Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 syndum okkar. Einn hektari af lúpínubreiðu tekur til sín um 3-4 tonn af koltvísýringi úr andrúms- loftinu, sem er svona svipað og fjöl- skyldubíll mengar á ári. Þannig að þegar verður búið að græða upp og rækta skóg á öllu þessu landi, þá náum við að bæta upp mengun 12 þúsund bifreiða." Aðspurður um það hvort hann sjái fyrir sér þær veðurfarslegu aðstæður að það verk sem nú hefur verið unnið spillist, t.d. vegna þurrka eða foks, segist Andrés ekki telja það líklegt. Lúpínan hafi náð fótfestu og muni vinna áfram sitt landgræðsluverk og ryðja brautina fyrir annan gróður. Tilraunir með trjáplöntur hafi einnig gefið mjög góða raun. Það sé því óhætt að fullyrða að þessi merkilega tilraun sem hófst fyrir tæpum áratug sé að takast, og að hin mikla eyðimörk Hólasands verði gróin á ný eins og hún var um aldir. JS Það er sem sé allt iðandi af lífi á Hólasandi þar sem auðnin hefur svo lengi ráðið ríkjum. Eða reyndar ekki svo óskaplega lengi, að sögn And- résar Amalds sem telur að gróðureyðing á Hólasandi hafi ekki hafist fyrir alvöru fýrr en snemma á 18 öld. Þá fóru að myndast sand- strendur við vötn í kjölfar eldgosa, og sandurinn fór að fjúka yfir Hóla- sand sem áður var algróinn. Þama er því verið að endurheimta landgæði en ekki "spilla náttúmlegri eyði- mörk," eins og sumir hafa viljað halda fram. Lúpínan, þessi mikla land- græðsluplanta, er einhver um- deildasta jurt sem sprottið hefur í ís- lenskum jarðvegi. Sumir finna henni allt til foráttu og telja hana hið versta illgresi. Aðrir mæra hana og dá og telja allra mein bót fyrir bæði menn og jarðveg. En hvert er eðli þessarar plöntu sem svo margir hafa lofað og úthúðað? Andrés Amalds er manna fróðastur um lúpínuna og kann sögu hennar hér á landi öðmm betur. Hann segir að lúpínan hafi fyrst stigið rót á ísland árið 1912, og þá sem garðjurt en náði lítilli út- breiðslu. Það var svo ekki fyrr en Hákon Bjamason kom með mat- skeiðarfylli af lúpínufræi og einhverja rótarbúta frá Alaska árið 1945 að saga hennar á Islandi hefst fyrir alvöm. Sá stofn sem nú vex á landinu er nær allur kominn af þessari einu matskeiðarfylli sem Hákon flutti inn. Lúpínan breiddist í fyrstu hægt út og það var ekki fyrr en um 1980 sem hún fór að láta vemlega til sín taka. „Lúpínu- breiðumar á Hólasandi em þær langstærstu á fslandi og í raun ekkert svæði sem kemst í hálfkvisti við þetta, þó töluvert sé reyndar af lúpínu á Skógarsandi," segir Andrés. Hann fræðir okkur um margvís- leg not sem hugsanlegt er að hafa af lúpínunni, m.a. til fóðurs ef kyn- bætur tækjust vel. Einnig em í gangi rannsóknir á lækningamætti hennar. Ekki má heldur gleyma því hvaða áhrif það hefur ef tekst að græða Hólasand að fullu. „Með því væmm við að bæta fyrir hluta af mengunar- Steingrímur Sigfússon, þingmaður og Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, ræða uppgræðslu- mál við Árna Sigurbjarnarson, skólastjóra tónlistarskólans á Húsavik. Árni er mikill áhuga- maður um landgræðslu og einn af forsvarsmönnum Húsgulls. MjúlMlag Reykjavíkur gerlr víðreist nm Suðurland Mjólkurfélag Reykjavíkur, MR, hefur þjónað