Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 7
8. TBL. 4. ÁRG. SEPTEMBER 1990 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN FRÁ AÐALFUNDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA AÐ REYKJUM í HRÚTAFIRÐI 29. TIL 31. ÁGÚST 1990 * FRÁ AÐALFUNDI SMÁNARLEGAR RIÐUB/ETUR OG ÖMURLEG SAMNINGAGERÐ Einar Gíslason á Skörðugili ræddi meðal annars bætur sem fást fyrir riðuniðurskurð sem hann sagði Qarri því að vera nægilegar og alltaf væri reynt að svíkja bændur, taka þá út undir vegg og rakka þá niður á allan hátt. Hann benti á aö Gunnar Oddsson í Flatatungu hefði fengiö það metiö hvert tjón hann heföi af niðurskurði og niðurstaðan hefði verið að það kostaði hann 18 þúsund kr. að skera niður hverja á en bæturnar eru 4000 krónur. Lárus Sigurðsson á Gilsá í Breiðdal tók undir alla gagnrýni Einars á sauöfjárveikivarnir. Samkvæmt heimildum blaðs- ins eru það einkum samninga- aðferðir Sauðfjárveikivarna sem hafa verið bændum óánægjuefni. Þess eru dæmi að sérfræðingur varnanna hefur farið á milli bæja til að telja bændur á að samþykkja niðurskurð og beitt menn þeirri pressu að aðrir séu þá búnir að samþykkja. Þegar svo aö fundi kemur um þessi mál hafa áður átt sér stað sérviðræður áður við hvern og einn. Um endanlegan frágang samninga hefur stundum ekki veriö að ræða fyrr en féð hefur verið komið í sláturhús og öll framkvæmdin hcfur verið þannig aö réttur bænda hefur verið óljós, loforð loöin og illa gengið að fá sum uppfyllt. En aðrir urðu þó til að verja að nokkru riðuvamirnar. Ari Teitsson benti á að á sínum tíma hefði það veriö mikill sigur að fá þvf framgengt að svo mikið fékkst greitt í riðubætur úr riðusjóði og af máli hans og Sævars Sigbjörns- sonar kom fram að þeir töldu frá- leitt að ætla að hægt væri aö fá meira. Á hinn bóginn viku þeir ekki að beinum framkvæmda- atriðum varnanna. Ari benti á að ef ekki hefði náðst fram samkomulag um al- mennan niðurskurð riðugripanna þá hefðu fslenskir bændur fengið yfir sig sömu holskefluna og gengur nú yfir í Englandi þar sem fólk þorir ekki að éta nautakjöt af ótta við riöuna. "Og það hefði gengið að greininni dauðri," sagöi Ari. JÓHANNES UMBOÐSLAUSI - HVER ER TALSMAÐUR SAUÐFJÁRBÆNDA Nokkrar umræður spunnust á aðalfundi SB útaf þeim ummælum Jóhannesar Kristjánssonar á Höíðabrekku í Mýrdal að staða sauðfjárbænda til að ná samningi um óbreytta framleiðslu væri vonlaus. Gunnar Sæmundsson í Hrútártungu gagni7ndi Jóhannes og benti á að sauðQárbændafélögin sem mynda grunninn að Landssambandi sauðQárbænda væru mörg óvirk og formaðurinn því umboðslaus uppgjafa bóndi. Til hans hefðu hringt bændur af Vestfjöröum og Ströndum, þar sem mikil sauðfjárrækt er, og kvartað yfir þvf við sig að engir fundir hefðu verið haldnir f sauðfjárbændafélögunum í þeirra héruðum, í allt að þrjú ár, og þeir vissu því ekki meö hvaða umboöi fulltrúar þaðan færu. Svipaöa sögu hefði hann sjálfur að segja, hann væri félagi í sauðfjárbændafélagi sinnar sýslu en enginn fundur verið haldinn á þessu ári. Gunnar dró því í efa réttmætt umboð Jóhannesar til að tala fyrir munn allra sauöfjárbænda, þess þá síður þar sem hann væri ekki sauðfjárbóndi lengur. Sauðfjárbændafélögin eru sum óvirk Halldór Þórðarson á Lauga- landi íDjúpi tók undir þá gagnrýni Gunnars að sauðfjárbændafélögin væru ekki mjög virk en síðar í umræðununi risu þeir upp félagi sfnu til varnar úr Austfirðinga- fjórðungi Lárus Sigurðsson og Aðalsteinn Aðalstcinsson. Lárus sagði að á aðalfundinum hefði verið gcngið eftir umboði fulltrúa svo sem venja er til en benti mönnum á að sér sýndist meiri þörf á að sauðfjárbændur stæðu saman fremur en aö deila á þennan hátt. Aðalsteinn tók í sama streng og átaldi bændur fyrir það hversu illa þeir sinntu sauðfjár- bændafélögunum. í sfnu héraöi mæti 12 til 15 á fundi. Enn verra væri að margir hefðu síðan haft þaö aö atvinnu að rógbera þennan félagsskap og nú færi kannski að verða styttra í nágaulið á þeim bæ. Félagskerfið væri til umræöu og í því efni varpaði Aöalsteinn fram eftirfarandi tillögu; f stað núverandi