Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 13
I 8. TBL. 4. ÁRG. SEPTEMBER 1990 "FRJÁLS SVEITARFÉLÖG" ATHYGLISVERÐ TILRAUN í SVEITARSTJÓRNARMÁLUM í NOREGI. Ég átti þess kost í vor er leið að komast í heimsókn til eyjunnar Vega sem liggur í Norður Noregi, nánar tiltekið í Suður Helgelandi. Á eyjunni búa um 1500 manns og byggist atvinnulífið upp á land- búnaði og fiskveiðum. Fólksfjöldi og atvinnulíf ekki frábrugðið því sem gerist víða hérlendis, þar sem stærð og atvinnuuppbygging er Sveitarfélögin bera þvf t.d. ábyrgö á heilsu- gæslu, félagsmálum, menntamálum, barna- gæslu og útivistar og afþreyingarmálum. Þau sveitarfélög sem taka þátt í þessari tilraun hafa öll átt við álíka vandamál að stríða; fólksfækkun og atvinnuleysi. Þvf hafa sveitarfélögin aö mestu leyti frjálsar hendur um að spila úr þeim spilum sem þau hafa á hcndinni og freysta þess í krafti sérþckkingar á staðháttum að ná betri árangri en fyrr, með breyttu fyrirkomulagi. NÝ VINNUBRÖGÐ OG BREYTT HUGARFAR Sveitarstjórnarmenn á Vega segja að varanlegs árangurs af breyttum vinnubrögð- um sé vart að vænta fyrr en eftir allt aö 8 ára starf út frá breyttum forsendum (tvö kjörtímabil). Þeir hafa að sumu leyti breytt um vinnubrögð í málefnum sveitarfélagsins. Áður var skipað í ótal undirnefndir sem Sveitarfélagið á eyjunni Vega er þátt- takandi í verkefni sem rekið er á vegum félagsmálaráðuneytisins og heitir "Frjáls sveitarfélög". Þátttaka f þessu verkefni hefur það í för með sér að sveitarfélagi er að verulegu leyti í sjálfsvald sett hvernig það nýtir þá efnahagslegu og skipulagslegu möguleika sem fyrir hendi eru. Þau eru því að nokkru leyti leyst undan fastbundnum ákvörðunum um ráðstöfun fjármagnsins. Gunnlaugur Júlíusson skrifar fjölluðu um landbúnaðarmál, sjávarútvegs- mál, menntamál, heilbrigðismál o.s.frv. Bændur sátu í landbúnaðarnefndinni, sjó- menn í sjávarútvegsnefndinni o.s.frv. Þessari skipan mála var breytt á þann veg að um þessi mál fjallar nú ein atvinnumála- og umhverftsnefnd um þessa málaflokka alla.í henni sitja 7 manns. Ástæða þess er marg- þætt og má nefna eftirfarandi: Með þvf að nefndarmcnn fjalli um málefni annarra atvinnugreina en þeirra sem þeir vinna við eykst vfösýni manna og samskipti aukast milli þeirra. AJIt er skilgreint sem atvinnumál hvort sem um er aö ræða landbúnaö, kennslu, heilsugæslu eða listir. Til þess að atvinnulff þrífist verða ýmsar aðrar aðstæður að vera fyrir hendi og því falla öll mál er fbúunum koma við undir atvinnumál. Umhverftsmál á að byggja inn í hina daglegu umræðu þannig að tillit sé tekið til þeirra við alla ákvarðanatöku. Atvinnu- líftð hefur mest samskipti við umhverftð og á þcss vegna að bera ábyrgö á þvf. Á sama hátt cr unnið að leiðbciningarstarfi fyrir atvinnulífið. Unniö er með hags- muni heildarinnar fýrir augum en leiö- beiningar ekki afmarkaðar fyrir hverja grein fyrir sig. Fulltrúar sveitarstjórnarinnar segjast heldur vilja takast á við verkefnin sjálftr og eiga þvf á hættu að gera mistök af og til í stað þess að sitja og gera ekki neitt og bíða eftir að einhver komi og geri hlutina fyrir þá. ÁHRIF INNGÖNGU NOREGSí EB Á vegum sveitarstjórnarinnar var gerö skýrsla um það hvaða áhrif innganga Noregs í EB myndi hafa á atvinnulff og byggöa- þróun f eyjunni. Þessi skýrsla á sér engin fordæmi í Noregi þar sem einstakt sveitar- félag krufði til mergjar lið fýrir lið hvaða áhrif innganga f EB heföi