Skátaforinginn - 01.05.1991, Page 17
ALHEIMSMOT
KANDERSTEG
yfir aldur. Alþjóðaráð hefur
skipað undirbúningsnefnd til að
skipuleggja ferðina og hefur
megin starf hennar verið fólgið í
upplýsingaöflun og kynningu.
Nú er komið að því að skrá hugs-
anlega þátttakendur og hefur
umsóknarfrestur verið ákveðinn
til 20. maí n.k.
HVAÐ KOSTAR?
Enn er ekki komið endanlegt
verð á ferðina en gert er ráð fyrir
að kostnaður hvers þátttakenda
verði um 100.000.- krónur. Inni-
falið í því verði er m.a. mótsgjald-
ið, fullt faeði, allar ferðir, trygg-
ingar o.fl. Ymsir kostnaðarsamir
dagskrárliðir eru ekki innifaldir í
mótsgjaldinu og þarf því að
greiða fyrir þá sérstaldega vilji
menn taka þátt í þeim. Gert er
ráð fyrir að margir þátttakendur
vilji nýta sér tækifærið og ferðast
um eftir mótið og mun undir-
búningsnefndin aðstoða áhuga-
sama um að skipuleggja slíkt
ferðalag.
ALLT SEM ÞARF
Til að gera dvöl þátttakenda
sem ánægjulegasta munu móts-
haldarar bjóða upp á aUa þá
þjónustu sem við nútímafólk er-
um vön að hafa aðgang að. Þrjár
verslanir og sölutum, pósthús,
símstöð, banki og ferðaskrifstofa
eru á meðal þeirrar þjónustu
sem í boði er.
MATARMÁLIN
Gífurleg fjölbreytni í mataræði
er eitt aðalsmerki mótsins. Sett
verða upp tíu mismunandi eld-
hús sem hvert um sig matreiðir
ákveðna tegund matar. Við faum
tældfæri til að kynnast matar-
Æ V I N T Ý R I
FJALLAFERÐIR
URRLIFUN
Æ V I N T Ý R I
FALLHLÍFASTÖKK
URRLIFUN
gerðartist frá Þýskalandi, Frakk-
landi, Asíu, Bandaríkjunum, Suð-
ur-Ameríku og ítalfu auk hinnar
fjölbreyttu matargerðar heima-
manna. Og fyrir þá sem vilja býð-
ur eitt eldhúsið eingöngu upp á
grænmetisfæði. Þátttakendum
er svo frjálst að borða það sem
þeir helst kjósa.
Auk hinna tíu eldhúsa munu
þrír veitingastaðir og kaffihús
taka vel á móti gestum sínum
með fjölbreyttum mat og margs
konar uppákomum s.s. leiksýn-
ingum og þjóðlagatónlist.
SKÁTAFORINGINN -17