Bændablaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. júní 2002
Silfurstjaman í Öxarfirði
Breyttar áherslur í framleiðslu
- Seiðl framleidú lyrir Sæsilfur i MjðirOi. Ætla að Oy|a inn sandhverfuhrogn frð Frakklandi
Fiskeldi í Öxarfírði er nú í
miklum hlóma. Þar í sveit er
Silfurstjarnan hf. sem var
stofnuð 1988 og er eitt stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar hér á
landi með um tuttugu ársverk.
Fyrirtækið velti um 350
milljónum á liðnu ári. Silfur-
stjarnan er eina fískeldisstöðin á
Islandi sem notar jarðhita að
einhverju marki. Fyrirtækið
framleiðir lax, bleikju og regn-
bogasilung og gerðar hafa verið
tilraunir með eldi á sandhverfu.
A þessu ári er gert ráð fyrir að
Silfurstjarnan framleiði um 300
tonn af bleikju sem er nánast
eingöngu seld til Bandaríkjanna.
Verð á kg af sandhverfu er
tvisvar til þrisvar sinnum hærra
en á eldislaxi.
Benedikt Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri, sagði að Silfur-
stjaman hefði tekið að sér að fram-
leiða 1,2 milljónir seiða fyrir Sæ-
silfur í Mjóaflrði. Nú er unnið að
því að flytja seiðin austur í
kvíamar í Mjóafirði, en það er
gert með sérstaklega útbúnum
brunnbáti sem kom frá Noregi.
Báturinn tekur 35-40 tonn af fiski í
Seiðunum er dælt í gegnum þessa slöngu út í bátinn sem liggur viö stjóra
úti fyrir ströndinni. Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri, sem segir
að Silfurstjarnan framleiði 1,2 milljónir seiða fyrir Sæsilfur í þessari lotu.
ferð enda er lestin 750 rúmmetrar.
„Gert er ráð fyrir að þessi seiði
dugi til að framleiða Qögur þúsund
tonn af laxi í Mjóafirði,“ sagði
Benedikt. A næsta ári verður
Sæsilfur líklega búið að kaupa bát
til að flytja seiðin og ná í lax til
slátrunar.
Þegar flutningum lýkur verður
búið að tæma um 60% af eldisrými
Silfurstjömunnar. Um leið hefst
vinna við að ala upp nýjan árgang
fyrir Sæsilfur. Benedikt sagði
þessi nýja áhersla í starfsemi
Silfurstjömunnar gerði það að
verkum að hún yrði afar háð gengi
Sæsilfurs, en hann bætti því við að
þessi verkaskipting ætti að geta
komið báðum til góða. „Bleikju-
eldið verður með óbreyttum hætti
og reynum frekar að auka það en
hitt. Matfiskeldi í laxi verður hins
vegar lítið,“ sagði Benedikt.
Silfurstjaman hefur nánast
ótakmarkaðan hita og getur því
alið fisk upp við hærri hita en
flestar aðrar fiskeldisstöðvar.
Benedikt sagði þetta gefa mögu-
leika á hlýsjávareldi og því var
kannað hvemig gengi að ala
sandhverfu. Eldið gekk vel og er
stöðin búin að fá heimild til að
flytja til landins hrogn frá
Frakklandi. „Við áætlum að hefja
sandhverfueldi í stærri stfl og ég
geri ráð fyrir að hrognin komi með
haustinu. Svona innflutningur
kallar á sóttkví sem verður tæpast
hér,“ sagði Benedikt og gat þess að
víða í Evrópu væri hefð fyrir
flatfiski eins og sandhverfu.
Rannsöknastofnun landbúnaöarins
mð nú eignast hlut í fyrirtækjum
Lögum um Kannsóknastofnun land-
búnaðarins var breytt á síðasta ári þannig
að stofnunin hefur nú heimild til að koma
verkum sínum í framkvæmd með hlut í
fyrirtækjum með takmarkaða ábyrgð. „Það
er nýtt að við höfum þessa heimild en
nokkrar af rannsóknastofnunum
atvinnuveganna hafa haft hana um
nokkurn tíma, svo sem Iðntæknistofnun,
Orkustofnun og Rannsóknastofnun
fískiðnaðarins. Þessi lagabreyting opnar
fyrir þann möguleika að vinna sem við
höfum lagt fram eða hluti hennar getur
breyst í hlutafé í fyrirtæki. Það má segja að
þetta sé ein aðferð til að koma hugmyndum
út í lífíð," sagði Þorsteinn Tómasson,
forstjóri RALA, í samtali við Bændablaðið.
Breytir miklu fyrir RALA
Hann segir að þetta geti breytt miklu fyrir
RALA eftir verkefnum. Nú geti stofnunin
tekið þátt í verkefnum með öðrum. Hafi
RALA unnið að ákveðnum rannsókna-
verkefnum, sem reynist áhugaverð sem
grundvöllur að fyrirtæki, þá geti RALA nú
lagt vinnu sína inn í fyrirtækið sem hlutafé.
„Þannig fáum við einhverja umbun til
baka fyrir þá vinnu sem við höfum lagt af
mörkum og getum þá fjármagnað nýjar
rannsóknir."
Orf-líftœkni
í vetur var fyrirtækið Orf-líftækni ehf. sett
á laggimar í húsakynnum RALA. Viðfangs-
efni þess fyrirtækis er að framleiða dýr lífefni
úr erfðabreyttu byggi.