búgreinafélaga þá kysu aðalfundir Búnaðarsambanda nefndir, eina fyrir hverja búgrein. Nefndarmennirnir skipuðu sfðan fulltrúa á landsfundi viðkomandi búgreinar og efndu jafnframt til funda heima f héruðum um mál- efni viökomandi greinar. "Þessi nefnd hefði þá umboð," sagði Aöalsteinn. í spjalli við blaðamann stað- festi Aðalsteinn að, þar sem hann þekkti til, væri virkni almennra bænda lakari í sauöfjárbænda- félögum heldur en búnaöarfélagi og fleiri tóku í sama streng. Þaö var mat viðmælenda blaðsins að þessi félög hefðu lent svolítið út undan og það ekki hvað sfst vegna þess að það er ekki skylduaðild að þeim eins og öðrum félögum bænda og "menn geta veriö utan þeirra og sparað sér félagsgjöldin, en notið ávaxtanna af því sem viö gcrunt," eins og einn LS-manna orðaði það. Sagði það sem allir sögðu!? Jóhannes Kristjánsson talaöi næstur f þessunt fundaruntræöum sem fyrr var vitnaö til og tilkynnti um aftöku sfna sent fram færi á hinum forna aftökustað að Þrf- stöpum f ntynni Vatnsdals á hádegi næsta dag. Jóhannes rakti síðan hin urn- deildu umrnæli sín og benti á að þau væru nákvæmlega það sama og frarn hefði komið hjá bæði landbúnaðarráðhcrra og formanni Stéttarsambandsins. Það er aö staða sauöfjárbænda til að fá núgildandi santning framlengdan væri vonlaus. IJinn untdeildi forystumaður sauðfjárbænda minnti síðan á að 1986 hcfði hann borið fram tillögu unt það á Stéttarsambandsfundi að lækka grundvallarverö kindakjöts til bænda. Þá hefði allt orðið vitlaust en nú væru nienn einmitt búnir að samþykkja þá stefnu mcð sam- komulagi SB við launþega- hreyfinguna síðastliðinn vetur. Síðan skoraði Jóhannes á þá sem gagnrýnt hefðu Lands- samband sauðfjárbænda að ganga f sambandiö og tilkynnti að formannsstaðan þar væri laus frá næsta hausti. Jóhannes kvaðst f samtali við BÆNDABLAÐIÐ ekki taka nærri sér aðdróttun um það að hann væri umboðslaus. Landssamtök sauðfjárbænda væru frjáls félagsskapur. Varðandi litla virkni þá væri það svo á fleiri sviðum landbúnaðarmála að illa væri mætt á fundi, en harðast væri þegar þeir sem ekki mæta risu svo upp til að rffa niður það sem þó væri gert. Fleiri fundarmenn urðu til að taka undir að Jóhannes hefði einmitt sagt það sem allir hlytu að viðurkenna og varla væri f því fólgin nein ný sannindi sem skemmt gætu samningsstöðu bænda,- mótaðilinn vissi mætavel hversu veik hún væri. Af spjalli við fundarmcnn er þó ljóst að um þctta atriði eru mjög skiptar skoðanir. Einn fulltrúa taldi aö þarna væri óheppileg yfirlýsinga- g'eði forystumanns og hans skoð- un yrði f þessu efni "ranglega" túlkuð sem skoðun allrar stjórnar- innar, en svo væri alls ekki. Hinn þáttur málsins er þó ekki sfður athyglisveröur en það er hvert umboö formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda hefur. Eiga sauðfjárbændur sér talsmann? Nú er það í reynd mjög flókið mál að mcta það hver hafi öruggt umboð til aö tala fyrir hönd bú- greinar eða allra bænda. Vafalítið viðurkenna til dæmis langflestir garðyrkjubændur rétt síns bú- greinafélags til að tala fyrir hönd stéttarinnar,- sama á ef til vill við um loðdýrabændur og fleiri þar sem búgreinafélögin ná til nær allrar stéttarinnar. Þaö er þó alls ekki skylduaöild að þessum félögum fremur en að búgreina- félögum kúabænda og sauðfjár- bænda. En félög þessara tveggja hefðbundnu búgreina eru yngri en önnur félög og fyrir þeirra tíma var þaö vitanlega svo aö menn litu á þaö sem hlutverk formanns Stéttarsambandsins að tala fyrir munn allra bænda f þessum greinum. Þar áöur var það formaður Búnaðarfélagsins sem helst gerði það. Það er þó ekkert f samþykktum eða reglum sem gefur þcssum heildarforystu- mönnum bænda betra urnboð til að tala fyrir hönd sauðfjárbænda hcldur en til dæmis fyrir hönd tómatabænda. Félögum sauðfjár- og kúa- bænda hefur um margt gengið crfiðlega að ná fótfestu í félagskerfi landbúnaðarins. Þátttaka f starfi þeirra er víða léleg eins og fram kom í því sem Gunnar í Hrútártungu sagði um umboð formannsins. Það er þó í einstöku sveit svo að það er engu verr mætt á fundi þcssara