Bændablaðið - 01.10.2002, Side 4

Bændablaðið - 01.10.2002, Side 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 Ferðaþjónusta bænda var á meðal fjölmargra þátttakenda í ferðakaupstefnunni Vest- Norden sem fram fór á Akureyri dagana 11. og 12. september. Sævar Skaptason forstöðu- maður var þar önnum kafinn við fjórða mann að selja það sem ferðaþjónustubændur hafa upp á að bjóða. Hann segir markmiðið með þátttöku í Vest- Norden fyrst og fremst það að koma ferða- þjónustu bænda á framfæri og selja það sem bændur hafa að bjóða. „Hér höfum við tækifæri til að hitta á einum stað flestalla sem selja ferðir til íslands," svarar Sævar spurður um þátttökuna í kaupstefnunni. „Hér hittum við viðskiptavini okkar og kynnum starfsemi þeirra 120 bæja sem eru innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Vest-Norden ferðakaup- stefnan er orðin fastur punktur hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu og margir miða starf sitt og skipulag við að koma á kaupstefnuna og ganga frá sínum málum. Megin- markmiðið er að hitta mjög marga viðskiptavini á mjög stuttum tíma." Persónulegi þátturinn mikilvœgur Sævar segir töluverðan kostnað fylgja því að taka þátt í svona ferðakaupstefnu, en þó sé þetta ódýrasta leiðin fyrir bændur til að koma sér á framfæri. „Héma ganga menn frá samningum, semja um verð og það hvaða þjónustu þeir ætla að taka inn í bæklingana sína og hvernig ferðir fyrirtækin ætla að bjóða næsta sumar," segir Sævar. „Þetta getur verið svolítið flókið hjá okkur því innan þessa hóps er boðið upp á mjög mismunandi aðstöðu og tegundir gistinga." Meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda gerir til að koma félags- mönnum sínum á framfæri er að gefa út bækling þar sem öllum Ferðamennirnir vilja kynnast fólki bæjunum og þeirri aðstöðu sem þar er í boði er lýst. Bæklingur á ensku er gefinn út í 20 þúsund eintökum og dreift til ferða- skrifstofa um allan heim. En hvað er það sem viðskiptavinir Ferða- þjónustu bænda em að sækjast eftir? „Það sem ferðamenn vilja fyrst og fremst sjá og upplifa er að kynnast fólkinu sjálfu. Að hafa tækifæri til að setjast niður með fólki og spyrja um líf þess og til- veru - komast inn fyrir þessa skel sem þeir mæta til dæmis á stórum hótelum. Fólkið vill komast í góð tengsl við íslendinga og leitar þá til ferðaþjónustubænda í von um að komast í persónulegri snertingu við íslendinga en það annars myndi gera," segir Sævar. Þannig segir hann að uppskriftin að árangri sé að ferðaþjónustubændur haldi í persónulega þáttinn í þjónustunni. „Já, það er mjög mikið atriði. Ef ferðaþjónustu- bændur ætla að greina sig frá öðrum, til dæmis þeim sem eru í ferðaþjónustu eða bjóða gistingu á þéttbýlisstöðum úti á landi, þá er besta leiðin að gefa ferðamannin- um tíma og haga vinnu sinni þannig að menn geti gefið svolítið af sér." Stcerðin ókostur? Með hliðsjón af þessari eftirsókn ferðamanna í persónulegt samband við ferðaþjónustu- bændur, sem Sævar bendir á að sé mikilvægt, er ef til vill eðlilegt framhald að spyrja um stærð gistiaðstöðunnar. Er stærðin þá hugsanlega ókostur í þessu sam- bandi? Eru einhverjir ferða- þjónustubæir orðnir of stórir til að geta haldið þessum þætti inni í þjónustunni? „Það getur farið svo að stærðin verði ókostur ef menn eru ekki meðvitaðir um þennan þátt