Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25.júní 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Viðurkenning íölur- Meiöenda sem note aukefni í ifiðnrblöndur Á heimasíðu landbúnaðarins birtist nýlega frétt frá Aðfanga- eftirlitinu um viðurkenningu á fóðurblöndunarstöðvum og bú- fjárframleiðendum sem blanda og markaðssetja fóður eða blanda fóður fyrir eigin skepnur. __ Bændablaðið leitaði því til Ólafs Guðmundssonar, forstöðumanns Aðfangaeftirlits- ins, eftir frekari skýringum á þessari viðurkenningu. Ólafur sagði að í reglugerð nr. 340 sem sett var á síðasta ári um eftirlit með fóðri væru ákvæði um skráningu og viðurkenningu á aðilum sem framleiða fóður- blöndur og nota í þær aukefni eða forblöndur með aukefnum sem eru í meiri styrkleika en leyfilegt er að nota beint fyrir skepnur. Ákvæði um skráningu á fóðurframleiðendum hafa lengi verið í gildi hér á landi, en ákvæð- ið um viðurkenningu er nýtt. Reglugerðin er byggð á tilskipun- um Evrópusambandsins og strax og viðurkenning hefur farið fram þarf Aðfangaeftirlitið að tilkynna um hana til Eftirlitsstofnunar EFTA. Eftir l.september mega ekki aðrir aðilar en þeir sem hafa viðurkenningu höndla með auk- efni og forblöndur með aukefnum sem eru í miklum styrkleika. Fram kemur í frétt Aðfangaeftirlitsins að þeir aðilar sem voru skráðir fóður- framleiðendur í lok síðasta árs og höfðu því heimild til að framleiða, geyma og selja fóður hefðu fengið bréf ásamt umsóknareyðublaði til að sækja um umrædda viðurkenn- ingu. Átján aðilar sóttu um og þurfa þeir að senda eftirlitinu gögn og greinargerð um starfsemina fyrir 1. júlí nk. Ólafur sagði að töluverð vinna væri í því að fara yfir gögnin og vettvangsskoða starfsemi þeirra sem æskja viðurkenningar. Það væri þó stefnt að því að ljúka yfir- ferð gagnanna fyrir lok ágúst og þeim aðilum sem senda inn fullnægjandi gögn á réttum tíma yrði veitt bráðabirgðaviður- kenning frá 1. september nk. Þá væri eftir að vettvangsskoða, en gert er ráð fyrir að því ljúki fyrir áramót. Ólafur lagði áherslu á að þeir sem senda inn gögn eftir 1. júlí geti ekki reiknað með að fá viðurkenningu í ár. Þeim verður því óheimilt að flytja inn, kaupa eða nota umrædd aukefni í meiri styrkleika en leyfilegt er að nota beint fyrir skepnur. l/eró BW-1300 rúllupökkunarvél: Lágbyggð, barkastýrð pökkunarvél með teljara. Breiðfilmubúnaður. Afar hagstætt verð. ÞuR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI DEUTZ FAHR REYKJAVIK: Armúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Sparaðu fé og fyrirhöfn [Zl Dráttar véladekk [Zl Hey vinnuvélodekk HVörubíladekk IZlJeppfldekk IZtFólksbíladekk Kannaðu málið á www.gv.is Sendum um alH land - Sama verð frá Reykjavll TtsT 0 0 Hjá Gúmmívinnslunni færð þú allt á einum stað! Rafgeymar Keijur Éhmrnr Básamottur > jflBC 0 Öryggishellur Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 - Akureyri Hringiö og fáió frekari upplýsingar simi 461 2600 | Fax 461 2196 Þýsku básamotturnar frá Gúmmívinnslunni Má nota jafnt undir hesta, kýr, svin og fleiri dýr Eigum á lager 100,110 og 120 cm breiðar mottur i ýmsum lengdum, einnig dregla og mottur í kerrur. FELUK Þýsk gæðavara í fararbroddi tPrrr- Fjölbreytt úrval heyvinnuvéla frá FELLA, sem er þekkt fyrir vandaðar, léttbyggðar og sterkar vélar. FELLA er þýskt fyrirtæki og í fararbroddi í heimalandi sínu. FELLA heyvinnuvélar hafa verið seldar hér á landi áratugum saman. Bændur! Pantið tímanlega Bændur hafa góða reynslu af FELLA, enda eru vélarnar fyrsta flokks, verðið hagstætt og þjónustan góð. Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is VEIAVER?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.