Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 25.júní 2002
J1
V.
Er hœgt að fá einkaleyfi á Feta-
nafninu?
Grikkland hefur sótt um einka-
leyfi á því að nota Feta nafnið á
osta og ef af verður (sem allt
bendir til) má eingöngu nota geita-
eða sauðfjármjólk í ostagerðina.
Búist er við hörðum viðbrögðum
frá öðrum löndum sem hafa
framleitt ostana með hreinni kúa-
mjólk eða mjólkurblöndum. Sam-
kvæmt rannsóknum sem gerðar
hafa verið í Þýskalandi og
Danmörku hafa sjálfir Grikkirnir
átt erfitt með að halda sjálfir eigin
viðmið og innihalda hinir
svokölluðu grísku Feta-ostar bæði
kúamjólk og plöntuolíur. Þannig
féll um helmingur rannsakaðra
grískra Feta-osta í þýsku rann-
sókninni og myndu samkvæmt
ofansögðu því ekki mega heita
Feta-ostar!
Heimild: MaskinBladet
Online, 3.6.02/SS
Heimsframleiðsla á korni með
mesta móti í ár
Samkvæmt nýrri áætlun frá
„Alþjóðlega komeftirlitinu"
(Intemational Grains Councel) er
talið að árið 2002 verði eitt
framleiðsluhæsta komár í sögu
skráninga á komuppskeru. Gert er
ráð fyrir að heimsframleiðslan
verði 911 milljón tonn, sem er 23
milljón tonnum meira en á síðasta
ári eða um 2,6% aukning á milli
ára.
Jafnframt er talið að kornsalan
verði um 916 milljón tonn, þannig
að áætlað er að heimsbirgðimar
lækki niður í um 151 milljón tonn,
sem nemur tæplega þriggja
mánaða sölu. Þrátt fyrir minni
birgðir, er talið að um birgða-
aukningu verði að ræða í helstu
framleiðslulöndum.
í áætluninni er ráðgert að
veruleg framleiðsluauking verði í
Bandaríkjunum, Kanada og Kína,
en að aukning innan Evrópu-
sambandsins verði óveruleg.
Heimild: MaskinBladet
Online, 3.6.02/SS
Umdeildar tillögur um breytt
styrkjakerfi í nautakjöts-
framleiðslu innan ESB
Þjóðverjar og Frakkar hafa
lagt til verulegar breytingar á
styrkjakerfi ES fyrir naulakjöts-
framleiðslu. í dag eru greiddir
styrkir út á gripi, en í tillögunum
er lagt til að greitt verði út á
graslendi. Þessu hafa margar
þjóðir með lítið graslendi
algerlega hafnað og bent á mikinn
tekjusamdrátt sumra bænda innan
ES ef þessar hugmyndir næðu
fram að ganga. Enn sein komið er
hefur tillögunum verið hafnað af
yfirstjóm ES.
Að sögn Þjóðverja er með
hugmyndunum verið að gera
styrkjakerfið einfaldara og
sýnilegra. Þá er að auki stuðlað að
minnkun framleiðslunnar, þar sem
bændur fengju greidda fasta
upphæð á sitt graslendi óháð
framleiðslu.
Fyrir áhugasama er hægt að
fylgjast vel með land-
búnaðarmálum innan
Evrópusambandsins á slóðinni:
//europa.eu.int/comm/agriculture/i
ndex_en.htm
40% lœkkun á kvóta í
Danmörku
Um miðjan maí var
kvótamarkaðinum í Danmörku
lokað og tilboð um kaup og sölu
reiknuð upp. I ljós kom að vegna
gríðarlegs framboðs á
greiðslumarki féll verðið um
nærri 40% frá síðasta verði
(nóvember 2001) og benda fyrstu
útreikningar til þess að verðið
muni liggja á bilinu 22,3 - 22,7
kr/kg. Til samanburðar er verð á
kg mjólkur til bænda í Danmörku
nú um kr. 25,2. Hlutfallið milli
kvótaverðs og mjólkurverðs er
því um 0,89 en síðustu tölur
hérlendis benda til þess að sama
hlutfall sé um 2,70.
Mikið fall greiðslumarksins
kemur til vegna framboðs á 262
milljónum kg frá 950 bændum,
en á sama tíma óskuðu 2.080
bændur eftir að kaupa kvóta, en
ekki nema 123 milljónir kg.
