Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 3

Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 3
FRÁ ALÞJÓÐARÁÐI UMSJÓN: HRÖNN PÉTURSDÓTTIR FERÐIR Á ERLEND SKÁTAMÓT Sérstakur áhugi hefur nú kom- ‘ð í Ljós á þremur erlendum skátamótum sem haldin verða í sumar. ÖU bjóða þau upp á fjöl- breytta dagskrá, en hvert með sínu sniði. DONAU ’91 Donau 91 mótið verður haldið 5.-14. ágúst 1991 í Klostemeu- burg í Austurríki. Það er ætlað 14-19 ára skátum, en dagskránni er skipt í tvennt eftir aldri þátttak- enda. FÆREYJAR Nordisk seniorspejderlejr 1991 er fyrir 16-20 ára. Það mun fara fram dagana 3.-10. júlí í Seletrad í Færeyjum. KÓREA ’91 Og síðast en ekki síst: Jam- boree verður dagana 6.-16. ágúst 1991 í Kóreu. Nú þegar hafa 17 skátar skráð sig til þátttöku og enn er rúm fyrir nokkra til við- bótar. Fresturinn til að sækja um þátt- töku á þessum mótum er um það bil að renna út. Hafðu því sam- band við skrifstofu BÍS í síma 91- 23190 til að fá nánari upplýsingar - nú, eða til að sækja um! STARFSEMI ALÞJÓÐ- LEGRA SKÁTA- MIÐSTÖÐVA Fjórar alþjóðlegar skátamið- stöðvar eru í dag starfræktar af WAGGGS (Alþjóðabanda- lagi kvenskáta). Þar geta kvenskátar komið saman til þátttöku á námskciðum og ráðstefhum, til að njóta úti- vistar og/eða samveru við skáta hvaðanæva úr heimin- um. Hér birtist upptalning á ýmsu sem í boði er árið 1991- Listinn er ekki tæmandi, en frekari upplýsingar má fá á skrifstofú BÍS ísíma91-23190. OUR CABANA, MEXICO Páskaferð á söfn og markaði. Kanadískir skátar kenna allt frá söngaðferðum til foringja- þjálfunar. Meðal annars er boðið upp á námskeið f stjómunaraðferðum og þátt- töku í jólahaldi að mexikönsk- um sið. OUR CHALET, SVISS Námskeið í ullarvinnslu og- ljósmyndun landslags, Alpa- hike og þátttaka í 700 ára af- mælishátíð Svisslendinga, klif- umámskeið og þýskukennsla. SANGAM, INDLÁNDI Þátttaka í friðarráðstefnu, 25 ára afmælisfagnaði Sangam, ráðstefnum um rétt bama og umhverfisfræðslu auk ferða- Iaga um Indland. PAX LODGE, ENGLANDI Námskeið í silkimálun, Ljós- myndun og flugdrekagerð. Ferð um London; þá nýju og þá gömlu, þátttaka í friðarráð- stefnu og jólahald að enskum sið. SKÁTAFORINGINN - 3

x

Skátaforinginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.