Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 13
Stórt mál fyrir íslenska bændur Áburðarverksmiðjan í Gufunesi heldur ótrauð áfram að bjóða íslenskum bændum gæðavöru og þjónustu sem hentar íslenskum aðstæðum, eins og hún hefur gert í áratugi. Nú hefur Áburðarverksmiðjan gert samning við Kemira Agro um framleiðslu á öllum einkornaáburði fyrir verksmiðjuna. Framleiðsla Kemira Agro mun taka mið af þeim formúlum sem Áburðar- verksmiðjan hefur þróað í samráði við vísindamenn, landbúnaðar- ráðunauta og íslenska bændur um áratugaskeið. Við þessa séríslensku þekkingu bætist nú víðfeðm rannsóknarvinna, reynsla og tækni Kemira-samsteypunnar. Að auki munu Kemira Agro-verksmiðjurnar í Danmörku útvega hráefni til fjölkornaframleiðslu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þessir samningar gera Áburðarverksmiðjunni kleift að bjóða íslenskum bændum gæðavöru á mun betra verði en áður. Þess vegna eru þetta stórtíðindi fyrir íslenska bændur. Við bjóðum íslensk gæði, á betra verði. Áburöarverksmiðjan hf.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.