Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 5
NET TILAÐ VEIÐA VINDINN * * 4 Eyvindur Erlendsson skrifar Svo cr aö sjá aö nú sé endanlega komiö í ljós og augljóst öllum almenningi þaö sem glöggir mcnn þóttust mega sjá fyrir: Þaö veröur ekkert álver f Eyjafiröi né heldur á Reyöarfiröi né annarsstaöar "úti á landi". Og stóð aldrei til. Fólk f heilu byggöarlögunum hefur frá upphafi verið dregið á asnaeyrun- um í þessu máli, því gefiö í skyn aö þarna væri nú á borðinu ráö til aö redda þess vanda og á sama tíma slegið á frest allri lcit aö öörum og skynsamlegri úrræöum. Jafnt Austfiröingar sem Norölendingar hafa veriö hafðir af fíflum f þessu máli. O g stóð aldrei annaö til. Allir vissu frá upphafi, eöa gálu vitaö ef þeir kæröu sig um, aö arösemissjónarmiö ein ráða gerðum kompanfa á borö viö Atlantal. Allir vissu frá upphafi aö þeir hyrfu um leiö frá hverjum þcim stað þar sem farið væri aö gcra cinhverjar kröfur á hendur þeim um mengunarvarnir, viðreisn byggöar- laga eöa ábyrgö í atvinnulífi á viðkomandi staö. Allir vissu aö á íslandi fyrirfinnst engin byggö, nema cf til vill á suövesturlöppinni, scm ekki þarf einmitt aö gera kröfur um skilmála af þcssu tagi, fyrst og á undan öllu ööru. Allir áttu aö geta vitað aö þessi skolla- lcikur var settur á sviö, aö þeir Atlantals- álmenn létu f þaö skfna aö "hvaöa staður scm væri" gæti komiö til greina, til þess eins aö etja væntalcgum viöskiptavinum, við- semjendum, sveitarstjórnum og verkalýös- ifélögum, saman f keppni um "hnossiö", láta þá bjóöa í verö á aöstöðu niður hvcrn fyrir öðrum og þaö áður en hiö minnsta er vitaö um hvaöa hnoss hér er um aö ræöa, hvaö þessir piltar eru tilbúnir aö greiöa fyrir raforkuna cöa hvað mikiö þeir hafa hugsað sér aö greiöa f skatta og skyldur viö ríki cöa viðkomandi byggö. Allir vissu líka aö ef til þess væri ætlast að ríkiö "kæmi inn f' samningana til þcss aö greiöa fyrir staö- setningu álvers úti á landi (sem þýöir einfaldlega þaö aö ríkið átti mcð einhverjum hætti aö endurgreiöa Atlantal kostnaöar- auka miðaö við Keilisnes) aö ríkiö hefði alveg eins geta gefiö akureyringum eða reyöfiröingum þcssa fimm milljarða í reiöu- fé eöa meö einfaldri ávfsun stflaöri á ríkissjóð eins og að þykjast aö vera efla atvinnulíf f viðkomandi byggöarlögum meö slíkum ofbeldisaögeröum gegn mannlífi jafnt sem náttúru f tiltölulega fámennum innfjarðabyggöum, sem slíkt framandi efnabrennsluhelvíti er. Um rekstur álvcra, sem og annarra stór- iöjufyrirtækja, rekstur auöhringja og hugsunarhátt þeirra manna, samansvarinna f heiminum scm fást við svokallaðan "big business" vita hérlendir menn, velflestir, harla fátt. Eitt vita menn þó fyrir vfst og það er þaö aö þeir eru ekki rciðubúnir aö borga fyrir aöstööu eða auölindir meir en ná- kvæmlega þaö sem kostar aö virkja. Enda vita líka allir aö þaö hefur ekki verið aröur af álvinnslunni í Straumsvík annar en sá sem þurft hefur til að borga niður þær virkjanir sem byggöar voru vegna hennar og þó ckki einu sinni það, vegna þcss aö landsmenn hafa veriö látnir borga niöur þessar virkjanir meö hækkuöu - og allt of háu - veröi fyrir almcnna notkun, til venjulegs heimilshalds og létts iðnaðar. Þaö má til dæmis maka- laust