Bændablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 17

Bændablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 17
Þriðjudagur 1. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 17 * Blómalagerinn - beint frá bónda wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Verða með fiúrar verslanir innan sknmms í nokkra mánuði hafa fjórir garðyrkjubændur, sem starf- rækja þrjár garðyrkjustöðvar, rekið tvær blómabúðir; aðra í Kópavogi en hina í Keflavík. Búðirnar heita Blómalagerinn - beint frá bónda. Reksturinn hefur gengið framar vonum og nú stendur fyrir dyrum að opna tvær verslanir til viðbótar - í Hafnarfirði og Reykjavík. „Við vildum losa okkur við milliliði og lækka álagningu og þar með verð blómanna. Um leið vildum við bæta hag garð- yrkjustöðvanna sem eiga þessar verslanir, og gera fleirum kleift að kaupa blóm á mjög hagstæðu í síðsta Bændablaði gleymdist að nafngreina yngsta fjölskyldu- meðliminn á Kollsá II í Stranda- sýslu. Honum fannst það að vonum illt að hafa gleymst í upptalningunni, en það voru mistök sem alfarið skrifast á reikning Bændablaðsins. Gerðar voru ráðstafanir til að fá sérstaka mynd af Kára Ragnarssyni sem er sex ára gamall. Hér er hann með tíkinni Snotru. verði," sagði Jóhann Sigurðsson. „Bændaverslanir af ýmsu tagi eru að ryðja sér rúms í útlöndum. Þetta á ekki bara við um blómabúðir heldur líka verslanir sem selja af- urðir bænda sem stunda hefð- bundinn landbúnað." En hvers vegna drógu bændurnir sig út úr Grænum markaði og ákváðu að reyna sjálfir? Jóhann sagði að þeir hefðu lengi hugleitt að reka eigin verslanir og lækka verð á blómum. „Blóm á íslandi eru of dýr og hlut- ur bænda hefur samt smám saman rýmað. Kaupmenn hækkuðu álagninguna og juku sinn hlut. Um leið fjölgaði blómaverslunum," sagði Jóhann og bætti því við að 1. flokkur af rósum hefði verið seldur á um 490 til 590 krónur út úr búð en af þeirri upphæð fékk bóndinn tæpar 100 krónur. I hlut heildsalans kom um 20% sem Jóhann sagði að væri í sjálfu sér ekki mikið, en hafa ber í huga að þetta er umboðssala, og verslunin fékk svo afganginn. Fyrir áratug sagði Jóhann að verslanir hefðu verið með um 100% álagningu að viðbættum virðisaukaskatti, en álagningin hefur á liðnum misserum náð a.m.k. 200% að viðbættum vsk. „Vandinn í blómaræktinni er að hluta til heimatilbúinn. Bændur framleiða mikið meira af blómum en markaðurinn þolir. Fram- leiðslan hefur líklega verið aukin um 20-30% á síðustu árum," sagði Jóhann, en hann sagðist gera ráð fyrir að margir bændur yrðu að henda 25-40% af sinni fram- leiðslu. Eigendur Blómalagersins eru þeir Jóhann Sigurðsson, Sigurður Magnússon, Þorvaldur Snorrason og Erlingur Ólafsson. Jóhann og Sigurður, faðir hans, reka saman garðyrkjustöð í Hveragerði en Sig- urður sér jafnframt um að stýra fyrirtækinu. Þorvaldur er líka með garðyrkjustöð í Hveragerði, en Erlingur býr í Mosfellsbæ og rekur þar sína stöð. Á aðalfundi LS snemmsumars var nokkur umræða um að borið hefði á óeðlilega miklum vanhöldum lamba á sauðburði síðastliðið vor. Við voruppgjör á skýrslum úr fjárræktarfélögunum var því sérstaklega hugað að þessum þætti. Engin sérstök greining hefur verið gerð á vanhöldum lamba hér á landi síðari ár. Hins vegar hafa ekki komið fram neinar breytingar í heildar- vanhöldum í skýrslum Qárræktarfélaganna um langt árabil. Þá er verið að horfa á vanhöld frá fæðingu (þar með talin dauðfædd lömb) til hausts. Þær tölur sýna að þessi vanhöld sveiflast á milli ára um 7-9% fyrir landið. Hins vegar má alltaf sjá umtalsverðan breytileika í vanhöldum á milli búa. Til skoðunar voru teknar upplýsingar frá öllum búum þar sem fædd voru fleiri en 100 lömb vorið 2002. Ástæða þess að minnstu búin eru ekki tekin með er sú að vanhöldin eru metin sem hlutfallstala og verða því tilsvarandi ónákvæmlega ákvörðuð í litlum fjölda. Sá fjöldi lamba sem þannig er sleppt er sáralítið hlutfall heildarfjölda. í þessu uppgjöri voru til staðar upplýsingar fyrir um 500 bú, þar sem fædd voru samtals rúmlega 245 þúsund lömb. Skráð voru vanhöld fyrir nokkuð á 13. þúsund af þessum lömbum. Reilaiuð vanhöld fyrir allan hópinn reyndust vera 5,25%. Reiknað meðaltal af vanhöldum á einstökum búum var hins vegar 5,41%, en þessi munur segir okkur að hlutfall vanhalda hefur verið hærra á minni búunum en þeim stærri. Þegar tölumar em skoðaðar nánar þá sést að á tæpum helmingi búanna er hlutfall vanhalda innan við 5% eins og eðlilegt virðist að reikna með út frá meðaltalstölum, enda virðist dreifing þessa þáttar eftir búum vera mjög eðlileg þegar hún er skoðuð. Á samtals 28 búum vom vanhöld yfir 10% af fæddum lömbum þar af á tveimum búum yfir 15%, á öðm rúm 17% en hinu rúm 22%. Þegar búin eru flokkuð eftir landsvæðum kemur fram eftirfarandi yfirlit: Svæöl Fjöldl Vanhöld aö meðaltall Vesturland 75 5,50% Vestfiröir 79 5,30% Norðurland vestra 121 5,45% Norðurland eystra 109 5,18% Austurland 52 5,14% Suðurland 66 5,97% Þarna má greina ákveðinn mun á milli land- svæða þó að ekki sé hann umtalsverður. Þær niðurstöður sem virðast blasa við eftir þessa skoðun em að góðu heilli em ekki neinar vísbendingar um að vanhöld unglamba vorið 2002 haft verið meiri en almennt gerist fyrir landið í heild. Hitt er um leið ljóst að á einstökum búum eru vanhöld miklu meiri en eðlilegt er. Við þær aðstæður er full ástæða að leita leiða til að greina ástæður og í kjölfar þess að reyna að bæta stöðu mála í þessum efnum. Vafalítið er í sumum tilvikum um að ræða stað- bundin vandamál sem geta tengst m.a. efnavöntun í fóðri og full ástæða er til að leggja áherslu á að greina slík vandamál og leita leiða til úrbóta í samræmi við samþykkt aðalfundar LS. /JVJ <*• BYKO hefur á lager allt sem þarf í girðinguna. Járnstaur. GIRÐINGARSTAURAR • Gagnvarðir og yddaðir 70/1800 og 120/2400mm • Gagnvarðir 50xl00xl.800mm • Járnstaurar • Hornstaurar 120xl20x2400mm TÚNGIRÐINGARNET • 5str Gun 65cm lOOm • 6str 90cm lOOm • 7str 65cm lOOm GADDAVÍR • lowa 2,5mm 200m VÍRLYKKJUR • 1 V<” 4kg • 1 >/2” 4kg STAGVÍR ♦ *

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.