Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 8

Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 8
son, Jón Hákon Magnússon og llaukur Haraldsson, SSR. Ráðið hefur ekki starfað en for- maður þess hefur tekið þátt í störfum aðalstjómar og aðstoð- að við ýmis verkefni á vegum BÍS. Sérsambönd skáta Landssamband hjálparsveita skáta Hjálparsveitir skáta eru nú orðnar 22. Þær skipa æ stærri sess í almannavörnum landsins. Landssambandið er með aðal- stöðvar sínar í Skátahúsinu við Snorrabraut. I lok febrúar var ákveðið að sameina LHS og Landssamband Flugbjörgunar- sveita. Mun samciningin eiga sér formlega stað 1. júh' 1991. Framkvæmdastjóri LHS er Björn Hermannsson og formað- ur er Ólafur Proppé. Ólafurmun einnig verða formaður nýja iandssambandsins. Landsgildi St. Georgsgildanna Markmið St. Georgsgildanna á Islandi er að gera að veruleika kjörorðið „Eitt sinn skáti - ávallt skáti” með því meðal annars að vera sá tengiliður sem eflir sam- band skátahreyfingarinnar við gamla félaga. í dag eru starfandi innan Landsgildisins 5 St. Ge- orgsgildi. Landsgildismeistarí er Ásiaug Friðriksdóttir. Skógræktarfélag skáta viö Úlfljótsvatn Skógræktarfélag skáta við Úlf- ljótsvatn hefur staðið fyrir um- fangsmikilli gróðursetningu trjáa að Úlfljótsvatni á síðustu árum. Skógræktarfélagið hefur til af- nota lítinn skála að Úlfljótsvatni. Formaður Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn er Margrét Sigurðsson. Skátasambönd Samkvæmt lögum BÍS er land- inu skipt í átta skátasambands- svæði, sem starfa í megindráttum samkvæmt kjördæmaskipan. Stjórnir skátasambanda fara með yfirstjórn allra skátamála á sínu svæði á milli aðalfunda sinna og eru beinn tengiliður skátafélaga og dcilda á svæðinu við stjómir BIS og annarra skáta- sambanda í sameiginlegum mál- um þeirra. Fulltrúi hvers skáta- sambands hefur átt sæti í Aðal- stjóm BÍS frá 27. febrúar 1988. Nokkrir erfiðleikar hafa verið á að stofna þessi sambönd og em nú aðeins starfandi 4 skátasam- bönd. Landsmót skáta 1990 Landsmót var haldið að Úlf- Ijótsvatni dagana 1. til 8. júlí 1990. Mótið sóttu um 2000 skát- ar og þar af komu á fjórða hundr- að erfendra skáta. Starfsmenn mótsins vom þegar mest var um 200 talsins og er það mesti fjöldi sem nokkum tíma hefur starfað að landsmóti. Mótið tókst með afbrigðum vel, dagskráin mjög fjölbreytt og ekki spillti að blíð- skaparveður var allan tímann og ekki rigndi nema einn dag, sann- kallað sólskinsdæmi! Mótsstjóri var Hannes Hilmarsson og að- stoðarmótsstjóri Auður Búadótt- ir. Hófu þau störf rúmum tveimur ámm fýrr. Aðrir í mótsstjórn vom: Reynir Már Ragnarsson, tjaldbúðastjóri, Guðjón Ríkharðsson, fjármála- stjóri, Bjöm Hilmarsson, dag- skrárstjóri, Ingibjörg Jónsdóttir, kynning innanlands, Oddný Sverrisdóttir, kynning erlendis og Helgi Eiríksson, tengiliður við BIS. í janúar 1990 vom ráðnir tveir framkvæmdastjórar til að sinna undirbúningi en það vom þau Kristjana Grímsdóttir og Gestur Geirsson. Óhætt er að fullyrða að mótið hafi haft mjög jákvæða umfjöllun um hreyfinguna út á við í för með sér. Þjóöþrif Bandafag íslenskra skáta, Landssamband hjálparsveita skáta og Hjálparstofnun kirkj- unnar standa sameiginlega að rekstri Þjóðþrifa. Fyrirtækið stendur fyrir söfnun á einnota umbúðum til umhvcrf- isverndar og í fjáröflunarskyni fyrir félagasamtökin. Eignarhlut- ar samtakanna em á þá leið að BÍS á 50% en Hjálparstofnunin og LHS eiga hvort um sig 25%. Fulltrúi BÍS í stjóm Þjóðþrifa er Páll Zóphóniasson. Fulltrúar BÍS í framkvæmdanefnd Þjóð- þrifa eru Helgi Eiríksson og Tryggvi Felixsson. Framkvæmdastjóri fyrri hluta tímabilsins var Guðrún Þor- bergsdóttir en hún lét afstörfum haustið 1990. Við starfinu tók Gestur Geirsson og gegndi hann starfinu þar til í janúar s.l. er Þór- ólfur Freyr Einarsson tók við starfinu. Þjóðþrif höfðu aðstöðu í húsnæði Hjálparstofnunnar kirkjunnar, en frá því haustið 1990 hefur fyrirtækið haft skrif- stofu í húsnæði BÍS við Snorra- braut. Sú nýbrcytni var tekin upp seinni hluta árs 1990 að standa reglulega fyrir dósasöfn- unardegi á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þá gefst almenningi kostur á að hringja á skrifstofu EFRI TIL VINSTRI: Þreytulegir aöalfundarfulltrúar. F.v. Björk, Kristín og Atli frá Haförnum, Svavarfrá Garöbúum og Hreiöar úr Skf. Eina. EFRI TIL HÆGRI: Stund milli stríöa. F.v. Hallbjörg, Ingibjörg, Agnes, Heiöa, Kristín, Óli og Stefán Már. Yngvinn snýr baki í Ijósmyndarann. NEÐRI TIL VINSTRI: Viö háboröiö. F.v. Guöni Gíslason fundarstjóri, Þorsteinn Sigurösson og tveirfundarritaranna, þær Ragnheiöur Ármannsdóttir og Hulda Guömundsdóttir. 8 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.