Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 23
f
Þriðjudagur 1. október 2002
BÆNDABLAÐIÐ
23
tsllisyring sauogimktarinnar tr prttinn
i að ínlenskur Inndbúnaður sirni knlO ttnans
- segir Guðni Ágústsson, landbúnaOarrððherra
„ísland er hreint land og hefur
því alla burði til að standa í
fararbroddi þeirra ríkja sem setja
sjálfbæra þróun fram sem megin-
viðfangsefni. Mörg þeirra vanda-
mála sem glímt er við í öðrum
löndum þekkjum við ekki, en
höfum önnur séríslensk sem við
verðum að taka á. Á sama hátt
höfum við ekki jafn alvarleg
vandamál hvað varðar hreinleika
umhverfis og afurða og eigum því
að geta nýtt okkur þá sérstöðu. Við
eigum að líta á þessa umræðu sem
sóknarfæri en ekki sem skelfilega
ofstjóm. Það er hagur okkar að
sem flest ríki taki upp strangar
reglur í matvælaframleiðslu, því
það getur verið mun erfiðara fyrir
þá en okkur. Við þurfum að
viðhalda ströngum skilyrðum hjá
okkur og megum ekki vera feimin
við að taka upp nýjar reglur,
jafnvel þó okkur sýnist þær
tilgangslausar. Við verðum að
skilja að þó það fylgi þeim
kostnaður fyrir okkur þá er það
líka svo fyrir önnur ríki, og jafnvel
meiri en fyrir okkur. Við verðum
að hafa í huga að ef við töpum
trausti neytenda þá verður það
óbærilegur kostnaður. Mín niður-
staða er sú að við eigum að fara
fyrir í þessum málum hér eftir sem
hingað til og hvika hvergi í þeirri
stefnu að allir neytendur íslenskra
afurða geti áhyggjulausir sest að
gnægtaborði og notið þess sem
boðið er," sagði Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra í ávarpi á
ráðstefnunni "Sjálfbær matvæla-
framleiðsla og ferðaþjónusta", sem
haldin var í Reykjavík fyrir
skömmu.
Ráðherra sagði að þegar rætt
væri um þann kostnað sem þessari
stefnu fylgir yrði að vera samræmi
milli þjóða. „Ef yfirvöld í öðrum
ríkjum greiða kostnað verður það
að vera eins hér á landi. Við
verðum auðvitað að gæta að þessu
í samningum við aðrar þjóðir og
láta ekki íslenska framleiðendur
gjalda í samkeppni. Við getum
einnig hugað að þessum þætti í
samningum við framleiðendur, t.d.
Kálfastiur
VÉLAVAL-Varmahlíð m
Sími 453 8888 Fax 453 8828
Veffang www.velaval.is
Netfang velaval@velaval.is
samningum um framleiðslu
mjólkur og kindakjöts því þessar
greiðslur yrðu vart taldar fram-
leiðsluhvetjandi. Við erum eitt ör-
fárra ríkja sem höfum aflagt út-
flutningsbætur á afurðir, en það er
ekkert sem bannar okkur að huga
betur að umhverfismálum og
neytendavemd. Þær raddir heyrast
nú víða um Evrópu og í Banda-
ríkjunum að færa eigi stuðning við
landbúnaðinn í þessa átt. Eftir
þessu verðum við að hlusta og
vera reiðubúin til að taka afstöðu
eftir ítarlega innri skoðun á okkar
eigin stefnu," sagði Guðni.
Guðni sagði að gæðastýring
sauðfjárræktarinnar væri „próf-
steinn á að íslenskur landbúnaður
sinni kalli tímans. Við viljum fram-
leiða góða vöm þar sem ekki er
gengið nærri landi. Við viljum
tryggja að framleiðsluferillinn sé
þekktur og að rekjanleiki afurða sé
tryggður. Rekjanleiki er besta
þekkta ráðið til að geta gripið inn í
ef einhvers staðar verða mistök.
Öll markaðssetning framtíðar mun
byggja á rekjanleika og eftirliti og
það er útilokað annað en að fslend-
ingar sinni því kalli. Einstaklings-
merkingar hafa nú verið teknar upp
fyrir allt búfé nema sauðfé, en þar
er unnið að því að samræma hið
nýja kerfi hinu eldra."
maOur sektaöur
Vömbflstjóri nokkur sem flutti
hross til slátrunar frá Danmörku
til Ítalíu, hefur nú verið dæmdur
til greiðslu rúmlega 800 þús. ísl.
króna fyrir slæman aðbúnað og
meðferð á dýmm. Forsaga
málsins er sú að bflstjórinn
trassaði að fóðra hrossin, brynna
þeim eða hvfla á 2.500 km.
ferðalagi. Málið hefur fengið
mikla athygli í Danmörku og
vakið upp spumingar um meðferð
sláturdýra.
Ný aukehii
leyffi í ffifiri
í lok júlí sl. gaf landbúnaðar-
ráðuneytið út breytingu á reglu-
gerð nr. 340/2001 um eftirlit með
fóðri. Um er að ræða skil-
greiningar á banni við notkun úr-
gangsefna frá heimilum og iðnaði
í fóður og heimild til að nota ýmis
ný aukefni, s.s. nokkur ný
hníslalyf, ensím, örverur og
vaxtaraukandi efni í fóður. Um-
ræddar breytingar em byggðar
á nýlegum reglugerðum og
ákvörðunum framkvæmdastjómar
Evrópusambandsins. Frá þessu er
skýrt á vef aðfangaeftirlitsins.
Nauta
eldis-
kögglar i
Eldisfóður fyrir
nautgripi til
kjötframleiðslu
Úrvalsfóður á mjög Laust. Verð
hagstæðu verði. Fóðrið 23.460 kr. pr. tonn.
er gefið í einn til þrjá 800 kg stórsekkir.
mánuði fyrir slátrun. Verðkr. 19.368.
Skammturinn er yfirleitt 35 kg sekkur. Verð kr. 926 kr.
eitt til þrjú kíló á dag. Verð án VSK
Kynntu þér efnainnihald, fóðursamsetningu og íblöndun!
Efnalnnihald FEm 98/100 kg Fóöursamsetnlng Hveitiklíð 50%
Prótín 11,0 % Maís 41,75%
Aska 5,0 % Sykurreyrmelassi 5%
Fita 3,0 % Skeljakalk 2%
Tréni 5,0 % Fóðursalt 1%
Fosfór 0,6 Kalsíum 0,8 Magníum 0,2 Natríum 0,4 % % % % FB302E* *)FB302E Inniheldur uppgefin vítamín og snefilefni 0,25% 100%
íblðndun:
Kobalt-Co 2 mg/kg
Kopar-Cu 30 mg/kg
Járn-Fe 25 mg/kg
Mangan-Mn 100mg/kg
Selen-Se 0.35 mg/kg
Joð-I 5 mg/kg
Sink-Zn 100 mg/kg
Avítamín 10a.e./g
D3 vftamín 2,5 a.e./g
Alfa-tókóferól (E-vítamín) 50 mg/kg
AAT
g/kg þe.
105
PBV
g/kg þe.
-35
FB
FOÐURBLANDAN HF.
Korngöröum 12, 104 Reykjavík. Sími: 570 9800
1 I I