þjónustunnar. Við erum alltaf að hamra á þessu í áróðri okkar til bændanna, það er að þeir gleymi ekki uppruna sínum þótt umsvifin aukist. Þeir þurfa að gefa sér tíma. Það er alltaf hætta á því í erli dagsins að þetta gleymist og jafnvel að menn fái leiða á ferða- mönnunum - en þá þarf að setjast niður og hugsa sinn gang. Ferða- mennirnir vilja fá þennan persónu- lega þátt og kynnast lífmu hér og fá að vita hvernig við búum í þessu landi. Ferðamaðurinn kemur til íslands til þess að kynnast fólkinu og upplifa hina óspilltu, íslensku náttúru. Með því að gista hjá bændum kemst ferðamaðurinn miklu nær fólkinu og náttúrunni. Jafnvel þótt ferðaþjónustubýlið sé stórt í sniðum, þá veit hann að hann er úti í sveit og að hann getur gengið út úr matsalnum eftir að kvöldverði er lokið, beint út í móa, út í náttúruna," segir Sævar Skaptason forstöðumaður Ferða- þjónustu bænda. Mðrg tækífæri til staðar einmitt nána Moche Hassid, rekstrarstjóri hjá frönsku ferðaskrifstofunni Vivatours, einbeitir sér að því að koma íslandi á framfæri utan háannatímans í ferðaþjónustunni. í samtali við blaðamann kemur verðlagið hér fljótlega til tals, eins og hjá löndum hans Franck Lemaitre og Marc Malliet. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar venjulegur franskur ferðamaður er spurður um ísland er verðlagið, sérstaklega yfir sumartímann. Við hjá Vivatours erum að reyna að komast framhjá því og búa til nýjan markað. Við viljum breyta ferða- venjum fólks og reyna að búa tii markað fyrir ferðir utan háanna- tímans, og þá á lægra verði. Við bjóðum allt frá vikuferðum upp í fimm vikna dvöl. Við einbeitum okkur að hvers kyns vetrar- afþreyingu fyrir ferða- menn með nánu samspili við náttúruna, vegna þess að náttúra og umhverfi íslands eru alveg einstök. Það erum við að reyna að selja en verðlagið spilar mjög stórt hlutverk í minni vinnu." Verið frumleg og uppfin n ingasöm Viðtölin á Vest- Norden ferða- kaupstefnunni voru tekin 11. september og varla hjá því komist að velta aðeins fyrir sér áhrifum atburðanna í Bandaríkjunum fyrir ári á þennan atvinnuveg. Hefur ísland hugsanlega "hagnast" á því að vera kyrrlátt og friðsælt land í tengslum við hrun í ferðaþjónustu um allan heim eftir 11. september í fyrra? „Ég held að öli Norður-Evrópa hafi "hagnast" á þróuninni eftir 11. september í fyrra, ef nota má það orð í þessu sambandi," segir Moche. „Það varð mikið hrun á öðrum mörkuðum en Norður- Evrópa virðist ætla að halda sínu og jafnvel sækja á. Ef þeir sem starfa við ferðaþjónustu hér á íslandi líta á þetta sem iðnað eða alvöru atvinnugrein en ekki eitthvað sem hægt er að vinna við í tvo til þrjá mánuði á ári, þá eru mörg tækifæri sem hægt er að nýta. Ef þið viljið skapa ykkur stöðu á nýjum markaði þá eru mörg tækifæri til staðar einmitt núna. En þá þurfið þið að vera frum- leg og uppfinningasöm, komast að því hvað fóik vill og bjóða nýja mögu- leika, en fyrst og fremst að huga að verðlaginu." Moche Hassid frá Vivatours í Frakklandi segir mörg tækifæri í feröaþjónustu fyrir lönd Norður-Evrópu þrátt fyrir - eöa ef til vill vegna - atburöanna í Bandaríkjunum 11. september í fyrra. Sævar Skaptason (til hægri), forstöðumaður Ferðaþjónustu bænda, var ásamt þremur starfsmönnum önnum kafinn við að koma ferðaþjónustu- bændum á framfæri á Vest-Norden