Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 Lfigregla stölvar óskráða vagna ð þjfifivegum landsins en þrjár ríkisstofnanir koma að málinu! Um nokkurt skeið hefur lögregla verið að stöðva bændur fyrir það að aka á dráttarvélum sínum með óskráða heyvagna eða önnur tæki aftan í á þjóðvegum landsins. Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldudal í Skagafirði, formaður kúabænda í Skaga- firði, hefur látið sig þetta mál skipta. Hann segir að í 63 gr. umferðalaga sé kveðið á um að öll aftanítæki sem eru meira en 750 kg séu skráningarskyld. Undanþága frá skráningaskyldu er gerð með eftirvagna dráttar- véla sem nær eingöngu eru notaðir utan vega. Þar undir falli tæki eins og sturtuvagnar, haugsugur og þessi tæki sem bændur nota mest inn á sínum jörðum. Hvað varðar almennan öryggis- búnað aftanítækjanna séu hins vegar allir sammála, s.s. um ljósabúnað og bremsur. í lögum um fjáröflun til vega- gerðar er kveðið á um að ef aftaní- vagn er skráður yfir 6 tonn að leyfilegri heildarþyngd þá verður að hafa mæli í tækinu og greiða af því þungaskatt. Ef tækið er ekki skráningarskylt þá þarf engan mæli. „Þannig er þetta farið að bíta í skottið sér," segir Þórarinn. Afskipti vegalögreglu Hann segir að ríkislögreglu- stjóri hafi fyrirskipað sínum mönnum, vegalögreglunni, að hafa afskipti af óskráðum vögnum á þjóðvegunum. Þórarinn bendir á að ef menn verða að setja mæla á þessa vagna sína þá telji þeir líka þegar verið er að vinna með vagninn á túnum eða við önnur verk heima á jörðunum. Greiðslan er um 10 krónur fyrir hvem ekinn kílómetra, en gjaldið fer eftir skráðum heildarþunga aftanítækisins. Langstærsti hluti notkunar þessara tækja fer fram utan þjóðvega og því gangi þetta ekki upp. Aftanítæki með mæli þarf að færa á skoðunarstöð til aflestrar af mæli þrisvar á ári og þess utan þarf að færa skráð aftanítæki til skoðunar hjá bifreiðaeftirliti einu sinni á ári. Miðað við þessar reglur er það orðið verulega íþyngjandi að skrá vagnana, bæði fjárhagslega og vinnulega. Dráttarvélamar sem draga vagnana eru hins vegar skoðaðar af vinnueftirliti annað eða þriðja hvert ár. Allmargir bœndur teknir Síðastliðið haust voru all- margir bændur teknir með óskráða vagna á þjóðvegunum í Skagafirði. Þórarinn fór og ræddi málið við sýslumanninn í Skagafirði sem hefur yfir að ráða héraðs- lögreglunni, en ekki vega- lögreglunni og vigtunarmönnum. Túlkun á orðalagi Deilan stendur um túlkun á þessu orðalagi "nær eingöngu" en ríkislögreglustjóri virðist túlka það svo að einungis megi keyra þvert yfir veg með óskráð aftanítæki meðan aðrir telji að það sé í lagi að aka í allt að 50 km radíus frá bú- jörð með óskráðan aftanívagn ef ferðin sé sannanlega á vegum búsins og tækin að fullu í eigu við- komandi bús. Vegalögregla heyrir undir ríkis- lögreglustjóra og vigtunarmenn undir vegagerð. Þama er um þrjár stofnanir að ræða sem málið heyrir undir, sem gerir þetta allt afar flókið. Sýslumaður kannaði málið hjá dómsmálaráðuneytinu og setti síðan viðmiðunarreglur þar sem leyft er að vera með óskráða vagna aftan í dráttarvélum á þjóðvegum ef verið er að vinna með þá fyrir búin og innan 50 kílómetra radíusar frá bænum. Tækið má ekki vera í verktöku eða í vinnu fyrir annan en eigandann og allur öryggis- og ljósabúnaður þarf að sjálfsögðu að vera í lagi. Bréf til bœnda I vor sendi Þórarinn Leifsson, sem formaður Félags kúabænda í Skagafirði, dreifibréf til félags- manna sinna þar sem við- miðunarreglur sýslumanns em birtar. Bréfið hefur að hans sögn farið víðar og innan raða lög- reglunnar em skiptar skoðanir um þessar reglur. „Með stækkun búa em bændur í auknum mæli í fóðuröflun á ná- grannajörðum og þurfa oftar en ekki að nota þjóðvegina til að komast á milli. Svo virðist sem skilningsleysi skrifstofubáknsins í Reykjavík á lífinu utan Stór- Hafnafjarðarsvæðisins sé að verða allri skynsemi yfirsterkara, þétt- býlisbúinn þolir ekki að sjá hæg- fara landbúnaðartæki úti á vegum og því þykist hann verða að gera allt sem hægt er til að kyrrsetja þau heima á bújörðunum," segir Þórarinn að lokum. Greinilegt er af frásögn Þórarins að hér er á ferðinni mál sem löggjafinn verður að taka fyrir. Það er óþolandi fyrir bændur að í þessu máli séu margar reglur sem reka sig hver á annars horn. Að gefnu tilefni og vegna nokkurra fyrirspuma um áhrif rafstraums á búpening, þó aðallega kýr, þótti undirrituðum ástæða til að hugleiða nokkuð þetta mál og setja á blað álit og hugmyndir til fyrirbyggjandi aðgerða. Um þessi mál eru ýmsar kenningar og menn eru ekki á einu máli um hvað skiptir máli og hvað ekki og sumt minnir beinlínis á þjóðsögur. Hér kemur því eitt innlegg til viðbótar. Grundvallaratriði