Vegna þessa munu einungis
um 415 bændur fá seldan rétt að
þessu sinni, þar sem hinir buðu
sitt greiðslumark til sölu á of háu
verði, en verð á greiðslumarki er
sk. jafnvægisverð sem leiðir til
þess að þeir sem krefjast of hás
verðs á greiðslumarki fá ekki selt.
Gert er ráð fyrir að um 1.975
bændur fái keyptan
framleiðslurétt að þessu sinni.
Nánar má lesa um
kvótamarkaðinn og
verðmyndunina á dönskum vef:
www.maelkeudvalget.dk
Coca-Cola með nýjan
mjólkurdrykk
Eftir margra ára undirbúning
mun Coca-Cola í Bandaríkjunum
setja á markað nýjan
súkkulaðidrykk nú í sumar.
Drykkurinn hefur fengið nafnið
Choglit og hefur fram-
leiðslurisinn því farið inn á þá
braut sem boðuð var fyrir
nokkrum árum, að framleiða
mjólkurvörur auk hefðbundinna
gosdrykkja.
Choglit er framleitt af
Beverage Partnees Worldwide
(BPW), sem er í eigu bæði Coca-
Cola og Nestlé. BPW framleiðir
þegar kaffi, te og djús á
flöskum.Heimild: landsbladet.dk
Anægja með
uppfræðslu á
Tannstaðabakka
Nú vaxa upp heilu kynslóðimar
sem aðeins hafa séð sveitir
landsins út um bflrúður og þekkja
kýr og kindur aðeins úr mynda-
bókum. En skólabúðirnar að
Reykjum í Hrútafirði hafa svo
sannarlega gert sitt til að kynna
börnum landsins landbúnað á
íslandi. Rúmur helmingur 12 ára
nemenda Iandsins fer í skóla-
búðimar og dvelur þar í nokkra
daga. Meðan á dvöl stendur heim-
sækja krakkarnir Tannstaðabakka
og skoða búið undir leiðsögn
Skúla bónda. Skömmu eftir að þau
koma heim í skólann sinn fær
bekkurinn kort frá Skúla og
þannig er minnt á landbúnaðinn.
Skúli bóndi spilar líka fyrir þau á
hljóðfæri ef svo ber undir. Mörg
barnanna koma þar í fjós í fyrsta
skipti á ævinni og sum eru jafnvel
að koma í sveit í fyrsta sinn. Á
stundum eru þau svo hrifin að þau
hafa til dæmis spurt um
bændaskólana eftir að hafa komið
til Skúla. Lengi býr að fyrstu gerð
og vel má vera að innan fárra ára
fái Hvanneyri, Hólar eða Reykir
fólk til náms sem fyrst sá kýr í
návígi í fjósinu á Tannstaðabakka.
Þegar hóparnir hafa gengið um
útihúsin á Tannstaðabakka útfylla
kennararnir eyðublað þar sem
fram kemur hvaðan nemendumir
koma og hvað þeim fannst um
heimsóknina. Það er afar
skemmtilegt að lesa þessi blöð og
má færa rök fyrir því að líklega sé
fátt sem gert er innan
landbúnaðarins sem nær jafn vel
til krakkanna - nema kannski
Dagur með bónda, en þá
heimsækja bændur bekki í
grunnskólum.
Kennari við Kársnesskóla í
Kópavogi sagði: „Þetta var alveg
frábært. Skúli náði mjög vel til
nemenda og ég hugsa að margir
nemendur fái annað álit á
bændum.”
Kennari í Holtaskóla í
Reykjanesbæ sagði: „...Einkar
skemmtilegt að heyra um
mismunandi grastegundir því fyrir
flestum er hey bara hey!”
Frá Snælandsskóla komu þessi
orð: „Þetta framtak er alveg
frábært. Það var rólega og nota-
lega tekið á móti okkur af Skúla.
Fræðsla og kynning voru mjög
markviss og vel skipulögð. Börnin
voru mjög áhugasöm og nutu þess
að fá að kynnast þessu starfi. Það
sem ég heyrði á bömunum var að
þetta hefði verið alveg frábært, en
sum vildu fá að drekka „nýja
mjólk" og öðmm fannst að tíminn
væri alltof stuttur.”
Kennari við Vesturbæjarskóla í
Reykjavík sagði um Skúla:
„Frábær leiðsögumaður með
hæffleika til að ná til krakkanna.”
