Skátaforinginn


Skátaforinginn - 01.05.1991, Síða 6

Skátaforinginn - 01.05.1991, Síða 6
Markmiðið mcð útgáfunni er að auðvelda félagsforingjum að halda til haga þeim upplýsingum sem þeir fá frá skrifstofunni. Á tímabilinu voru gefin út 6 tölu- blöð. Skrifstofa BÍS annast útgáfu á Aðalstjómartíðindum en sú út- gáfa hófst í júlí 1989. Aðalstjóm- artíðindi em eingöngu send til aðalstjómarfulltrúa og hafa að geyma fundargerðir fram- kvæmdastjórnar, aðalstjómar og fastaráða auk ýmissa annarra upplýsinga. Gefin vom út 10 tölublöð á tímabilinu. Sú nýbreytni var tekin upp í byrjun árs 1991 að gefa út vegg- spjaldið „Töflufréttir”. Töflu- fréttir eru sendar mánaðarlega út með félagsforingjafréttum og innihalda þær upplýsingar um það helsta sem á döfinni er. Töflufréttir eru gefnar út um miðbik hvcrs mánaðar og gilda fyrir mánuðinn þar á eftir. Er það von stjórnar að þetta muni efla enn frekar upplýsingaflæði til starfandi skáta. Skrifstofa BÍS hefur umsjón með útgáfunni. Gefin var út símaskrá BÍS. Inni- heldur hún nöfn, heimilisföng og símanúmer allra fétagsfor- ingja, félagsstjórna og allra skáta í stjórnum og ráðum BÍS. Gefið var út íyrsta heftið í nýjum smábókaflokk sem ber yfirskrift- ina „Fræðslurit BÍS”. Fyrsta heftið heitir: „Stofnun, skipu- lagning og starfisáætlun skátafé- lags - hugmyndir og tillögur”. Efnið í bókina var unnið af starfs- ráði Skátasambands Reykjavíkur. Erindrekstur Ekki hefur verið starfsmaður í starfi erindreka frá því vorið 1989. Starfsmenn skrifstofu og framkvæmdastjóm hafa leitast við að sinna því starfi á tímabil- inu. I því sambandi er helst að nefna eftirfarandi: - Vorið 1990 var unnin af skrif- stofu BÍS ítarleg skýrsla um stöðu félaganna, bæði hvað varðar innra starf og húsnæðis- og íjár- mál. - Framkvæmdastjórn hélt fundi með fulltrúum skátasambanda utan höfúðborgarsvæðisins að Úlíjótsvatni dagana 4. og 5. júlí 1990. - Kristín Bjarnadóttir og Helgi Eiríksson framkvæmdastjóri sátu fund með skátafélögunum á Vesturlandi 6. september. - Helgi Eiriksson framkvæmda- stjóri heimsótti skátafélögin á Norð-Austurlandi dagana 12. til 15. nóvember 1990. Einnig er rétt að taka fram að framkvæmdastjórar landsmóts og kynningarnefnd landsmóts vom í góðu sambandi við öll fé- lögin frá því í febrúar 1990 fram að hausti sama ár. Fjáraflanir Landshappdrætti BÍS. Seinni hluta ágústsmánaðar flutti framkvæmdastjóri LHS, Björn Hermannsson, stjórn bandalagsins þau boð að stjóm LHS byðist til að hatda lands- happdrætti fyrir bandalagið og var það þegið. Happdrættið fór af stað í lok septembermánaðar og hlaut nafnið "Heiti potturinn". Dregið var þann 19. október. Mikil auglýsingaherferð fylgdi happdrættinu og var meðal ann- ars sendur út litprentaður kynn- ingarbæklingur með áföstum happdrættismiða í hvert hús á landinu. Hagnaður varð að vísu minni en vonir höfðu staðið til, en happdrættið skilaði þó banda- laginu nokkrum tekjum. Hins vegar var auglýsingalegt gildi hapf)drættisins gífurlegt og verð- ur alls ekki metið til fjár. Frá kynningarlegu sjónarmiði varð happdrættið til að hnykkja enn frekar á þeirri jákvæðu kynningu sem skátahreyfingin fékk á síðast- liðnu ári með landsmóti á Úlf- ljótsvatni. Límmiöasala BÍS stóð fyrir landsfjáröflun á árinu. Seldir vom límmiðar og bílrúðumiðar með slagorðinu: „Ávallt viðbúinn - og kemst heill heim!” Salan gekk illa og kom þar m.a. annars til hve fá félög tóku þátt í sölunni. Fastanefndir BÍS Alþjóðaráð Alþjóðaráð er skipað eftirtöld- um skátum: Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, formaður, Amfinn- ur U. Jónsson, erlendur bréfritari drengjaskáta, Nína Hjaltadóttir, erlendur bréfritari kvenskáta, Guðrún Nikulásdóttir, Skátasam- bandi Reykjavíkur, Sigurður Bjarnason, Skátasambandi Reykjaness, Emih'a P. Landmark, Skátasambandi Vesturlands og Hrönn Pétursdóttir, Skátasam- bandi Norðurlands. Samskipti við alþjóðaskrifstof- urnar og Evrópuskrifstofurnar hafa verið með hefðbundnum hætti. Á límabilinu voru haldnar alþjóðaráðstefnur beggja al- þjóðabandalaganna sem BÍS er aðili að. Tveir fulltrúar okkar voru á hvorri ráðstefnu. Norræna samstarfið hefur verið með eðlilegum hætti og reis það 6 - SKÁTAFORINGINN EFRITIL VINSTRI: Kampakát eftir aö hafa fengiö heiöursmerki fyrir vel unnin störf. F.v. Víking Eiríksson hlaut Skátakveöjuna, Hallbjörg Þórarinsdóttir hlaut Þórshamarinn og Benjamín Axel Árnason en hann hlaut einnig Þórshamarinn. EFRITIL HÆGRI: Framkvæmdastjórn BÍS: F.v. Páll Zóphóníasson, Kristín Bjarnadóttir og Gunnar H. Eyjólfsson. NEÐRI TIL VINSTRI: Fulltrúar frá Skátasambandi Reykjaness: F.v. Björn Hilmarsson, félagsforingi Vffils, Siguröur Bjarnason, varaformaöur SKR, Ragnhildur Ingólfsdóttir félagsforingi, Víkverja og Sigurjón Vilhjálmsson, formaöur SKR.

x

Skátaforinginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.