sunnlenskum bændum um áratuga skeið. í framhaldi af þeim breytingum sem orðið hafa á fóðurmarkaði undanfarið leggur féiagið sérstaka áherslu á að kynna bændum fóðrið frá MR og þá þjónustu sem í boði er. Starfs- menn MR FÓÐURS munu á næstu vikum halda fræðslufundi og heimsækja bændur með það fyrir augum að kynna þá möguleika sem felast í við- skiptum við félagið. MR býður öllum bcendum að byggja upp stofhsjóð Um þessar mundir telur stofn- sjóður Mjólkurfélags Reykjavíkur hundruð milljóna króna. Með félagsaðild og viðskiptum við MR FÓÐUR efla félagsmenn eigin stofhsjóð og byggja þannig upp sinn lífeyri. Dæmi em um að eftir liðlega 10 ára félagsaðild eigi kúabændur inni stofnsjóð sem nemur fast að ársveltu þeirra í fóðri, eða vel á aðra milljón króna. Við hagnað af rekstri eiga bændur kost á arðgreiðslu sem í ljósi reynslunnar getur numið allt að 10% af ársviðskiptum við Mjólk- urfélag Reykjavíkur. Engu að síður eru framleiðslu- og söluvörur MR fyllilega samkeppnishæfar í verði við aðra framleiðendur. Nýr starfsmaður á Suðurlatidi Hjalti Garðarsson hefur verið ráðinn sem sölumaður í fóðri. Hjalti er vélstjóri og hefúr m.a. unnið við blikksmíði, útkeyrslu hjá Olíudreifingu hf. og hjá KA. Hjalti hefur undanfarið séð um fóðurverksmiðju KÁ á Brúnum og er búsettur ásamt Hrafnhildi konu sinni og þremur bömum að Káratanga, skammt frá Hvolsvelli. Hann mun vera mest úti á meðal bænda og verður með skrifstofu heima. Með ráðningu Hjalta í sérstakt sölumannsstarf í fóðri sér MR fram á aukna þjónustu við viðskiptavini sína á Suðurlandi. Sími hjá Hjalta er 893 0996 og netfangið hjalti@mrf.is. Fréttatilkynning hefúr verið mikill raki og hlýindi, en aldrei kalt. Og spretta á ýmsum gróðri hefur verið með ólíkindum í sumar," segir Hjörleifúr. Við ökum inn í dalverpi sem kallast Fagridalur, en það nafn gáfu Húsgullsmenn því þegar þar var ekkert nema sandauð. Nú er dalurinn alsettur grænum röndum og ber orðið nafn með rentu. Stefán Skaftason bendir á litlar lúpínu- plöntur sem hvarvetna eru að koma upp á milli upprunalegu sáninga- raðanna. „Lúpínan hefur sáð sér vel í fyrra og mikill nýgræðingur er að koma upp. Næsta sumar verður þetta orðið mun stórfelldara og verður að lokum samfelld lúpínubreiða." Og það er ekki bara lúpínan sem breiðist um sandinn og býr til gróðurmold fyrir aðrar jurtir. Harð- gerum grastegundum hefur verið sáð á stöku stað og þrífast bara bærilega. Birkiplöntur sem settar hafa verið niður í námunda við lúpínugarða virðast einnig ætla að standa sig og ná að vaxa úr grasi. Og á grasfleti skammt frá veginum, rétt hjá fyrstu lúpínubreiðunni sem sáð var, má sjá lífvænleg lerkitré sem hóta að vaxa ýmsum Mývetningum yfir höfuð ef fram heldur sem horfir. Lúpínan, þessi mikla landgræðslu- planta, er einhver umdeildasta jurt sem sprottið hefur f fslenskum jarðvegi. Sumir finna henni allt til foráttu og telja hana hið versta illgresi. Aðrir mæra hana og dá og telja allra mein bót fyrir bæði menn og jarðveg. Hvað sem öðru líður þá hefur hún breytt ásýnd Hólasands. þess. Þegar ekið er um Kísilveginn má nú í fyrsta sinn sjá græna slikju á svæðum sem sáð var í fyrir nokkrum árum án