heita aö fslendingar, ráðandi yfir þessari "óþrjótandi, ókcypis orkulind" sem vatnsafiiö er, hin sírennandi stórfijót vor og beljandi fossar sem "enn renna óbeisluð til sjávar" ýmsum til stórs harmsefnis,- aö þcssi þjóö skuli ekki geta skaffað sjálfri sér rafmagn til húshitunar fyrir lægra verö cn þaö kostar aö dæla uppúr jöröinni olíu langt austur f múhameöslöndum og fiytja hana meö rándýrum skipum alla leiö hingaö upp á Noröurpól. Ilvar er þá þessi "ókeypis, óþrjótandi orkulind"? Ilvcr er það sem hirðir af henni "ókcypis, óþrjótandi arö"? Gæti þaö veriö aö, ckki einaSta eyfiröingar og rcyöfirðingar séu hafðir aö fífium f þcssu máli, hcldur öll íslenska þjóöin eins og hún leggur sig? Gæli þaö verið að Jón Sigurös- son ráöherra (af hinni viröulegu og skarp- greindu ætt Gautlendinga) sé ckki annað cn vikadrengur alþjóölegra fébragðamanna (á margmilljaröamælikvaröa) í því aö útvega þeim tiltölulega þægt vinnuafi og ódýra orku af sfnum "ókeypis, óþrjótandi lindum," til þcss aö þeir gcti haldið áfram aö leika frjálsum og lausum hala um hiö mikilfengs- lega kauphallarsviö hins efra heims? Etkki er þaö á aö lítast drengir. Það er annars Ijóta plágan í landinu, og hefur alltaf verið, þessi þursalega trú á aö öllum hlutum eigi alltaf að bjarga á einu bretti meö einum stórum hvalreka. Tapiö á landbúnaðinum átti aö redda meö cinni alls- hcrjar tófuvæöinu, sem svo fór á hausinn og ekkcrt af henni aö hafa ncma erfiöiö. Tófu- slysið átti að bæta fyrir mcö einni alsherjar eldisfiskavæöinu,-sem líka fór á hvfnandi hausinn. Og þaö scm mcira var: Allir vissu þctta fyrifram, eöa áttu aö geta vitað þaö. Allir vissu að landbúnaöurinn um allan heim var í santa vanda og sá íslenski, sérstaklega urn noröurhveliö, í Kanada, Norður - Noregi, Noröur - Svíþjóð, Noröur - Finn- landi og í Síbcríu,- löndum þar sem veöurfar og veiöifang til loödýraræktar er hclntingi heppilegra en á íslandi. Jafnvel aöstæöur til fiskiræktar einnig, einkum eftir aö þaö var sannað, fyrir um 12 árum að ekki borgaði sig að hita upp vatn í fiskikcrjum vegna sjúkdómahættunnar. Allir gátu vitað aö þcssar þjóöir hlytu aö grípa til nákvæmlega söntu ráðstafana og við; stórverksmiöju- rekstrar í loðdýra- og fiskeldi og þar nteö fellur veröið niður úr öllu valdi. Engu síður er þjóðin espuö upp í allt aö því froðu- fcllandi trúarofstæki kringunt stórrekstur f þessunt greinum. Ilverslags hystería er þetta? Og svo á aö rcdda byggðavandanum mcö cinunt stór-auömagnsrisa, aö láta hann hlunka sér niður í cinn einastan af öllum þcint litlu fjörðunt sent eiga atvinnuvanda aö leysa. Þetta cr spaug. Svona fyrirtæki, segja ntenn, hefur tvö hundruö manns í vinnu. Ilvcrju bjargar þaö svo sent. Þaö er sagt aö þaö þurfi aö fækka bændum um tvö þúsund. Ilarla fátt af þvf liði fær vinnu þarna. Nei, þaö þarf önnur ráö og meira traust- vekjandi. Og fyrsta ráöiö af öllunt er þaö aö huga að þcint atvinnuvegunt sent þegar hafa sér traustan sess nteö þjóðinni, aö auka fjöl- breytni þeirra og fjölga störfunt þcint, f staö þcss að láta þá drabbast niöur. í þcim efn- unt hefur niargt vcriö gert og ýmislcgt af því gjörsamlcga hávaöalaust og án sérstakrar fyrirgreiðslu jafnt crlcndra auöfélaga sem innlcndra