Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 4
8. TBL. 4. ÁRG. SEPTEMBER 1990 Gullaugahúsið selt fyrir 161 milljón króna Fyrir nokkrum vikum fór fram f Reykjavík uppboð á frægu og umdeildu húsi, Gullaugahúsinu svokallaða við Síðumúla. Framleiðnisjóður landbúnaðarins keypti húsið fyrir 161 milljón króna og eru kaupin gerð f von um að það takist síðan að selja húsið á hærra verði aftur. Hús þetta var reist utan um gömlu wltíA^^ rafgirðingar Það er girðingarmáti komandi tíma Frá kemur efni sem þú getur treyst Hérlendis hafa rafgirðingar sannað við hinar breytilegustu aðstæður. rafgirðingar eru feti framar ágæti sitt Gerum verðtilboð Getum annast uppsetningu Leitið upplýsinga og fáið senda bæklinga 550 SAUÐÁRKRÓKUR Sími 95-5874 og 95-5200 Sambandið byggingavörur Krókhálsl 7 - Reykjavfk og kaupfélögin ...hafðu í huga að þykktin, lengdin, húðunin og þjónustan skipta máli. MR bárujámið fæst í þeirri lengd sem þú óskar, breiddin er 82 sm, þykktin 0,63 mm og verðið 604 kr. metrinn. a W tv^s MR búðin • Laugavegi 164 símar 11125* 24355 Grænmetisverslun ríkisins en hýsti síðan gamla Agæti sem eignaðist húsið með sérstöku samkomulagi við ríkið, en fyrirtæki þetta lenti síðan í erfíðleikum og hætti starfssemi svo sem alkunna er. Til þess aö fá afsal fyrir húsinu hjá ríkissjóði þurftu "Ágætis"menn að gefa út skuldabréf með veði f sjálfri eigninni. En þegar reksturinn gekk erfiðlega tók fyrirtækið lán og fékk oftar en einu sinni leyfi hjá stjórnvöldum til að færa lánin framar f veðskuldaröðinni heldur en skuldabréfin. Þannig er svo komiö nú að Samvinnubankinn, Sölufélag garðyrkjumanna Og fleiri aðilar áttu veðkröfur í húsinu sem námu samtals á annað hundrað milljón króna en þar á eftir komu fyrrnefnd skuldabréf sem námu sömuleiðis rúmlega 100 milljónum. Það er því almennt mat manna að kröfurnar f húsið sem samtals námu rúmlega 200 milljónum hafi veriö mun hærri en raunverulegt söluverðmæti enda hugleiddi Sölufélag garðyrkjumanna að kaupa húsið á síðasta ári og þá var gert ráð fyrir 150 milljónum sem söluverði en þau kaup gengu til baka vegna hinna háu veðskulda. Skuldabréfin sem rfkissjóður átti höföu verið afhent Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem á að verja þeim til sameiginlegra þarfa garðyrkjubænda. Sjóðnum er þvf skylt aö reyna að fá eitthvað fyrir bréfin og það var mat ráðamanna hans að til þess væri illskásti kosturinn að kaupa húsið á uppboði. Þetta kom m.a. fram f spjalli blaðamanns við Jóhannes Torfason formann stjórnar Framleiðnisjóðs, og hann sagði jafnframt að nú yrði reynt að selja húsið. Þegar að uppboðinu kom buðu aðeins tveir aöilar í, Framleiönisjóöur og Jens Gíslason kartöflubóndi í Jaðri í I>ykkvabæ. Sjóðurinn byrjaði á 100 milljón króna boði en síðan fikruðu þessir tveir aðilar hvor öðrum upp, þar til Jens var kominn f 160 milljónir. Framleiðnisjóður bauð þá 161 og Jens hækkaði sig ekki eftir það enda sagði hann í samtali við BÆNDASYNI að hann heföi talið 160 milljónir f hæsta kanti. Aðspurður um kaupin kvaðst Jens hafa ætlaö sér aö freysta þess að sameina ýmsa smáa dreifingaraðila f landbúnaði undir einn hatt f þessu húsi sem byði f raun upp á ótrúlega möguleika til vörudreifingar. Það hefði aldrei verið ætlunin aö nýta allt húsið en hlutar þess hefðu þá verið seldir eða leigöir. Þrátt fyrir að Jens tækist ekki að fá húsið sagði hann þó einn ávinning af tilraun sinni. Framleiðnisjóður gæti nú ekki selt húsið fyrir minna heldur en 160 milljónir en ef að sjóðurinn hefði fengið það á 100 milljónir þá hefði sjóðsstjórnin sfðan getað afhent eignina einhverjum gæðingum sínum á slíku undirverði og endurtekið þar með vitleysuna sem gerð var þegar gamia Agæti eignaðist húsið. Auk þess væri búið að tryggja hinum væntanlega sjóði matjurtabænda 60 milljónir. Þetta sagði Jens í Jaðri. Ekki spyrja „Hvað varstu lengi á leiðinni ?“ Ekki segja „Ég var ekk\...nema Segjum frekar „Ég ók á löglegum hraða, og eins og ég vil að aðrir geri!‘ IUMFEROAR IRÁÐ Góður matur og lipur þjónusta. Sérgrein okkareru stærri veislur, ráð- stefnur, ættarmót, dansleikirog fleira. Þægileg gisting, öllherbergi með beinumsíma, útvarpi, sjónvarpiog minibar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.