ferðakaupstefnunni, sem haldin var á Akureyri á dögunum. Þarf að vera næstum fullkomiO lyrir petta verO! Þeir Franck Lemaitre og Marc Malliet frá frönsku ferða- skrifstofunni Comptoir D'Islande eru á meðal stærstu viðskiptavina Ferðaþjónustu bænda og létu sig ekki vanta á Vest-Norden. I stuttu spjalli blaðamanns við þá félaga kom meðal annars fram að miðað við það verðlag sem er á þjónustu á íslandi þurfi hún að vera næstum fullkomin til að standa undir væntingum! Franck Lemaitre hrósar þeirri miklu fjölbreytni sem er í því sem ferðaþjónustubændur hafa að bjóða og segir stærðina ekki þurfa að vera vandamál. „Ef til vill eru sumir orðnir of stórir, en á hinn bóginn getur það verið ágætt yfir háannatímann þegar skortur er á gistirými. Þannig verður til mikil fjölbreytni og okkar hlutverk er einfaldlega að upplýsa viðskiptavini okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem fyrir hendi eru og að finna þá gistiaðstöðu sem þeir eru að leita að. En stærðin getur skipt máli og stundum finnst okkur að sumir ferðaþjónustubæir séu í raun ekki bæir lengur og þess vegna notum við í Frakklandi til dæmis mikið orðið "sveitahótel" í stað þess að tala um bóndabýli eða bænda- gistingu." Marc Malliet tekur undir með félaga sínum en segir stærðina geta falist í ýmsu: „Stærðin er ekki endilega spuming um um- fang heldur hugarfar og andann sem er í þjónustunni. Vandinn sem getur falist í stærðinni tengist mjög hugarfari þeirra sem standa þar að baki. Fyrir mér er það mjög mikilvægt að sá sem rekur ferðaþjónustu á bóndabæ eða sveitahótel haldi á lofti heimilislegum anda og hafi persónulega þáttinn í heiðri. Það er mikilvægt að gestgjafinn tali við fólkið og haldi sál staðarins lifandi." Gœðin mega ekki týnast í stœrðinni Franck segir það ekki skipta svo miklu í raun hvort bændur stækki við sig og auki umfangið í ferðaþjónustunni svo mikið að þeir verði hugsanlega að hætta hefðbundnum búskap. „Þetta er spurning um hugarfar eins og Marc sagði. Það sem við þurfum að hafa á hreinu er einfaldlega hvað viðskiptavinurinn vill, hvað hann getur keypt og hvað hann fær. Það er reyndar mjótt bilið frá því að vera bóndi sem býður gistingu, ferðaþjónustubóndi, yfir í að vera hótelrekandi með sveitahótel. En þetta snýst allt um það hvað fólk vill og fjölbreytnin getur verið kostur, þótt það geri okkur stundum erfitt fyrir í starfi okkar." Báðir leggja þeir mikla áherslu á persónulega þáttinn í þjónustunni á bæjunum og það að ferðamaðurinn geti sjálfur valið á hvaða bæ hann fer, meðal annars út frá því hvað er í boði. „Það mikilvægasta er að halda gæðunum, þau mega ekki týnast í stærðinni," segir Marc og Franck tekur undir: „Gæðin eru mjög mismunandi milli einstakra gisti- staða og það getur gert okkur erfitt fyrir við að selja áfram til viðskiptavina okkar. Jafnframt er mjög mikilvægt að hafa í huga að ísland er mjög dýrt land og þegar maður greiðir jafnhátt verð fyrir gistingu og raunin er hér á íslandi þá verða gæðin að standa undir því verði. Þið verðið að bjóða eitthvað sem er næstum full- komið fyrir það verð sem er í boði. Franck Lemaitre (t.v.) og Marc Malliet frá frönsku ferða- skrifstofunni Comptoir D'lsiande á tali við þær Oddnýju Björns- dóttur og Sigríði Björnsdóttur frá Ferðaþjónustu bænda.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.