pólftfskra rykþyrlara. Ilér á Suðurlandinu var nýlega reist lítiö iön- fyrirtæki, tengt landbúnaði, meö þrjátíu manns í vinnu, viö aö heyja og verka svokallaö ferskgras og selja þaö hrossa- eigendum fyrir gott verö,- cinnig til út- flutnings. Svona gras hefur fóðurgildi á viö mjöl. Munurinn cr sá aö aö þrjátíu störf fiytjast frá Amcríku, þar scm mjölið er gert, austur á IIvolsvöll, meö tilheyrandi gjald- eyrissparnaði. Auðvelt væri aö bæta við annarri svona verksmiöju án þcss aö markaöi þryti. Þá er komin vinna fyrir 60 manns. Og það er varanlegt. Og það byggir á traustum grunni,- jörðinni sjálfri, hugviti manna og þvf scm þetta tvennt getur gefið af sér. Mengunarsnautt. Þaö þarf ekki nema þrjár ámóta hugmyndir til aö gera jafnmikiö gagn og allt þetta fyrirhugaða ál-hveljar- vcrk. Viö höfum mörg svona dæmi (pappírscndurvinnslan, álpottaverksmiðjan o. m. fi.) en þetta nægir f bili. Þaö er ágætt aö vera duglegur og stór- huga. Þó mct ég miklu mcir þann huga sem býr yfir hcilbrigðri skynsemi en þann sem eíur stórmennskudrauma. Sumir segja aö við veröum að virkja orku fallvatnanna og selja þá orku f hvclli til stóriðju. Ef við seljum hana til orkufrekrar stóriðju þá takist okkur aldrei að koma öll- um þessu ósköpum af orku í lóg. Ilvaöa skynsemi er nú í þessu. Ilvaöa nauður rckur okkur til þcss að koma allri orku fallvatna í lóg? Ilverslags meinloka, hverslags þrá- hyggja er þctta? Er nokkur ástæöa til að virkja fallvötn ncma vfs sé af þvf mciri gróöi cn ööru scm sömu mcnn gætu tekið sér fyrir hendur? Og ef þaö cr svo skcifilegt aö vötnin skulu fá að renna óbeisluð til sjávar, hvaö þá um aöra orku scm ekki er heldur virkjuð til aö mala gull fyrir stóriðjuhringa. Ilvað um alla líkamsorku mannanna scm nútími vor lætur aö mcstu óvirkjaöa. Ilvað um allt þaö reginafl sem býr f hafinu og sjávarföllum þcss eða brimi. Má ekki til meö aö virkja þaö og þaö í einum grænum. Ilvaö um öll þau ósköp af mó sem ég gcng á dags- daglega óbrcnndum? Verðum viö ckki aö drífa í því aö brenna hann undir einhvers- konar kötlum. Ilvað um alla hina ómælanlega orku- miklu vinda scm gcysa um þetta land sumar, vetur, vor og haust. Mega vindarnir ganga lausir? (’Fyrirsögn greinarinnar cr nafn á fáránleika- kvæði eftir Stein Steinarr) w KúLulaga plast-tankar STERKARI OG BETRI VA TNSTANKAR: margar stærðir. F/TUG/LDRUR og OLÍUG/LDRUR. FÓDURSÝLÓ: eirmig einangruð fyrir /oðdýrafóður. ROTÞRÆR: fyrir sumarhús, einbý/ishús og stærri sambý/i. Viðurkennt af Hollustuvernd ríkisins. 800 SELFOSS SÍMI 98-21760 FRAMLEIÐANDI: Fossplast GAGNHEIÐI Fleiri bændur á hvunndags- fötunum ÞaÖ er seinna vænna en að fara koma frá sér fyrstu fréttum af væntanlegu jólabókaflóði. í fyrra kom út viötalsbók eftir Ilelga Bjarnason blaöamann á Morgunblaðinu undir heitinu "Bændur á hvunndagsfötum". Bókinni var vel tekið og nú hcfur Helgi ákveöiö aö hafa bindin a.m.k. þrjú. Væntanlegt er á markaöinn nú fyrir jól annað bindi en þar veröa viðtöl við Benedikt Iljaltason á Ilrafnagili í Eyjafirði, Björn Karlsson á Smáhömrum á Ströndum, Einar Gíslason á Syðra - Skörðugili, Guðmund Lárusson í Stekkum í Flóa og Örn Einarsson í Silfurtúni á Flúðum...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.