Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Góð sátt um íslenskt grænmeti Á undanfömum mánuðum hefur ríkt meiri sátt um íslenskt grænmeti og grænmetismarkaðinn en verið hefur um langt skeið. Stöðugt framboð hefur verið af öllum algengustu tegundum og neytendur jafnan geta valið milli innlendrar og innfluttrar framleiðslu. Verð til neytenda hefur lækkað vemlega á þeim tegundum sem njóta beinna greiðslna við framleiðslu hérlendis, og raunar meira en sem nemur þeim niðurgreiðslunum sem um var samið. Framleiðendaverð hefur eigi að síður verið stöðugra en undanfarin sumur og innlenda framleiðslan selst vel. Flest bendir því til að heildameysla grænmetis fari vaxandi sem er í góðu samræmi við manneldismarkmið þjóðarinnar. Framleiðendum tómata, gúrkna og papriku hefur verið gefmn kostur á úreldingu gróðurhúsa og eru umsóknir þar um allmargar og raunar fleiri en hægt er að verða við á næstu árum. Því má segja að svo virðist sem þau meginmarkmið sem sett voru á liðnum vetri við gerð aðlögunarsamnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða hafi náðst. Eigi að síður eru blikur á lofti varðandi stöðu einstakra framleiðenda. Sölusamtök bændanna hafa gengið þeim úr greipum á undanfömum ámm og nú er lagt til að þeir kaupi hlutafé í endumýjuðum sölusamtökum framleiðenda sem þó eiga ekki að sinna nema hluta markaðarins. Nýtt hlutafélag sem gengur kaupum og sölum á þröngum íslenskum fjármála- markaði er ekki líklegt til að tryggja hagsmuni þeirra sem framleiða íslenskt grænmeti á komandi ámm. Fátt bendir til annars en framleiðsla grænmetis og garðávaxta verði áfram á hendi margra en fremur smárra framleiðenda sem þurfa á öflugum sölusamtökum að halda í harðnandi viðskiptaumhverfí. Virkt framleiðenda- samvinnufélag með þátttöku og ábyrgð þorra garðyrkju- bænda væri álitlegri framtíðarkostur. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að á komandi ámm hljóta garðyrkju- bændur að merkja alla sína vöru sem íslenska gæðavöm til aðgreiningar frá innfluttu grænmeti. Við blasir að framleiðsla og sala grænmetis verður æ alþjóðlegri, flutningatækni fleygir fram og tollar fara lækkandi. Því verður að reikna með að innflutt grænmeti verði jafnan boðið fram í samkeppni við innlent. Harðnandi samkeppni, jafnt innlendri sem erlendri, verður einnig stöðugt að mæta með nýrri fagþekkingu sem að hluta til hlýtur að verða sótt út fyrir landsteinana, eins og garðyrkjubændur hafa raunar gert í vaxandi mæli á undanfömum ámm. Því er mikilvægt að þeim fjármunum sem í aðlögunar- samningnum er ætlaðir til rannsókna og þróunar í greininni verði vel varið og nýtist greininni til öflugrar sóknar í nýja þekkingu og þar með aukna samkeppnishæfni. /AT Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Nr. 162 Bændablaðinu er dreift í tæpum 7000 eintökum. íslandspóstur annast það verk að mestu leyti. ISSN 1025-5621 15. október er alþjóðlegur dagur kvenna í landbúnaði. Gegnum árin hefur ekki verið gert mikið með þennan dag hér á landi, þó víða í Iöndunum í kríng um okkur sé hann tilefni mikilla hátíðarhalda. Jafnréttisnefnd Bændasamtaka íslands er þeirrar skoðunar að ekki megi hjá líða að nýta sér að slíkur alþjóðadagur skuli vera til og vill leggja sitt af mörkum til að hefja hann til vegs og virðingar hérlendis. Fyrsta skrefið verður að efla og fræða þær konur sem í dag gegna ábyrgðarstöðum fyrir bændur, jafnframt því að draga athygli að konum í íslenskum landbúnaði og þar með greininni í heild, þ.l5.okt. næstkomandi. Ráðstefna og hátíð fyrir konur í ábyrgðarstöðum innan félagskerfis bœnda: Eins og fram kom í viðtali við Sigríði Bragadóttur, formann jafn- réttisnefndarinnar fyrir skömmu, ætlar nefndin að standa fyrir ráðstefnu/námskeiði og hátíð fyrir konur í ábyrgðarstöðum innan félagskerfis bænda þennan dag að Hótel Glymi í Hvalfirði. Hvers vegna? Jafnréttisnefndin er þeirrar skoðunar að jákvæðasta leiðin sem fær er til að efla konur í bænda- stéttinni, sé að draga athyglina að þeim konum sem þegar eru virkar innan félagskerfis bænda, efla þær og styrkja bæði sem einstaklinga og sem fyrirmyndir annarra kvenna í stéttinni. Því ætlar nefndin að standa að veglegum degi fyrir þessar konur að Hótel Glymi í Hvalfirði þar sem þeim er sómi sýndur með boði á innihaldsríkt námskeið og hátíðar- dagskrá um kvöldið. Um hvað verður fjallað? Yfirskrift dagsins verður: ÖFLUGAR KONUR f