Skátaforinginn


Skátaforinginn - 01.05.1991, Síða 2

Skátaforinginn - 01.05.1991, Síða 2
frá RITSTJORANUM Skátar, um skáta, frá skátum til Skátaforingjans. JÚLÍUS AÐALSTEINSSON RITSTJÓRI Skátaforinginn er kominn út, að þessu sinni er meira efni frá skátafélögunum í landinu en oft áður í Skátaforingjanum og erþað vel. Það er ein- lœgur vilji nýrrar rit- nefndar að frásagnir aflifandi skátastarfi, flokkastarfinu, útileg- unum og hverju því sem skátar taka sér fyrir hendur, verði áberandi þáttur í Skátaforingjanum. Við viljum því hvetja alla skáta, unga sem aldna, til að senda okkur línu og mynd, eða hringja og segja okkurfrá því sem er á dagskrá hverju sinni. Hugmyndin er einmitt sú að Skátaforinginn sé fyrst ogfremst um skáta, fyrir skáta og skrifaður af skátum. Vonandi getum við öll hjálpast að við að gera Skátaforingjann að blaðinu okkar. Þó frásagnir afnútíma skátastarfi séu skemmtilegar, þá er einniggaman aðfá frásagnir af skáta- starfi liðinna ára og óskum við eftirþví að fá sem flestar slíkar sögur. Allar hugmynd- ir um efni í Skátafor- ingjann eru velþegn- ar. Efþið viljið kynna dagskrárliði sem eru á döfinni, þá er Skáta- foringinn rétti staður- inn, og í útgáfuáætl- uninni er aðfinna upplýsingar um það hvenœr efni þarfað berast og hvenœr blaðið kemur út. Með von um gott samstarf, Ritstjóri. MAÍ RENNUR UT UMSOKNARFRESTURINN FYRIR ÞA SEM ÆTLA MEÐ Á ALHEIMSMOT© I KANDERSTEG '92 HRINGDU STRAX! 91-23190 SKÁTAFORINGINN ffréttabréf eldri skáta 2. tbl. 7. árg. 1991 Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta Ritstjóri: Júlíus Aðalsteinsson Ritnefnd: Einar Þór Strand Guðmundur Zebits Halldór Torfason Ingibjörg Eiríksdóttir Ingimar Eydal Ragnheiður Armannsdóttir Sigurður Guðleifsson Ljósmyndir: Júlíus Aðalsteinsson Helgi Eiríksson Asgeir Hreiðarsson o.fl. Prófarkarlestur: Kristín Bjamadóttir Ingibjörg Eiríksdóttir Setning, umbrot og útlit: Skrifstofa BÍS / GuðmPáls SKÁTAFORINGINN SPYR: Hvernig finnst ér Landsmótsmyndin? Ertu búin(n) að panta eintak? Björn Hilmarsson, Vifli: Gefur stórgóða mynd af því sem gerðist þar. - Já. Bettý, Hraunbúum: Góð það sem ég hef séð af henni. Nei ég veit ekki hvort ég geri það. Raggi Videó: Frábær, ég tók hana líka sjálfur. Jú mörg eintök. Stefán Már, Vogabúum: Mjög góð, sérstaklega kaflinn um mig. Já, já. Kristín Sigurðardóttir, Haförnum: Rosalega góð, sér- staklega Ásgeir Haförn og þegar þú (ritstj.) féllst í lækinn. Já auð- vitað. 2 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.