Sú fræðsla sem börnin fá á
Tannstaðabakka slær greinilega í
gegn. Fátt er íslenskum land-
búnaði jafn mikilvægt og að
æskan fái sem gleggsta hugmynd
um atvinnugreinina og þann kraft
sem í henni býr. Sá stuðningur
sem Framleiðnisjóður land-
búnaðarins hefur veitt kynningar-
starfinu á Tannstaðabakka er líka
umtalsverður - og væri líklega
illmögulegt að halda þessu úti án
hans. /AÞ.
Ahugi i iniminningi 1 nautakjöti
mjnnkar en ðhugi ii ostnm mikill
r
Hér eru nokkrir kátir á góðri stund á staurabryggjunni á Hofsósi með
Frændgarð í baksýn. Frá vinstri: Jón Eiríksson, Drangeyjarjarl,
Ólafur Ragnar Grímsson, Sturla Böðvarsson, Valgeir Þorvaldsson,
Magnús Ólafsson og Jón Magnússon, verkfræðingur á Hofsósi. Rétt
er að taka fram að Magnús var lengi bóndi í Norður-Dakóta og tók á
móti og greiddi götu margra íslenskra bænda sem hafa heimsótt
Bandaríkin á undanförnum árum. ÖÞ.
Margmenni var
samankomið á Hofsósi í
síðustu viku þegar tvö
mannvirki, tengd Vesturfara-
setrinu, voru formlega tekin í
notkun. Það voru annars
vegar svokallað Konungs-
verslunarhús en bygging þess
hófst fyrir um ári síðan. Það
var Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Islands sem opnaði
húsið formlega og jafnframt
sýningu um Islendinga sem
fíuttu til Norður-Dakota á
sínum tíma. Þá vígði Sturla
Böðvarsson samgöngu-
ráðherra nýja trébryggju fyrir
framan Vesturfarasetrið.
Bæði þessi mannvirki eru
liður í þeirri
menningartengdu ferða-
mennsku sem Valgeir
Þorvaldsson
ferðaþjónustubóndi og frum-
kvöðull að byggingu Vestur-
farasetursins hefur unnið að
á undanförnum árum. /ÖÞ.
Á þriðjudag í liðinni viku rann
út tilboðsfrestur í tollkvóta
vegna innflutnings á nautgripa-
kjöti, ostum og öðrum vörum.
Ahugi á innflutningi nautgripa-
kjöts var mun minni en inn-
flutningskvóti landsins heimilar
og verður því innflutningur tii
landsins á næstu 12 mánuðum
minni en heimildir eru fyrir.
Sótt var um heimild til inn-
flutnings á 70,5 tonnum af naut-
gripakjöti en innflutningskvótinn
er fyrir þetta tímabil 95 tonn, eða
rétt um 74% af heildarkvóta.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
hvaða fyrirtæki fengu heimild til
innflutnings á nautgripakjöti á
kvótatímabilinu 2002/2003:
Nautgripakjöt fyrir tímabilið
júlí 2002 - júní 2003
Magn Tilboðsgjafi
10,01. Aðföng - Baugur
7,01. Búr ehf.
25,0 t. Dreifing ehf
1,01. Gallerý kjöt ehf.
12,01. GV Heilverslun ehf.
7,01. Kjötbankinn ehf.
8,5 t. Perlukaup ehf.
Sótt var um innflutning á
meira magni af ostum en nam
innflutningskvóta, en alls buðu
átta fyrirtæki í ostakvótann.
Samtals var boðið í 236,1 t. á
meðalverðinu 193 kr./kg, hæst var
boðið 255 kr./kg, en lægsta boð
var 10 kr. fyrir kflóið.
Tilboðum var tekið frá sjö
fyrirtækjum um innflutning á
119,0 t. á meðalverðinu 219
kr./kg.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
hvaða fyrirtæki fengu heimild til
innflutnings á ostum á
kvótatímabilinu 2002/2003
Ostur fyrir tímabilið júlí 2002 - júní
2003
Magn Tilboðsgjafi
40,01. Aðföng - Baugur
1,01. Dreifing ehf
13,01. Karl K. Karlsson ehf.
0,2 t. Kísill ehf.
20,51. Lyst ehf.
40,01. Osta- og Smjörsalan sf.
4,01. Sólstjarnan ehf.
/SS