ÍSLENSKUM LANDBÚNAÐI og yfirskrift ráðstefnunnar: AÐ NÁ ÁRANGRI Landbúnaður í nútíð og framtíð - framlag mitt Markmið ráðstefnu og hátíðar fyrir óndvegiskonur í íslenskum landbúnaði: # Að vekja athygli á alþjóð- legum degi kvenna í landbúnaði og nýta jafnframt þann dag til að draga athygli að landbúnaðar- geiranum og mikilvægum hlut kvenna í íslenskum landbúnaði; # Að halda upp á þennan dag með þeim konum sem íslenskir bændur hafa þegar leitt til öndvegis innan síns félagskerfis og hvetja þannig bæði þær og aðrar konur í bændastéttinni til frekari dáða; # Að efla konur í bændastétt sem einstaklinga og sem liðsheild, konum í landbúnaði, bænda- stéttinni og íslenskum landbúnaði til framdráttar; # Að styrkja tengslanet kvenna sem gegna ábyrgðar- stöðum fyrir bændur; # Að fjalla um ný- sköpunarhugsun og frumkvöðla- hlutverkið; # Að kynna "Ég.ehf'- hug- myndafræðina, sem opnar hugann fyrir nauðsyn þess að taka fulla ábyrgð á sjálfum sér og sínum atvinnurekstri; # Að vekja þátttakendur til vitundar um afl og nauðsyn menntunar/símenntunar og þess að kunna að nýta sér upplýsingatækni nútímans til að auka fæmi sína í sinni atvinnugrein og til að leita sér þekkingar og þroska sem einstaklingur; # Að þessar konur myndi liðsheild sem í framtíðinni tæki hugsanlega að sér að skipuleggja nýtingu alþjóðlegs dags kvenna í landbúnaði, konum í landbúnaði og atvinnugreininni í heild til framdráttar. Dagskráin mun endurspegla þessi markmið; kapp verður lagt á að byggja upp jákvætt andrúms- loft, horft verður meira til framtíðar en fortíðar og stefnt er að því að dagurinn verði bæði skemmtilegur og uppbyggilegur. Það er full þörf á að sinna jafnréttismálum innan landbúnaðargeirans: Eins og oftsinnis hefur komið fram og menn em almennt sammála um, er bændastéttinni nauðsyn á að konur í atvinnu- greininni séu sýnilegri og að rödd þeirra heyrist betur í röðum bænda. Helstu rökin hafa verið þessi: # Það fækkar óðum í bændastéttinni og veitir ekki af að allir séu sýnilegir og taldir með. # Lífssýn kvenna og félagsleg staða er gjaman nokkuð önnur en karla og því ekki nema réttmætt að rödd kvenna heyrist til jafns við karla þar sem ákvarðanir um framtíð beggja em teknar. # Það skiptir ekki minna máli hvaða kyni þú tilheyrir þegar tekist er á um bændapólitísk mál heldur en hvaða pólitíska flokk þú styður eða við hvaða búgrein þú starfar. # Rætur og hefðir bænda- stéttarinnar liggja djúpt og því þarf töluvert átak til að breyta þeim. Er þar átt við að konurnar þurfa aðstoð við að efla sig til átaka til að breyta því mynstri sem ríkt hefur og gert hefur hlut þeirra ósýnilegri en vera skyldi í nútímasamfélagi. # Að efla hlut kvenna og gera þær sýnilegri er nauðsynlegur þáttur í að efla nútímalega ímynd landbúnaðar á 21.öldinni. # Víða er því haldið fram að konur í bændastétt hafi betri skilning á viðhorfi neytenda, þar sem þær sjá alla jafna um innkaup og matseld á búinu. Slíkur skilningur er grundvallaratriði í landbúnaði í dag og því rök sumra að ekki síst þess vegna þurfi félagskerfi stéttarinnar á fleiri konum að halda. Um alþjóðlegan dag kvenna í landbúnaði: Alþjóðlegur dagur kvenna í landbúnaði hefur nú verið haldinn hátíðlegur víða um heim um nokkurt árabil og er æ víðar að hasla sér völl sem mikill hátíðis- dagur. Er hann haldinn 15.október ár hvert og þá gjaman vakin athygli almennings og fjölmiðla á hlut kvenna í landbúnaði á viðkomandi svæði (landi eða héraði) og þar með vitaskuld jafnframt að landbúnaðinum sem atvinnugrein í samhengi sam- félagsins og nútímans. Útfærsla þessara hátíðahalda er með ýmsu móti, allt frá því að konurnar taki sér einfaldlega frí og geri sér glaðan dag saman, yfir í miklar hátíðir sem helst er hægt að líkja við landbúnaðarsýningar á forsendum kvenna. Einnig er ekki óalgengt að konur í landbúnaði noti þennan dag til að styrkja tengsl greinarinnar við neytendur og taki t.a.m. að sér að kynna landbúnaðarvörur í stórmörkuðum eða fari í skólana með fræðslu um framleiðslu sína og líf sitt og störf í sveitinni. Eitthvað þessu líkt vildi jafnréttisnefndin gjaman sjá gerast hérlendis og til að svo megi verða telur hún að fyrsta skrefið sé að virkja gleði, áhuga og samtakamátt þeirra kvenna sem nú þegar hafa sýnt fmmkvæði innan félagskerfis bænda. Anna Margrét Stefánsdóttir verkefnisstjóri jafnréttisnefndar BI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.