Skátaforinginn - 01.05.1991, Page 14

Skátaforinginn - 01.05.1991, Page 14
Skátastarf hófsi í Keflavík 1937, en nokkrum árum áður hafði Helgi S. Jónsson fluttst til Kefla- víkur og hann var aðalhvatamað- urinn afstofnendum Skátafélags- ins Heiðabúa. Hvenær gekkst þú til liös viö skáthreyfinguna? Þegar ég var 11 ára gamall, 1937, var ég svo heppinn að fá að ganga í skátana. Þá var Helgi bú- inn að þjálfa mjög góða foringja til að aðstoða hann í skátastarfi í Keflavík. Þetta var ungt félag og bar þess merki. En áhuginn var mikill fyrir þessu starfi, sem staf- aði ekki síst af því að menn eins og Helgi hreint og beint sköpuðu þennan áhuga. En hann var mjög ósérhlífinn og duglegur. Hvernig var starfiö hjá ykkur í Keflavík? Á sumrin fórum við um helgar eitthvað út í náttúruna með tjald og svefnpoka. Fengum þá gjarn- an að sitja á vörubílspalli eitt- hvað áleiðis. Annars skiptist starfið í sumar- starf þar sem útilífið var stundað af kappi. Og vetrarstarfið, sem var flokkastarf, undirbúningur undir sumarstarfið. Þá unnum við vinnubaekur, bundum hnúta og margt fleira. Einhver tími fór í fjár-aflanir. Eg man til dæmis eftir því að við seldum gellur, bjuggum til bolluvendi og seld- um. Og síðan byrjuðum við á að selja skátaskeyti og þénuðum vel á því. Hvaö er skátun? Getur þú nokkuö gert stuttlega grein fyrir hvaö skátun er? Skátastarf í mfnum huga er úti- vist. Það er að herða sig. Kynn- ast nýjum stöðum og vera ekki um of háður samgöngutækjum. Heldur vera sjálfum sér nógur. Kynnast landinu, jarðfræðinni, sjá ný vötn, ný fjöll, bæta við sig einu fjalli, fara ótroðnar slóðir. Þú sagöir mér, þegar ég tal- aöi viö þig og fór þess á leit viö þig aö hafa viö þig viö- tal, aö þiö heföuö safnaö Keilisferöum. Viltu segja okkur eitthvað frá því? Já, ég gerði það nú ekkert sér- stakfega. En þá voru skátar í Keflavík að í hvert skipti sem við fórum inn á Höskuldarvetli þá tilheyrði það að ganga á Keiti. Þú sagðir kannski: Ég er búin að ganga á Keili. Já það er allt í lagi, þá gengur þú á Trölladyngju eða eitthvcrt annað fja.ll. Eða þú tek- ur Keili fyrir og sfeppir hreinlega ekki ferð inn eftir án þess að ganga á Keili. Því þetta er bara góð þjálfun. Var einhverskonar keþþni á milli ykkar um hver heföi oft- ast gengiö á Keili? Nei, það var það nú ekki. En það voru þarna nokkrir scm hreinlega söfnuðu Keilisferðum. Sumir þeirra gengu alloft á Keili. Ég hef heyrt um mann sem hætti að telja þegar hann hafði gengið 100 sinnum á VífilfeU. Bara það að ganga á VífilfeU heldur manni í góðri þjátfun. Og mér finnst að skátar ættu að gera meira þcssu. Því ég held að þeir geri ekki nóg af þessu. Hvaöa þýöingu haföi skáta- starfið í Keflavík? Skátastarfið var einn Uður í því að halda uppi ákveðnu félagslífi í þorpinu. En Keflavík var þá 600 - 700 manna þorp. Og þá urðu menn að vera sjálfir sér nægir hvað skemmtanir snerti. Við voru þá oftar en ekki búnir að æfa leikrit. En Helgi var mjög drífandi í að æfa leikrit og útbúa skemmtiatriði fyrir skátaskcmmt- anir og kvöldvökur. Skátamir tóku þá oft þátt í skemmtunum með hinum félögunum, Slysa- varnarfélaginu, barnastúkunni o.fl. Þaö hefur veriö mjög gott samstarf milli félaganna? Já, já, það var það. Ungmenna- fétagið var með leikstarfsemi mikla. Við hjálpuðum við að koma upp skemmtikvöldi þegar það var t.d fjáröflun hjá Slysa- vamarfélaginu. Þetta var einn Uður í því að alUr lögðu sitt að mörkum til skemmtunarinnar. Það var ekki verið að kaupa nein skemmtiatrið frá öðmm. Og þar komu atriði úr skólanum, skát- unum, bamastúkunni o.fl. Þetta var að vísu mikið til sama fólkið á öllum stöðum. Þitt ævistarf, má rekja þaö aö einhverju eöa öllu leyti til starfs þíns í skátunum? Það má segja að ég hafi kynnst mínu ævistarfi í gegnum skátana, því ég lék mikið með þeim. Hvernig var þaö, gerðist ekki eitthvaö skemmtilegt í þínu skátastarfi, sem þú vild- ir segja okkur frá? Það voru Þorbjörn Karlsson prófessor og ég, sem ákváðum þann 21. júní 1943 að fara upp í heiði og upp að því sem kallað var Nónvarða. Þar ætluðum við teikna og mæla hvar sólin væri þegar hún væri lægst á lofti og hvar hún settist. Það var bannsvæði fyrir ofan Keflavík á stríðsámnum og Nón- varðan var inni á því. Staurarnir sem merktu bannsvæðið höfðu faltið niður og við fómm rétt inn fyrir girðinguna. Þorbjöm sem var mjög flínkur að teikna, byrj- aði strax að teikna. En ég var tímavörður. Hann teiknaði og teiknaði og áður en við vissum af þá hafði hann teiknað loftvamar- byrgi, loftvarnarbyssur, her- mannaskála og allt sem var í heiðinni. Fyrir ofan þetta vom síðan hringir og píla niður og tímasetning hvar sótin var hverju sinni. Þegar við vorum nú loks- ins búnir að þessu rúmlega eitt, þá sit ég á hól og horfi niður á veginn og sé að það er mikil um- ferð. Við horfðum á þetta, en þarna var mikið af hermannabíl- um, og við fómm að spá í hvað væri nú eiginlega um að vera hjá Kananum, komið fram yfir mið- nætti. Þegar við vomm komnir í bæinn þá stöldruðum við aðcins við og fómm að kíkja inn um glugga á húsi sem var verið að byggja. En þá stansar allt í einu herbíll við hlið okkar og út kem- ur herlögreglumaður. Hann segir við okkur: 'You are under arrest", vegna þcss að við erum inniábannsvæði. Viðerumtekn- ir fastir þarna og er ýtt inn í bíl. Ég kalia til Þorbjarnar um leið og okkur er ýtt upp í sinn hvorn bílinn. "Við skiljum enga ensku, þeir verða að koma með túlk". Þegar við erum komnir upp í bíl- ana kemur herlögreglumaður og Gunnar er mikill hestamaöur og notar hvert tækifæri til aö sinna því áhugamáli sínu. Hér er hann meö þrjú hrossa sinna á landsmótinu s.l. sumar. Þaö er Jónas B. Jónsson, fyrrverandi skátahöföingi sem er aö aöstoöa unga drenginn. 14 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.