Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 31

Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 31
sjálfsögðu fengu allir kakó og kex á eftir. Elstu skátarnir úr Birkibeinum og Strók fóru sam- an í "Sovétútilegu" í Lækjarbotn- um. Þar fengu þeir sérstaklega góðar viðtökur skálavarða auk þess sem margir góðir gestir stungu inn nefinu. Það var ekki verra, því gestimir veittu okkur einstaka aðstoð við elda- mennskuna. 22. FEBRÚAR Á þeim stóra degi allra skáta, 22. febrúar, mættu allir skátar félagsins í skátabúning í skól- ann. Þetta uppátæki vakti al- menna lukku og fengum við mikið hrós fyrir. Hvemig væri nú ef allir skátar landsins tækju sig til og gerðu þctta að árleg- um viðburði? - Svona rétt eins og í gamla daga! 33 VÍGÐIR SKÁTAR Klukkan 6 þennan sama dag vígðum við 33 krakka inn f skátahreyfinguna við hátíðlega athöfn, scm fram fór í Hvera- gerðiskirkju. Því næst héldu all- ir til enn einnar kvöldvökunn- ar. Sú var haldin í skátaheimil- inu okkar og var rnikið sungið auk þess sem ágrip af ævisögu Baden-Powells var lesið. EIGIN ÚTVARPSSTÖÐ 1 apríl stendur mikið til hjá okkur í Strók. Þá er ætlunin að setja upp útvarpsstöð, sem starf- rækt verður í þrjá daga. Mark- miðið með þessu uppátæki er að kynna hlustendum "hinn mikla skátaanda". SUÐURLANDS- ÚTILEGA I júní verður Suðurlandsúti- lega þar sem skátafélög af öllu Suðurlandinu munu koma sam- an og stunda skátastörf. í leið- inni er ætlunin að halda Litla skátadaginn. Einhvern tíma í vor ætla allir skátar í Hvera- gerði, ungir sem aldnir, að safn- ast saman í dalnum okkar góða. Þá mun verða cfnt til mikillar grillveislu og sungið og trallað á eftir eins og skátum einum er lagið. KÆR KVEÐJA FRÁ STRÓK! Að sjálfsögðu cr margt fleira á döfinni hjá okkur. Það verðum við að láta ótalið hér, því nú er kominn tími á að slá botn í þetta bréf. Að lokum: Kær kveðja frá skátafélaginu Strók til allra. SVARTALFAR I STUTTBUXUM! í þessum flokki eru tíu krakk- ar sem eru fædd ’81. Þau eru öll á sínum fyrsta vetri í skátun- um (nema ein). Veturinn var byrjaður á smávægilegri hike- ferö. í enda október fórum viö í félagsútilegu að Úlfljótsvatni yfir helgi. Þar var reynt að kynna fyrir meðlimum flokksins hvcmig dæmigerð skátaferða- lög eru. Síðan í enda nóvem- ber tókum við þátt í kvöldvöku sem Strókur bauð Eyrbckking- um til sín á. Þar söng flokkur- inn okkar dýrindis söng. Svo fyrir jólin var haldin jólaveisla með sögum, kertum og kökum. Eftir áramót vomm við orðin 18, svo að helmingurinn stofin- aði nýjan flokk sem heitir Bjart- álfar. Frá enda janúar og fram að 22. febrúar var vígslan undir- búin , en hún fór fram í Hvera- gcrðiskirkju með mikilli við- höfn. Og að sjálfsögðu mættu bæöi foringjar og flokksmeðlim- ir í skátabúning í skólann á af- mæU Baden-Powells. Þennan fyrsta vetur sinn í skátunum em Svartálfar svona nokkum veg- inn búnir að komast að tilgangi skátastarfsins! Ása Björk, Harpa og co. SNOPPUBJOLLUR. í Snoppubjöllum em 6 stelp- ur. Tvær em fæddar ’77 og 4 em feddar '76. í SnoppubjöU- um hafa verið miklar geðsveifl- ur í vetur og höfum við því lítið starfað eftir landsmót, en þar gengum við undir nafninu Mar- fuhænur. En samt afirekuðu þrjár af okkur að fara á flokks- foringjanámskeið í október, skyndihjálpamámskeið í nóv- ember og sjá að hluta til um fé- lagsútilegu á Úlfljótsvatni 26.- 28. október. Svo fómm við fjór- ar í skálaútilegu með Birkibein- um í Lækjarbotna í enda janúar og svo sömu þrjár og fóm á hin námskeiðin sóttu sveitarfor- ingjanámskeið 8.-10. febrúar á Úlfljótsvatni. Þær tvær sem fóm allt em flokksforingjar flokksins. Em allir meðlimir starfandi flokksforingjar hjá yngri skátum. Vonum við heils hugar að starf flokksins eigi eftir að blómstra næstu misseri. Lifið í lukku, en ekki í krukku (gant); Harpa, Ása Björk og co. TANNÁLFAR Við í flokknum Tannálfar er- um 11-12 ára krakkar . Við er- um búin að vera dugleg í vetur. Þegar fyrsti snjórinn féll til jarð- ar fómm við í gönguferð og vor- um í þrjá tíma. Krökkunum fannst gaman. Einn laugar- dagsmogun fómm við í sund og það var bara ágætt. Við er- um með fundi einu sinni í viku og emm við 8 með foringjun- um. Við emm tveir foringjar og það er mjög gaman að starfa með þessum krökkum. Góð kveðja; Agnar og Einar foringjar. Halló, halló! Við emm hér sjö hressir 14-15 ára skátar í skátaflokknum Leirpittir. Við heitum: Agnar, Óli, Einar, Hafdís Þóra, Jóna og Edda. Við emm búin að fara í eina skálaferð helgina 25.-27. jan. í Lækjarbotnum og upp á Úlfljótsvatn á sveitarforingja- námskeið helgina 8.-10. feb. Er- um með fúndi einu sinni í viku og reynum að gera sem flest verkefni til að fá hina lang- þráðu vörðu. Höfum einn fund í mánuði sem videofund eða bara letifund. Stefnum öll á Suðurlandsmót í júní og að sjálfsögðu fullt af öðmm ferða- lögum. Með skátakveðju; Leirpittir. SNÆÁLFAR OG SNJÓÁLFAR. Snæálfar og snjóálfar eru 26 skemmtilegir krakkar á ellefta ári. Núna undanfarið höfum við farið í tvo göngutúra þar sem við söfnuðum laufblöðum af íslenskum trjám, gerðum ým- iss konar verkefni og að sjálf- sögðu má ekki gleyma leikjun- um og söngvunum. Við höfurn farið í eina útilegu upp á Úl- fljótsvatn með félaginu. Fundir hjá okkur em einu sinni í viku og em flokksforingj- amir fjórir mikið frábærir félag- ar. 22. febrúar mættum við í skátabúning í skólann og vakti það mikla athygli. Um kvöldið var vígsla uppi í kirkju (Hvera- gerðiskirkju) og vígðust þar m.a. 14 meiriháttar meðlimir úr Snæálfum og Snjóálfum. Framundan hjá okkur er t.d. sundfundur, póstaleikur, gönguferðir og fleira skemmti- legt. Með skátakveðju; Snæálfar og Snjóálfar. SKÁTAFORINGINN - 31

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.