsson. Fyrir skömmu staðfesti Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra fyrsta nytjaskóga- samninginn í Austurlands- skógum við Guðmund Wiium Stefánsson skógræktarbónda að Fremra-Nýpi. Guðmundur er einnig formaður Félags skógarbænda á Austurlandi. Fyrirhugað er að setja niður Yðn 1000 bæir heimsétiir i sumar ð vegum Fegurri sveita! Þátttakendum í átaksverkefninu Fegurri sveitum heldur áfram að fjölga. Nú er kominn biðlisti eftir bæjarheimsóknum en strax í vor var búið að panta starfs- mann Fegurri sveita á yfir 1000 sveitabæi. Ragnhildur Sigurðar- dóttir verkefnisstjóri sagði fram- kvæmdanefndina hafa tekið þá ákvörðun um að fjölga starfs- mönnum í þrjá til að anna eftir- spurn. Það eru yfirvöld á hverjum stað sem stjórna því með hvaða hætti sveitarfélögin nýta sér verkefnið. Allir þátt- takendur eiga það sammerkt að hafa tekið umhverfismál í dreif- býli á dagskrá og eru byrjaðir að vinna að markmiðum verk- efnisins. „Vinsældir heimsóknanna, sem fela í sér fræðslu og ráðgjöf, komu okkur á óvart“, sagði Ragnhildur, „Við höfum það að leiðarljósi að ekki er nóg að tala bara um það af hverju umhverfis- mál þurfi að vera í lagi og benda á hvað megi betur fara. Lykil- spurningin fjallar um aðferða- fræðina og við reynum að aðstoða fólk til að finna leiðir til að ná settum markmiðum. I júní verða allir bændur í Eyja- og Miklaholtshreppi, Borgarbyggð, Leirár- og Melahreppi, Skagahreppi, Vindhælishreppi, Snæfellsbæ og Hrunamannahreppi heimsóttir,” sagði Ragnhildur í samtali við Bændablaðið. ;,í júlí kemur röðin að bændum í Isafjarðarbæ, Bárð- dæla-, Ljósavams-, Háls-, Reykdæla- ,Laugardals- og Skaftárhreppi. Búið er að dagsetja heimsóknir í júní og júlí og verið er að ganga frá skipulagi heimsókna í ágúst. Að auki verða heimsóttir hópar bænda í nokkrum sveitarfélögum og fundað víða um land.“ Starfsmenn verkefnisins vilja koma því á framfæri að viðtökur bænda hafa nær undan- tekningarlaust verið mjög góðar og það er augljóst að áhugi á um- hverfismálum er mikill á lands- byggðinni. Fyrir þá sem vilja vita meira um verkefnið er slóðin á heimsíðuna: simnet.is/umhverfi um smá- Málþing um smávirkjanir verður haldið föstudaginn 28. júní 2002 í Hótel Eddu á Egilsstöðum (húsnæði Mennta- skólans á Egilsstöðum). Að mál- þinginu standa Félag áhuga- manna um Iitlar vatnsafls- virkjanir á Austurlandi og Landssamband raforkubænda. Erindi flytja Ólafur Eggerts- son formaður Landssambands raf- orkubænda, Gunnar Örn frá Iðn- aðarráðuneytinu, Sigurður Ey- mundsson umdæmisstjóri RARIK á Austurlandi, Birkir Þór Guð- mundsson hagfræðingur, Pétur Valdimarsson tæknifræðingur, Jakob Bjömsson framkvæmda- stjóri Orkusjóðs og Sveinn Þórarinsson formaður stjórnar Rarik. Klukkan 14.00 verða pall- borðsumræður en málþinginu lýkurklukkan 15.00. Aðalfundur raforkubœnda Sama dag verður aðalfundur Landssambands raforkubænda haldinn í Hótel Eddu á Egils- stöðum og hefst hann klukkan 16.00. Lokad vegna sumarleyfa startsmanna Skrifstofur Bændasam- taka íslands verða lokaðar vegna sumarleyfis starfs- manna dagana 22. júlí til 2. ágúst. Afgreiðsla útflutnings- pappíra fyrir hross verður í tölvudeild þessa daga eins og undanfarin ár, samband i síma 563 0307 og netfangi hf@bondi.is Skógrækt í 50 ár Skógræktarfélag Djúpavogs er 50 ára á þessu ári. Félagið sér um ræktun skógar á Búlandsnesi við Djúpavog. Formaður félagsins er Ragnhildur Garðarsdóttir, Aski. í félaginu eru um 40 félagar. BREYTIIUGAR Á HANDHÖHIM BEINGREIÐSUUA Vegna sumarlokunar á skrif- stofum Bændasamtaka íslands þurfa tilkynningar um breytingar á handhöfum beingreiðslna og til- kynningar um breytt reiknings- númer hjá handhöfum bein- greiðslna, sem taka eiga gildi frá og með 1. ágúst, að berast í síðasta lagi 10. júlí nk. Bænddblaðið Nú eru eitt blað eftir þar til starfsmenn Bændablaðsins fara í sumarleyfi. Útkomudagur 9. júlí Augtýsingapantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. tólf á hádegi - 4. jútí. Síminn er 563 0300 11 4 I I

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.