Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 26

Skátaforinginn - 01.05.1991, Side 26
IVI S K A T U rs/l SINGAPORE FRAMHALD: FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ Af þeim námskeiöum sem í boði eru á vetuma má t.d. nefna skíða- og snjóbrettanámskeið. A sumrin er hins vegar boðið upp á fallhlífastökk (paraglid- ing), ísklifur (technical ice) og (jallamennsku (snow and ice), kíettaklifur og fleira. Eins er boðið upp á fjallahjólaferðir (hægt að leigja hjól), markferð- ir (high adventure) og bara hreint hvað sem er. Staðurinn er alveg frábær. Þangað er að sjálfsögðu einnig hægt að koma án þess að gera neitt. Ódýr gist- ing og matur.... - Nokkurs kon- ar alþjóðlegt Úlfljótsvatn með landsmótsyfirbragði. ALÞJÓÐLEGUR BRAGUR Starfsmenn miðstöðvarinnar eru flestir sjálfboðaliðar. Þegar ég var þar unnu þar 4 Englend- ingar, Ástrali, I>jóðverji, Sviss- lendingur, Dani, Norðmaður og Bonairebúi. Því má vissu- lega segja að alþjóðlegur brag- ur sé yfir staðnum. Þrír íslenskir skátar hafa farið til Kandersteg að vinna. Lág- marksdvöl er 3 mánuðir. Á sumrin (frá miðjum júní fram í miðjan september) eru 20 starfsmenn og störfin eru t.d. tjafdbúðastjórar, markferða- stjórar, klifurleiðbeinendur, skálaverðir í The Chalet og The Tower og skyndihjálparfröm- uðir. Yfir haustönnina (frá miðjum septcmber fram í miðj- an desember) eru 5 starfsmenn sem eru duglegir við að finna sér eitthvað að gera. Eins er með vorönnina (frá miðjum mars fram í miðjan júní). Störf- in á þcssum tfmum eru mun fjölbreyttari og snúast mikið um undirbúningogviðhald, því þá eru færri gestir. Á vetuma vinna þama 8 skátar. Og eins og þeir segja, þá þarft þú að "elska snjó, skíði, ost, snjó, skíði..." Á þessum tíma em yfir- leitt margir gestir og mikið um að vera, sem flest tengist snjó og kulda. EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Allir skátar, 18 ára og eldri, geta sótt um vinnu í Kanders- teg. Það hjálpar mikið til að kunna fleiri tungumál en ensk- una, sem er lágmark. Einnig er gott að búa yfir einhverri sér- stakri kunnáttu (t.d. clda- mennsku, viðhaldi, skíða- mennsku, klifri o.fl.). Þú skalt hins vegar ekki sækja um, ef þú fyllir flokk letingja og úrillra, lætur illa að stjóm og ert morg- unfúl(l). Ef þú, skáti góður, hefur í hyggju að prófa eitthvað nýtt og spennandi, skaltu endi- lega hafa samband við skrif- stofu BÍS og fá nánari upplýs- ingar. Þar getur þú einnig feng- ið nöfh og heimilisföng þeirra Islendinga sem verið hafa í starfsmannabúðunum og spjaltað við þá. EKKI MISSA AF MÓTINU ! Þar sem undirbúningur fyrir Rovermótið í Kandersteg 1992 er þegar kominn á fullt skrið og allt stefnir í stóran hóp ís- lcnskra þátttakenda vona ég að enginn roverskáti láti það stór- kostlega tækifæri fram hjá sér fara, ef hann á annað borð hef- ur mögulcika á að komast. SKATAR I SINGAPORE Singapore er eyja, tæpir 1.000 ferkílómetrar að stærð en íbúar em um 2,7 milljónir. Það gefur því auga leið, að lítið er um óbyggð svæði með óspilltri nátt- úm, þar sem hægt er að fara í gönguferðir eða útilegur. Ég held að við á Islandi metum ekki nægilega kostina við að búa í okk- ar strjálbýla, fallega landi, þar sem möguleikar til útivistar em óendanlegir. CAMP