Bændablaðið - 01.10.2002, Page 21

Bændablaðið - 01.10.2002, Page 21
Þriðjudagur 1. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 21 Gúmmivinnslan í samstarf við enskt fyrirtæki um tramleiðslu ð gúmmíhellum Gúmmívinnslan hf. á Akureyri hefur hafið samstarf við enska fyrirtækið Rosehill um þróun og framleiðslu á öryggishellum fyrir leikvelli. Samstarfið er mikilvægt framfaraskref fyrir Gúmmívinnsluna og mun skila sér í betri en jafnframt ódýrari vöru. Gúmmívinnslan hefur fram- leitt öryggishellur fyrir leikvelli í um tíu ár, en 90% af hráefninu í hellunum eru fengin úr notuðum hjólbörðum. Með framleiðslu þeirra hefur Gúmmívinnslan því stuðlað að bættu umhverfi á undanfömum ámm jafnframt því að auka öryggi bama við leik, því gúmmíhellumar hafa náð tölu- verðum vinsældum og em víða notaðar á leikvöllum og leik- skólum. Með öflugri endurvinnslu hefur Gúmmívinnslan jafnframt tekið þátt í að uppfylla skyldur Is- lands gagnvart Evrópusambandinu um endurvinnslu á hjólbörðum. Betri vara, meira öryggi Með samstarfi við enska fyrirtækið Rosehill fær Gúmmí- vinnslan aðgang að miklu þróunar- starfi og betri vöm. Þegar er hafin framleiðsla á nýjum öryggis- hellum hjá Gúmmívinnslunni eftir þeim stöðlum og aðferðum sem enska fyrirtækið hefur þróað. Helsta breytingin á hellunum er nýtt neðra lag sem eykur dempunar- eiginleika hellunnar jafnframt því að hráefnisnotkun minnkar. Gúmmívinnslan mun því fram- leiða betri vöru en áður, jafnframt því að verðið ætti að geta lækkað vegna minni hráefnisnotkunar. Gúmmívinnslan hefur hingað til aðeins framleitt svartar hellur en hefur nú hafið framleiðslu á hellum í nokkmm litum. Öflugt Jyrirtœki með mikið þróunarstarf Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, segir samstarfið við Rosehill geysilega mikilvægt framfaraspor fyrir Gúmmívinnsluna. „Það sem dregur okkur að þessu enska fyrirtæki er fyrst og fremst að það hefur mjög góða lausn á efna- samsetningunni í vinnslunni og hefur náð verulega góðum árangri við að þróa þau plastefni sem notuð em til að líma gúmmíið saman. Rosehill er stórt og öflugt fyrirtæki með fimmtán ára reynslu af þróunarstarfi fyrir stóran markað. Þetta fyrirtæki hefur það fjármagn sem þarf til að þróa vöruna og uppfylla þá staðla sem þarf. Það er fyrst og fremst þessi þáttur sem við nýtum okkur í sam- starfinu við Rosehill," segir Þórarinn. Hann bendir jafnframt á að með samstarfinu muni Gúmmí- vinnslunni reynast auðveldara að fylgja eftir þeim breytingum sem kunna að verða á öryggisstöðlum innan Evrópusambandsins í fram- tíðinni. Fréttatilkynning frá Gúmmívinnslunni hf. Hér má sjá Þórarinn Kristjánsson framkvæmdastjóri með gúmmí- hellu. Á dögunum var opnaður nýr vefur á vegum félagsskapar sem hefur það að markmiði að örva og efla byggð um allt land. Hreyfingin heitir „Landsbyggðin lifi - LBL“ og slóðin á vefinn er www.landlif.is „Landsbyggðin lifi“ var stofnuð þann 12. júní 2001. Formlega er búið að stofna sex framfarafélög á landinu og mörg eru í undirbúningi. Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega. Á stærri myndinni má sjá stjórn samtakanna. Efri röð: Ingi- björg Hjartardóttir kynningar- fulltrúi, Jónas Jónsson varamaður í stjórn og Helgi Sigfússon ritari. Neðri röð: Fríða Vala Ás- björnsdóttir formaður, Sveinn Jónsson varaformaður, Stefán Á. Jónsson gjaldkeri. Á myndinni hér fyrir ofan er Jónas að opna nýja vefinn en Fríða Vala og Ingibjörg fylgjast grannt með gangi mála. Verðskrá yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í september 2002 Sláturhúsið Norðlenska KS Sölufélag SS Hellu A. Hún. Ungnaut: UN 1 Ú A - holdanaut 330 350 340 351 UN 1 Ú B - holdanaut 330 350 340 333 UN 1 Ú C - holdanaut 295 UN 1 Ú A 310 317 350 316 316 UN 1 Ú A, léttari en 230 kg 300 308 302 UN 1 Ú B 300 311 350 301 301 UN 1 Ú B, léttari en 230 kg 290 302 290 UN1 ÚC 270 268 260 269 269 UN 1 Ú C léttari en 230 260 UN 1 Ú M+ 273 275 278 279 UN 1 Ú M 270 260 265 269 269 UN 1 Ú M léttari en 230 kg 260 UN 1 A, þyngri en 250 kg 315 UN 1 A, þyngri en 230 kg 300 313 306 307 UN 1 A, léttari en 230 kg 280 300 296 296 UN 1 A, þyngri en 200 kg 0 308 UN 1 A, léttari en 200 kg 270 280 UN 1 B, þyngri en 250 kg 315 UN 1 B, þyngri en 230 kg 290 296 291 291 UN 1 B, léttari en 230 kg 280 291 281 281 UN 1 B, þyngri en 200 kg 0 308 UN 1 B, léttari en 200 kg 0 280 UN 1 C 250 261 235 250 250 UN 1 C léttari en 230 240 UN 1 M+ 260 260 260 260 265 UN 1 M 240 240 240 249 251 UN2A 200 204 200 215 214 UN2B 200 204 200 210 214 UN2C 150 142 150 151 UN2M+ 195 201 UN2M 180 170 180 185 187 Naut: N 220 206 214 Kvígur: K 1 U A 220 229 215 218 229 K 1 U B 210 209 215 213 229 K 1 U C 180 175 175 188 189 Kýr: K 1 A 200 221 200 200 208 K 1 B 190 206 195 190 194 K 1 C 140 140 147 146 146 K 2 160 150 170 170 170 K 3 140 130 140 146 151 K 4 46 Kálfar: MK 1 300 271 296 321 UK 1 200 160 200 188 210 UK 2 150 111 160 156 160 UK 3 120 91 120 130 130 AK 1 260 209 240 237 258 AK 2 180 130 180 180 180 AK 3 160 106 160 156 156 Ýmsar upplýsingar: Of hátt sýrustig í falli Breytilegt 6% verðlækkun 30 kr/kg verðfelling 10% verðlækkun Ekki verðfellt Of hátt sýrustig f filé Breytilegt Verðfellt um 2.500 kr Ekki verðfellt Greiðsluskilmálar fyrir UN 25. dag 55 dögum 45 dögum 60 dögum 25. dag í öðrum mánuði e. sláturdag e. sláturdag e. sláturdag í öðrum mán. Greiðsluskilmálar fyrir K 25.dag 14 dögum 45 dögum 60 dögum e Stað- í öðrum mán e. sláturd e. slátur. e. sláturd. greitt Greiðsluskilmálar fyrir UK 25. dag 70 dögum 45 dögum 60 dögum 25. dag- í öðrum mán e. sláturd e. slátur. e. sláturd. í fjórða mán. Heimtaka, kr/kg 50 45 50 70 45 Heimtaka á innmat, kr/stk. Breytilegt Tungur, kr/stk. Ekki gr. 105 Ekki gr. 110 Ekki gr. Innmatur UN, kr/stk. Ekki gr. Ekki gr. Ekki gr. Ekki gr. 125 Innmatur K, kr/stk. Ekki gr. Ekki gr. Ekki gr. Ekki gr. 90 UN og K húðir, kr/kg Ekki gr. 10 25 15 10 UK húðir, kr/stk. Ekki gr. Ekki gr. 80 UK húöir 0-3,5 kg, kr/kg Ekki gr. 45 33 Ekki gr. Ekki gr. Flutningur (UN og K), kr/grip Breytll. Breytil. Breytil Breytil 8,90 kr/kg fallþ. þó hám. 2.000 kg Kostnaður vegna úrkasts/grip Breytilegt 3.500 Móttökugjald (UK), kr/grip 300 0 0 0 300 Móttökugjald (UN og K), kr/grip 800 0 0 0 800 Tekið saman af Landssambandi kúabænda

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.