búgreinafélaga en á fundi í Búnaðarfélögum eða Búnaðar- samböndum. Þegar kúa- og sauðfjárbænda- félögin voru stofnuð bjuggust vafalaust margir viö aö þau yrðu til aö koma á uppstokkun og ein- földun í félagskerfi bænda. En það andstæða gerðist. Þau ýttu engu út en hafa heldur ekki verið fyllilega löguð að því kerfi sem fyrir er. Enda er það svo að tengslin og verkaskiptin milli gömlu stofnan- anna, Búnaöarfélags, Framleiðslu- ráðs og Stéttarsambands eru um margt óljós, virkni innan grunn- eininga léleg og viö lýöi er mjög flókið þrepalýðræði sem skapar fjarlægð rnilli hins almenna bónda og forystunnar. Ef að menn telja sig þvf með rétti geta bent á að formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda hafi ekki umboð til að tala fyrir hönd sinnar stéttar þá gæti niðurstaðan líka orðið sú aö enginn hafi það umboð. Ætla Austur - Húnvetningar að hengja hann? Umræðan um Jóhannes var reyndar með því skoplegra á fund- inum,- Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum sagðist nú ekki hafa ahyggjur af þeim manni. Það væri búiö að taka hann af, grafa hann og vekja hann upp aftur "og slíkir menn verða áreiðanlega lang- lffastir allra." Gunnar Sæmundsson sór af sér að hafa talað um aftöku enda aftökustaðurinn sem Jóhann- es ncfndi f Austur sýslunni og þaö hlytu þá að vera þarsveitarmenn sem f hlut ættu. "Við eigum engan þátt f þessu," gall f Stefáni á Kagaðarhóli Jónssyni, fundarritara og látum við þá staðar numið í frásögn af Jóhannesi umboðslausa og fjárbændum hans. r-----------------------i UF?PGJAFA- BONDINN!? En hvernig stendur á því að formaður Landssambands sauöjjárbœnda leigir full- virðisrétt og situr undir þeim ummœlum á Stéttarsam- bandsfundi að vera upp- gjafabóndi? Að baki því liggur ákveðin saga sem ekki hefur fyrr verið birt í blaöi. Vorið 1988 var einstaklega "gott" ár í sauðfjárbúskapnum á Höfðabrckku. Yfir 90% var tví- lembt og höld sérstaklega góð þannig að um haustið var fram- leiðslan sýnilega miklu mun meiri en vera mátti samkvæmt þeim fullvirðisrétti sem búið hafði. Jóhannes bóndi hafði þá spumir af 140 ærgildum sem kynnu að vera til leigu í næstu sveit og bar það undir hreppsyfirvöld þar sem leyfðu honum athugasemdalaust að leigja réttinn. Eftir það kom málið til kasta búmarksnefndar. Svar hennar lá ekki ljóst fyrir um miðjan vetur og reyndi Jóhannes þó að þrýsta á um að fá það sem fyrst til þess að geta lógað strax þeim ám sem umfram voru fullvirðisrétt hans, en hafa ekki kostnaö af fóðruninni. Þegar svo svar loks barst um vorið var það á þá lcið að Jóhannes mætti nota réttinn í eitt ár en yrði svo aö láta hann af hcndi, enda hafði hann langstærsta fjár- búið á þessum slóðum og því vildu menn ekki fallast á að það stækkaði enn. Vandamálið var því enn óleyst því fyrirsjáanlegt var að drepa yrði hluta fjárstofnsins án þess að fá nokkurt verö fyrir kjötið. Til þess að komast hjá því var aðeins ein leið fær: lcigja réttinn og leggja stofninn á þeini forsendum inn. Þegar mcnn leigja eða selja ærgildi sín er ekki spurt um þaö hversu mörg kjötkíló eru bakvið fullvirðis- réttinn heldur tekið við fjárstofni þeim sem menn hafa. Jóhannes leigði mestallann fjárstofn sinn til þriggja ára. Hann hélt þó eftir 60 ærgildum og hefur haft atvinnu af þeim, hrossarækt, ferðaþjónustu og fleiru þessi ár en tekur til við fjárbúskapinn sem aðalatvinnu að nýju á næsta ári og fyllir vonandi í kvótann sinn haustið 1992. JARÐAKAUPA- SJÓÐIJR KAUPI LOÐDYRAHUSIN Einar Gíslason formaður Sam- bands loðdýrabænda vék lítil- lega að þeirri grein. Nokkuð hafði verið rætt og ályktað um eflingu jarðakaupasjóðs og lagði Einar þar til að sjóðurinn yrði jafnframt notaður til að kaupa loðdýrahúsin af bænd- um til þess að þeir gætu áfram verið með í lífkeðjunni í sveit- unum. Margir bændur utan loödýra- ræktar ræddu lítillega um greinina og voru sammála um aö sam- ábyrgö samfélagsins á því ævintýri væri mikil og þvf væri það tvf- mælalaus skylda þess að koma bændunum f loðdýraræktinni til hjálpar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.