CHRISTINE Eina dagstund gafst þingfulltrú- um kostur á að hcimsækja stað- inn, þar sem Singapore-skátar fara í útilegur. Staðurinn er kall- aður Camp Christine og minnti mig dálílið á Úlfljótsvatn. Þama vom svefnskálar, vinnuskálar og tjaldsvæði, sem lá niður að vatni. Skátaflokkar og sveitir geta sótt um að fá að dvelja þarna nokkra daga og var mikil aðsókn í þarf, eins og gefur að skifja. Þegar okkur bar að garði var mikið um að vera á svæðinu. Fjöldi skáta, allt frá 7 ára Ijósálf- um og upp í unglinga vom að leysa ýmis verkefni á víð og dreif um svæðið og vomm við hvött til að taka þátt í ýmsum lcikjum og föndri. Var gaman að sjá, hvernig gamalt og nýtt blandaðisl saman. Nokkrir skátar vom að leika sér í æfafomum "steinaleik" sem t.d. Afríkubúar könnuðust við, á meðan aðrir vom að búa til kör- fur úr plastflöskum. STÓRFLJÓT Á SVIPSTUNDU Föndurverkefnin og innilcikim- ir fóru fram í vinnuskálun- um.sem vom aðeins yfirbyggðir pallar, veggjalausir. A miðjum heimsóknam'manum sáum við, hve nauðsynlegt var að hafa þetta yfirbyggt, því þá kom þvflík hclli- rigning að ég hefði aldrei trúað því að svo mikið gæti rignt. Á svipstundu mynduðust stórfljót allt í kring um okkur, en þctta hafði greinilega gerst áður, því út um allt var kerfi af stokkum, sem tók við vatnsflaumnum. Nokkm áður en fór að rigna heyrði ég einhverjar drunur og spurði skáta, sem vom að sýna mér tjald- búðina sína hvaða hljóð þetta væri. Þcir horfðu á mig, undrandi á svip og sögðu að þelta væru þmmur. Ég reyndi að afsaka fá- fræði mína og sagði að þrumur heyrðust næstum aldrei það scm ég ætti heima. Einn skátinn spurði mig steinhissa: "Hvernig vitið þið þá hvenær von er á rign- ingu?" „BJÖLLUNET” Ei lt af því semvarígangiá svæð- inu var flokkakeppni. Flokkarnir fóm á milli pósta og áttu að leysa ýmis verkefni á afmörkuðum tíma. Það var gaman að sjá, hve það er lítill munur á skátastúlk- um í flokkakeppni á íslandi og hinum meginn á hncttinum. Ákafinn og ánægjan skein úr hverju andliti og mikið kapp var í öllum. Tvö vcrkefni fundust mér sér- staklega skemmtileg. Annað var "bjöllunct": milli tveggja stanga, ca. 2 m hárra var fléttað net, með misjafnlcga stórum möskvum, aflir þó það stórir að krakki komst í gegnum. Flokkurinn átti að koma öllum skátunum í gegn- um netið, án þcss að heyrðist í bjöllum, sem hengdar voru á net- ið. Ekki mátti fara nema einu sinni í gcgnum hvem möskva. Þetta reyndi mikið á samvinnu allra í flokknum og var gaman að sjá skátana glíma við þetta. VATNSFATA- LÍFSHÆTTA! Hitt verkcfnið var nokkuð flók- ið, en þeir tveir flokkar, sem ég fylgdist með, leystu það ágæt- lega. Flokkurinn stóð á brekku- brún. Neðan við brekkuna var TEXTI & MYNDIR: BJORK THOMSEN Síöastliöiö sumar áttl ég þess kost aö sækja alþjóöaráöstefnu kvenskáta í Singapore. Ráöstefnan stóö í tíu daga og var flesta daga setiö frá morgnl til kvölds á fundum og rætt um lagabreytingar, áætlanagerð, fjármál, inntöku nýrra landa o.fl. o.fl. Ég hef áöur greint frá þingstörfum og samþykktum, sem á þinginu voru geröar, en nú langar mig til aö segja frá nokkrum viðburöum, sem ekki snerta þinghaldið sjálft. 26 - SKÁTAFORINGINN

x

Skátaforinginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.