Skátaforinginn - 01.05.1991, Qupperneq 18
ALHEIMSMOT
í KANDERSTEG
DAGSKRÁIN
Þátttakendum gefst kostur á að
kynnast fjölmörgum hliðum á
Sviss í gegnum fjölbreytta dag-
skrá. Hver þátttakandi mun
dvelja helming mótsins í tjald-
búð í Kandersteg en hinn helm-
inginn utan Kandersteg í sjálf-
valdri dagskrá. Sú dagskrá er
dreifð um allt land.
Allir þátttakendur mun koma
saman þrisvar sinnum í Kander-
steg, við mótssetningu, um mið-
bik mótsins og við mótsslit.
Styttri dagskrárliðir
Á hverjum degi verða u.þ.b. 50
dagskrártilboð í og við Kanders-
teg. Þessi tilboð eru mismun-
andi löng, alit frá einni klukku-
stund upp í heilan dag. Sjö meg-
in þemu verða í þessari dagskrá
og hér að neðan eru nokkur
dæmi um dagskrártilboð innan
hvers þema. Athugið að þetta er
ekki tæmandi skrá heldur aðeins
nokkur dæmi!
Menning
Farið á tónleika eða í leikhús,
dans, stjómmál og tungumála-
námskeið.
Handmennt
Leirkeragerð, myndlist og
strákörfugerð.
Skoöunarferöir
Söfn, borgir, heimsóknir í verk-
smiðjur og opinberar stofnanir.
Göngu- og fjallaferöir
Farið í stuttar ferðir um fjöllin í
nágreninu.
íþróttir
Svifdrekaflug, seglbrettasigl-
ingar, körfubolti, glíma og hjól-
reiðaferðir.
Umhverfismál
Sólarorka, landafræði.
Ævintýraferöir
Sig, bátsferðir í straumhöróum
ám (river-rafting), veiðar, út-
reiðatúrar og fjallasvif.
í frítíma og á kvöldin
Þann tíma sem þátttakendur
eru í Kandersteg gefst kostur á að
ganga fyrirvaralaust inn í nokkra
dagskrárliði sem vcrða stöðugt í
18 - SKÁTAFORINGINN
boöi. Þar má nefna sem dæmi
morgunskokk, þjóðdansatíma,
ýmsar íþróttir, leshorn, hand-
menntogblásturíAlpahorn! Og
á kvöldin má skclla sér á varðeld,
inn á kaffihús, í umræðuhópa,
spilaklúbb, diskótek cða í keilu.
Lengri dagskráratriði
Þessi dagskrártilboð eru geysi-
lega fjölbreytt oggefa öllum þátt-
takendum kost á að upplifa ælvin-
týriviðsitthæfi. Þessi dagskrá fer
fram um allt land. Fimmtíu þátt-
takcndur eru í hverjum hópi.
Þessari dagskrá er skipt upp í 7
megin þemu:
» Ævintýri & upplifun
» Ferðamennska
» Menning & saga
» Samfélagið & umhverfið
» Handmennt & listir
» Skoðunarferðir
» fþróttir
Áður en farið er til Sviss velja
þátttakcndur sér þann dagskrár-
lið sem þeir vilja taka þátt í. í
kynningunni á hvcrjum dag-
skrárlið er getið um þann útbún-
að sem þátttakendur þurfa að
hafa meðferðis, hvaða kröfur eru
gerðar til þátttakenda og hve
mikið þarf að borga aukalega ef
viðkomandi dagskrárliður er
ekki innifalin í mótsgjaldinu.
Þessir dagskrárliðir eru 80 tals-
ins en við skulum líta á nokkra
sem valdir eru af handarhófi úr
hverjum flokk.
FERÐAMENNSKA
Nr. 11
- Ævintýri í fjöllunum
Verð: SFr 10
Við förum í hækferð í 3000
metra hæð yfir sjávarmáli í
fallcgu landslagi Alpanna í
Suðaustur-Sviss. Við mun-
um kynnast gróðurfari Alp-
ana og óbyggðum fjalladöl-
um. Við munum fara á fjalla-
hjólum að fallegu fjallavatni.
Einnig munum við heim-
sækja menningarsafn og
kynnast siðum og venjum
heimamanna.
Útbúnaður: Gönguskórog
bakpoki.
Hæfni: Vera í góðu líkam-
legu ástandi og geta hjólað
langar vegalengdir.
Nr. 17 - Ekta Sviss!
Verð: SFr 20
Langar þig til að kynnast
íjölbreytileika Sviss? Njóta
náttúrufegurðar, syngja fram
á nótt, kynnast stórfengleg-
um vatnsföllum? Hefur þú
áhuga á lækni og vísindum?
Ertu forvitin um að kynnast
náið mcnningu Svisslcnd-
inga? Ef já, þá skaltu sitist í
för mcð okkur í fjögurra
daga könnunarleiðangur frá
Kandcrsteg suður til Tessin.
Útbúnaður: Gönguskórog
bakpoki.
MENNING & SAGA
Nr. 20
- Landbúnaður
Verð: SFr 15
Þetta er rétti dagskrárliður-
inn fyrir þig ef þú hefur
áhuga á að vita hvernig
dæmigerður svissneskur
landbúnaður gcngur fyrir
sig. Ef þú hefur áhuga fyrir
að matreiða, borða góðan
svcitamat og kynna þér
myndlist sveitafólksins þá
skaltu ekki hika við að skrá
þig í þennan dagskrárlið.
Utbúnaður: Gönguskór.
Nr. 25 - Könnunar-
ferð í kastala
Vcrð: SFr 40
Æ, hvað við höfðum það
golt á miðöldum! Við mun-
um heimsækja fjóra fallega
og áhugaverða kastala í Can-
tonsýslu. Auk þess að kynna
okkursögu riddaranna mun-
um við auðvitað gefa okkur
tíma til að kynnast undur-
fögru landslagi og fólkinu á
svæðinu.
Útbúnaður: Gönguskórog
bakpoki.
_________________________ÆVINTÝRI & UPPLIFUN_____________________________________
Nr. 2 - Ljós og myrkur
Verð: Innifalið í mótsgjaldi
Hér gefst þér kostur á að fara í ævintýralega bátsfcrð mcö „hellaívafi”. Við munum ferðast cftir
UTilli fallegri á og rannsaka frægan helli. Við munum gista eina nótt í hellinum og hafa þar
„fondue-partý”. Þessi nótt í hellinum er þó aöeins ein fjölmargra uppákoma sem við munu bjóða
upp á.
Útbúnaður: Góðir gönguskór, bakpoki.
Hæfni: Geta synt a.m.k. 400 metra án þess að hvíla, ekki hafa innilokunarkcnnd.
Nr. 8 - Ævintýri á ánni Aare
Vcrð: SFr90
Við munum ferðast á gúmmíbáium eftir cinum fallegasta árfarvegi í Sviss. Viö munum hafa
farangurinn með okkur í bátunum, gista í tjöldum og elda matinn á hlóðum. Auk bátsferðarinnar
munum við kanna þær sveitir sem við ferðumst hjá. Þetta er rétta ferðin fyrir þá sem vilja rólegheit
og rómantik, hugguleg kvöld við varðeldinn en auk þess æsispennandi siglingu um fossa og flúðir.