„Þar er um að ræða hlutafélag sem
Rannsóknastofnun landbúnaðarins á hlut í
vegna þess sem hún hefur lagt fram þróunar
þess verkefnis. Fyrirtækið er síðan að leita
eftir þátttöku fjárfesta úr atvinnulífmu til
áframhaldandi uppbyggingar þess."
Annað dæmi er hlutur RALA í fyrirtæki
sem ætlar að nýta lúpínu í lífmassaframleiðslu.
Einnig hlutur stofnunarinnar í Feygingu ehf.
sem stefnir að atvinnuuppbyggingu í tengslum
við ræktun og feygingu líns á Islandi. Það
byggir á þeim möguleikum sem nægjanlegt
heitt og kalt vatn veitir til framleiðslu á
hágæðalíni.
Lúpína og lín
„Varðandi lúpínu og lífmassaframleiðslu
þá er það hugmynd sem Ásgeir Leifsson og
fleiri hafa unnið að og byggist á því að að
vinna lífefni úr lúpínu og fleiri jurtum. Okkar
framlag til þessa fyrirtækis er þekkingaröflun í
rannsóknum á eiginleikum lúpínunnar á
liðnum árum og er hún metin til hlutar. Um
þessa hugmynd hefur verið stofnað fyrirtæki,
Islenska lífmassafélagið ehf, sem hefur m.a.
sótt um styrk í svonefndri Kraftáætlun
Evrópusambandsins. Verkefnið hefur fengið
loforð fyrir 64ra milljóna króna styrk á næstu
árum til að vinna að framgangi þessarar
hugmyndar. Rannsóknastofnun land-
búnaðarins mun vinna að áframhaldandi
rannsóknum fyrir hluta af þeim styrk."
Feyging ehf. er annað dæmi. Feyging er
nafnið yfir það ferli þegar línið brotnar niður
með aðstoð örvera þannig að þræðimir sem
sóst er eftir losni frá öðrum vefjum
plöntunnar.
„Erlendis er þetta yfirleitt gert á velli eftir
að búið er að rykkja plöntumar, þ.e. uppskera
þær þannig að rætur fylgi. Það getur verið
erfitt að stýra gæðunum þar sem umhverfis-
aðstæður geta verið mjög breytilegar. í okkar
tilfelli em menn að skoða möguleika sem
felast í góðu aðgengi að heitu og köldu vatni
til að stýra niðurbrotsferlinu, vinna þetta hratt
og vel, og ná fram miklum gæðum. Ef vel
tekst til verður hægt að rækta héma lín og
framleiða úr því.
Einnig í þessu tilfelli hefur stofnunin lagt
fram nokkra rannsóknavinnu auk þess sem
landbúnaðarráðuneytið hlutaðist til um
framlag til verkefnisins með stuðningi
Framleiðnisjóðs. Framlagið var lagt fram sem
hlutafé í fyrirtækinu og RALA falið að fara
með þann hlut.
Ég tel að þessi verkefni öll séu mjög
áhugaverð hver með sínum hætti og það
verður spennandi að vinna að framgangi
þeirra." sagði Þorsteinn Tómasson.
íslendingan taka
pátt í evpapsku
verkefni um sjúk-
dómaskráningu ng
flutningum á báfá
Elaine Hughes, viðskiptaráð-
gjafí E-blana Enterprise
Group Limited í Dublin á ír-
landi var stödd hér á landi í
síðustu viku vegna EuroVet
verkefnisins. EuroVet er
tölvukerfi á vegum Evrópu-
sambandsins og snýr að sjúk-
dómaskráningu og flutningum
á búfé.
Y firdýralæknisembættið
ákvað á síðasta ári að taka þátt í
prófun á þeim þætti tölvu-
kerfsins sem snýr að sjúkdóma-
skráningu á sauðfé. Prófanir á
öðrum þáttum kerfisins eru jafn-
framt í gangi í Lettlandi og Eist-
landi. Auk Yfirdýralæknisem-
bættisins taka Bændasamtök Is-
lands og Búnaðarsamband Suð-
urlands þátt í tilrauninni.
Nokkrir bændur á Suðurlandi
munu taka þátt í prófun kerfisins
og einnig þurfa Bændasamtökin
að taka upplýsingar úr skýrslu-
haldi fjárræktarfélaganna til að
nota sem grunnupplýsingar um
gripi, bæi og eigendur.
Y firdýralæknisembættið
þarf einnig að útvega miðlara til
að keyra EuroVet verkefnið á og
er líklegt að Oracle miðlari
Bændasamtakanna verði notað-
ur til þess. Jón B. Lorange, for-
stöðumaður tölvudeildar Bænda-
samtakanna, sagði í viðtali við
Bændabiaðið að áhugavert væri
að taka þátt í prófun á svo um-
fangsmiklu verkefni og að við
gætum lært heilmikið af þessu.
Umfangsmikið verkefni
í þremur löndum
„Hvort þetta kerfi verður
tekið í notkun á íslandi ræðst af
útkomu úr prófuninni og að
sjálfsögðu skiptir máli á hvaða
verði Islendingum verður boðið
kerfið." Elaine Hughes sagði
verkefnið mjög umfangsmikið
enda færi það fram í þremur
löndum á sama tíma. „Athyglis-
vert er hve íslenskir bændur eru
tölvuvæddir og hve þátttaka í
skýrsiuhaldi er almenn meðal
bænda. Þarna er mikill munur á
þessum þremur löndum," sagði
Elaine Hughes að lokum hæst-
ánægð eftir að hafa fengið fréttir
af jafntefli Ira og Þjóðverja í
heimsmeistaramótinu í fótbolta!
GLSkaptason
...þegar spurt er um gæði
og gott verð.