Skátaforinginn - 01.05.1991, Page 23

Skátaforinginn - 01.05.1991, Page 23
SNORRI MAGNÚSSON, UMSJÓNARMAÐUR HUNDANNA MEÐ ÞEIM KOL (T.V.) OG CHARLOTTU (T.H.) GÆFIR & Hjálparsveit skáta Hafn- arfiröi hefur veriö eini aö- ilinn hér á landi sem hef- ur sporhunda á sínum snærum. LJÚFIR JAKE& DÚNA ÁRIÐ 1955 Það starf má rekja allt til árs- ins 1955 þegarsveitin eignað- ist hundana "Jake" og "Dúnu" sem voru notaðir með góð- um árangri naestu árin. Síðan hafa sporhundamir verið sér- verkefni sveitarinnar og hafa reynst mjög vel við leit að týndu fólki. Sveitin hefur nær alltaf verið með svokall- aða blóðhunda. Gerðar haía verið tilraunir með aðrar gerðir hunda en þeir hafa ekki reynst jafn vel og blóð- hundamir. EKKI SÉRLEGA SNOPPUFRÍÐIR Blóðhundarnir þykja nú ekki fallegir og þeir em víst ekki sérstaklega gáfaðir. En víst er, að þeim, sem eiga líf sitt eða sinna þeim að þakka, þykja þeir ömgglega bæði fal- legri og gáfaðri en nokkrar aðrar skepnur. Og þó þeir séu kannski ekki gáfaðir er þó gáfa þeirra bæði sérstök og dýrmæt. Algengur miskiln- ingur er að þetta séu grimmir hundar sem stafar lfklega af nafni þeirra. Nafnið er hins- vegar komið úr ensku; "pure blood hounds" sem vísar til þess að þeirséu hreinræktað- ir. Þeireru bæðiljúfiroggæf- ir og varla til grimmir. Hjálp- arsveit skáta Hafnarfirði hef- ur nú tvo blóðhunda yfir að ráða, þau "Kol" og "Charl- ottu”. FÓRí HUNDANA FYRIR 30 ÁRUM! Sá maður sem ekki sfst á mestan þátt í þessu starfi er Snorri Magnússon. Hann hcfur verið meira og minna í hundastarfinu síðustu 30 ár- in, fyrst í sjálfboðavinnu, síð- an í hlutastarfi, og síðustu ár- in í fullu starfi við þjálfun og umsjón hundana. Mikil vinna liggur að baki hverju útkalli, við æfingar og þjálf- un. Útköllum hefur fækkað nokkuð á síðustu ámm en þau em nú um 25 á ári. Æf- ingar em þó miklu fleiri og kosta mikla vinnu. Oft em slóðimar látnar eldast um nokkra daga áður en hund- amir rekja þær. Til þess að hundurinn viti af hverju hann á að leita verður hann að þefia af t.d. fötum af viðkomandi áður en hann byrjar. Síðan þegar hundurinn kemst inn á slóð viðkomandi, fylgir hann henni þar til hann hefur fúnd- ið þann týnda. Þá er hundur- inn verðlaunaður með góm- sætri lifúr. ÁRANGURINN HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Árangurinn af sporhunda- starfi Hafnfirðinga hefur víða vakið mikla athygli. Erlendir aðilar, sem hingað hafa kom- ið, hafa sýnt mikla hrifningu af getu hundana. Þeir hafa sýnt mikla hæfni í því að leita að slóðum sem eru nokkurra daga gamlar, jafnvel á malbiki og þótt snjóað hafi yfir slóð- ina. Hundurinn virðist alltaf vita í hvaða átt hann á að fara. Ef hann fer í vitlausa átt, snýr hann yfirleitt fljótlega við og rekur slóðina þar til hann finnur þann týnda. Víst er að vinna Hafnfirðinga við rekst- ur sporhundanna hefur margsinnis sannað gildi sitt. Þeir eru ekki fáir sem eiga þeim líf sitt eða sinna að tauna. SJALFBOÐALIÐASVEITIR VAXIÁFRAM 0G DAFNI Hjálparsveit skáta Hafn- arfiröi var stofnuð 19. febrúar1951. Tildrög þess aö sveitin var stofnuö var aö félagar í skátafélaginu Hraunbú- um höföu veriö fengnir til aö aöstoöa lögregl- una viö leitir aö týndu fólki og til aðstoöar í vondum veörum í nokk- ur ár. Þaö sem hvatti þó mest til aö stofna hjálparsveit var leitin aö flugvélinni Geysi, sem fórst á Vatnajökli haust- iö 1950. VEL BÚIN SVEIT Það hefur margt breyst síó- an sveitin var stofnuð fyrir 40 árum. Búnaður var þá lítill sem enginn. Duglegir og hugmyndaríkir sveitarfé- lagar hafa lagt mikið á sig til að byggja hana upp. í dag er HSH ein best búna hjálpar- sveit á landinu og býr jafn- framt að góðu hjálpartiði. MIKIL VINNA Alhliða hjálparsveit þarf mikinn og dýran búnað, sem er jafnframt dýr í við- haldi. Þurfa félagarað leggja á sig mikla vinnu, fyrir utan æfingar, til að afla fjár til reksturs á öflugri hjálpar- sveit. ÁVALLT TIL TAKS - FYRIR EKKI NEITT! Það er stjómvöldum mikill sparnaður að hafa sjálfboða- liðasvcitir tilbúnar til útkalls hvenær sólarhrings sem er, innanbæjar eða utan og til lcngri eða skemmri tíma. Þcssar sveitir taka engin laun fyrir sín störf. Það hlytu því að teljast mikil mis- tök ef stjómvöld gripu til þess að stofna sérsveitir inn- an lögreglu, eða annarra stofnana hins opinbera, til að annast að hluta þau björgunarstörf sem hjálpar- og björgunarsveitir hafa innt af hendi undanfarna áratugi. Það yrði dýrt að greiða slíkum sveitum laun fyrir æfingar og leitir og all- an þann búnað sem til þarf. Starfsmenn slíkra björgun- arsveita myndu varla leggja um eða yfir eitt hundrað þúsund krónur í eigin bún- að, eins og félagar í sjálf- boðaliðasveitunum gera í dag. SVEITIRNAR VAXI OG DAFNI ÁFRAM Jafnvel litlar björgunar- sveitir á vegum hins opin- bera myndu ganga af sjálf- boðaliðasveitunum dauð- um með tímanum. Þá færi mikil reynsla og þekking for- görðum. Hjálpar- og björg- unarmálum hér í landi verð- ur best fyrir komið til fram- búðar með þvt að sjálfboða- liðasveitir starfi og dafni áfram á svipuðum grund- velli og verið hefur. Þannig nýtast starfskraftar þeirra sem reiðubúnir em til að leggja fram tíma sinn, þrek og þekkingu án endur- gjalds. Ávallt viöbúinn! Friðjón Skúlason Sveitarforingi SKÁ TAFORINGINN - 23

x

Skátaforinginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.