þess að það bæri ávöxt. En hagstæð ytri skilyrði í sumar virðast hafa lokkað fræin upp úr sandinum, þar sem þau hafa legið og beðið síns tíma. Og skilyrði hafa óneitanlega verið góð í sumar. Það staðfestir Hjörleifur Sigurðarson ffá Græna- vatni í Mývatnssveit, sem ekki segist muna eftir jafn hagstæðum gróðurskilyrðum í sveitinni. "Það Gríður flæðin Fyrir skömmu voru þingmenn á ferð á Hólasandi og víðar t sýslunni til að kynna sér uppgræðslu og ræktunarstörf á svæðinu. Og daginn eftir þingmannaferðina var hinn árlegi Hólasandsdagur haldinn. Þá var öllum sem áhuga höfðu boðið í skoðunarferð um sandinn til að kynna sér hið gríðarlega uppgræðsluátak sem þar hefur staðið yfir frá árínu 1994 og hefur nú þegar skilað árangrí "sem er með ólíkindum og framar öUu því sem ég nokkum tímann þorði að vona," eins og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar orðar það. Það voru áhugamannafélagið Húsgull og Landgræðslan sem hófú þetta verk fyrir 9 árum, og þótti ýmsum að menn væru kannski að færast heldur mikið í fang. Töldu raunar sumir það fráleita hugmynd að ætla að græða upp Hólasand með lúpínu, þessa 130 ferkílómetra sand- auðn sem er að jafnaði 3-400 metra yfir sjávarmáli. Og Andrés Amalds viðurkennir að þeir hjá Land- græðslunni hefðu talið þetta alveg við efstu mörk þess að lúpínan gæti þrifist, en þeim hefði þótt tilraunin góðra gjalda verð og því ákveðið að ,"kýla á þetta með Húsgulli. Og við sjáum aldeilis ekki eftir því," sagði Andrés þegar hann leit yfir sandinn og grænar lúpínurákimar sem teygja sig svo langt sem augað eygir. En þetta var oft bamingur, eins og frumkvöðullinn og Húsgulls- maðurinn Sigutjón Benediktsson segir. „Það hefur gengið á ýmsu og sandurinn verið okkur erfiður. Stundum kom lítið upp af því sem sáð var og þurrkasumur slógu á vonir okkar. En nú er þetta að verða að veruleika." Sigurjón minntist sér- staklega á að aðkoma Stefáns Skaftasonar að málinu hefði virkað eins og vítamínsprauta á framgang LANDSSAMBAND KÚABÆNDA Haustfundir LK Ákveðið hefur verið að halda haustfundi LK í seinni hluta október og að þeim verði lokið fyrir mánaðarlok. Á fundunum verður rætt um framtíðarhorfur í íslenskrí nautgríparækt, stefnumörkun nautgrípa- ræktarínnar, ræktunaráherslur með íslenskar kýr, markaðsmál mjólkur og nautakjöts, laga- og reglugerðaumhverfi nautgriparæktarinnar o.fl. Fundimir verða sem hér segir: 22. október í Búðardal og Borgarnesi 23. október I Skagafirði og Húnavatnssýslum 24. október í Rangárvallasýslu og Ámessýslu 25. október Á Isafirði 29. október I Suður Þingeyjasýslu og Eyjafirði 30. október í Vopnafirði og á Héraði 31. október í Austur Skaftafellssýslu Fundatúnar og -staðir verða auglýstir síðar. Kúabændum og öðm áhugafólki um nautgríparækt er bent á að fundirnir verða opnir öllum. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK. Þjónustu- miðstöð fyrir Massey Ferguson og Fendt dráttarvélar '■ \ 1 Viðgerðir og varahlutaútvegun Smíðum glussasiöngur í aliar gerðir landbúnaðarvéia. MF Þjónustan ehf Grænumýri 5b, 270 Mosfellsbæ Sími: 566-7217, fax: 566-8317 Netfang: traktor@isl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.