sem hafa ber í huga er að rafmagn fer ætíð greiðustu og stystu leið til jarðar, þ.e. um bestu leiðnileiðina. Fyrir skömmu kom upp mál í nýju fjósi þar sem í ljós kom að há frumutala og óskýranleg tilvik júgurbólgu virtust m.a. vera til komin vegna lélegs jarðsambands (handvömm rafverktaka?) og sleips gólf- efnis í inn- og útgangi kúnna að mjaltabás. Á bæ einum drápust margar kýr af raf- losti vegna útleiðslu í þvottavél fyrir mjalta- kerfi, þær fundust á básum sínum hangandi í keðjunum. Þar leiddi út í vatnslögn sem notuð var sem jarðbinding en samband til jarðar var ekkert vegna þess að plaströr hafði verið sett inn úr vegg í stað jámrörs við lagfæringu á vatnsleiðslunni, og ekki var gengið frá nýju jarðskauti. Svo illa vildi til að lekastraums- rofinn var einnig í ólagi. Kýmar sem drápust höfðu stigið aftur á flórristar sem ekki vom sambundnar öðm jámavirki. Vert er að upplýsa að svona hlutir gerast sárasjaldan og ekki alltaf á versta veg og því er ekki ástæða til að örvænta, en þessa hluti þarf engu að síður að skoða svo skepnum líði ömgglega vel. Kýrin stendur á fjómm fótum og langt er milli fram- og aftur lappa og er hún þar af leiðandi kjörin til að tengja saman leiðandi hluti, svo sem vatnsbrynningartæki og flór- rist. Kýr sem stendur á bás í hefðbundnu básafjósi með ristarflór fyrir aftan er líklegri til að verða fyrir rafmagnsáhrifum en kýr á legubás framan við steyptan flór. Þetta er vegna þess að ef jarðbindingu fjóssins er áfátt og járnavirkin ekki sam- bundin þá getur myndast spennumunur milli leiðandi virkja, í þessu tilfelli milli milli- gjarða og flórrista. Kýrin er með blautar granir og þegar hún snertir milligjörð eða vatnsdall og stendur með blautar afturlappir á flórristum getur hún auðveldlega orðið fyrir rafstraums- áhrifum ef spennumunur er á milli þessara jámvirkja. Hún skynjar og hefur vanlíðan af jafnvel örfáum voltum, þarf einungis 3-5 volt til að verða óróleg og vansæl. Þetta getur síðan leitt til streytu þannig að kýrin verður veikari fyrir alls kyns áreiti þ.m.t. júgurbólgu, auk þess að vera vansæl, hrædd við allt og mjólka minna. Það sem kúabóndinn ætti að gera er eftir- farandi: Fá rafvirkja sem hefur til þess tæki og kunnáttu að mæla hvort jarðbinding fjóss og mannvirkja er nægileg. Kanna hvort eingöngu er um að ræða svokallaða sökkulbindingu eða vatnsinn- taksbindingu og ef svo er að reka þá einnig niður stafskaut úti, ekki undir 1,2 - 1,5 m.að lengd, og leiða frá því 16-25 qvaðrat fjöl- þátta jarðleiðslu að safnskinnu fyrir jörð í rafmagnstöflu. Frá töflu þarf síðan sérstaka jarðleiðslu að vatnsinntaki og að fyrsta leiðandi virki í fjósinu. Síðan þarf, og þetta er áríðandi, að binda saman allt leiðandi jámavirki með 10-16q leiðslu, þ.e.vatnslagnir, milligjarðir á básum sem og í mjaltabás, soglögn, flórristar, ristar í mjaltabás ef þær eru þar sem kýr standa í mjöltum, og einnig á minnst einum stað í loftklæðningu ef hún er úr jámi eða stáli. Þar sem lagnir og milligjarðir em saman- soðnar eða festar saman á annan tryggilegan hátt nægir að jarðbinda þau virki á einum stað. Ef flórristar eru saman soðnar eða ná góðri leiðni hvor við aðra er nægilegt að binda þær saman við milligjarðimar í báða enda hverrar raðar. Þakklæðningu, strompa ef í er vifta og utanhússklæðningu úr jámi ætti einnig að jarð- og sambinda. Láta huga að gömlum fluorsent lömpum og binda þá til jarðar ef þarf ásamt því að þéttatengja spóluna (ballestina) í ljósinu svo þeir trufli síður og angri skepnur. Þegar þetta hefur verið gert er orðið eins tryggt og mögulegt er að ekki myndist spennumunur milli leiðandi jámavirkja. Þá þarf í öllum fjósum reglulega að prófa virkni útsláttarrofans (lekastraumsliðans) í rafmagnstöflunni en næmi hans á að vera minnst 30 mA. Prófunarhnappur er á liðanum. Mikill raki og bleyta í íjósi og mjaltaaðstöðu eykur líkur á útleiðslu þannig að góð loftræsting er nauðsynleg. Varðandi áhrif rafsegulsviðs í fjósum af einhverjum orsökum vill greinarhöfundur segja þetta: Vitað er að allsterkt rafsegulsvið getur verið í afmörkuðum radíus umhverfis háspennuvirki og undir háspennulínum og er því ástæða til að byggja ekki íjós undir háspennulínum eða í nálægð háspennuvirkja þar sem líklegt er að það geti aukið á vanlíðan skepna og manna. Hvaða áhrif menn eru að mæla þegar engin háspennuvirki eru nálæg er alls ekki vitað né heldur hvort þar er um að ræða skaðlegt eða meinlaust segulsvið. Með góðri sambundinni jarðtengingu í fjósi er vísast að menn geti hætt að kaupa dýrar "spólur" eða hvað menn kjósa að kalla jámhólka þá sem sumstaðar hanga í fjósum. Kristján Gunnarsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.