á sveitarfélagið og lagði staðreyndirnar á borðið. Sem dæmi um niðurstöður skýrslunnar má ncfna að líkur benda til að um 50 bændur (2/3 bænda) mundu hætta fram- leiðslu. Einnig er viss hætta á að sjávar- útvegur muni allt að þvf leggjast af vegna þess að fiskveiðum mun vcrða stjórnað í samræmdum innri markaöi EB af stórfýrir- tækjum sem hafa hámarkshagnað aö höfuð- markmiði. Þvf mun forsenda fyrir litlum samfélögum sem byggja á sjávarútvegi ekki vera fyrir hendi. Enda þótt Noregur verði utan EB þá er framtfð sveitarfélagsins á margan hátt óviss. Sterk öfl f þjóðféiaginu vinna að því að leggja arðsemismat á alla starfssemi samfélagsins meðal annars með því að berjast gegn þcim möguleikum að beina atvinnusköpun út til dreifbýlisins. AÐ ENDINGU Það var á margan hátt lærdómsríkt að kynnast þcirri starfsemi og þeim hugsunar- hætti sem er fyrir hendi á Vega. Þar hafa sveitarstjórnarmenn ráðist í það vcrkefni að leita nýrra lciða til að ná settum mark- miðum þ.e. að stöðva fólksflóttann og skapa atvinnutækifæri. Þeir sjá bæði þaö að ekki þýðir að sitja auðum höndum svo og að gömlu aðferðirnar duga ekki. Þvf ráðast þeir að verkefninu með opnum huga og óbundn- ir af gömlum hefðum og venjum. Lausagöngudeilurnar i Faskruðsfirði: LAUSAGANGA BÚFJÁR ER EIN AF MEGINREGLUM LAGA Nýlega féll dómur hjá embætti sýslumanns Suður - Múlasýslu, í máli nokkurra bænda í Fáskrúðs- fjarðarhreppi á hendur Búðahreppi. Þar var hnekkt reglugerðarákvæði um bann við lausagöngu búfjár í bæjarlandi Búðahrepps á þeim forsendum að land kauptúnsins er ekki girt fjárheldri girðingu. Aðeins er hægt að banna lausagöngu búfjár á afgirtu landi. Forsaga málsins er sú að fé bændunum boðið að leysa féð út bændanna var handsamað í Búða- gegn lausnargjaldi. Því neituðu kauptúni 19. júlf og haft f haldi en þeir alfarið og stefndu hrepps- Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ásamt Arnfinn Straume og konu hans Angelu Straume. ARNFINN STRAUME FÆR RIDDARAKROSS FÁLKAORÐU N NAR Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sæmdi Norðmanninn Arnfinn Straume nýlega riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu íslenska ullariðnaðarins. Arnfinn hefur lengi verið áhugamaður um úrbætur f ullar- málum hér á landi og er einn helsti hvatamaðurinn um haustrúningu fjár. nefnd Búðahrepps vegna málsins. í vörslunni var féö haft f tveimur litlum hólfum við frcmur slæman aðbúnað. Ein kindin drapst í haldinu og eftir nokkurt þref tókst að skylda hrepps- nefndina til að bæta aðbúnaðinn. Munnlegur málflutningur f fó- getarétti á Eskifirði fór fram 25. júlí og innsetningarúrskurður var kveðinn upp 27, þannig að féð hefur verið f vörslu hreppsins í rúma viku. Við málflutning reistu bænd- urnir kröfur sínar á þvf að f fýrsta lagi þá taki reglugerð um búfjár- hald í Búðahreppi aðeins til búfjár í eigu fbúa þess hrepps. Bændurnir búa allir í Fáskrúðsfjarðar- hreppi.Þessari kröfu hafnaði fó- geti, þar eö lausagöngubann hlýtur "eöli máls samkvæmt aö ná jafnt til fjár f eigu fbúa viðkomandi sveitarfélags sem fjár í eigu íbúa annarra sveitarfélaga." Þá töldu bændurnir einnig að umrætt reglugeröarákvæði um réttinn til að handsama féð ætti sér ekki stoð f lögum en því var cinnig hafnaö. Aftur á móti tók fógeti undir þau rök gerðarbciðanda að þar sem lausaganga f almcnning- um og afréttum og sé frjáls þá bcri mönnum að verja lönd sín með giröingum. í dóminum segir.: "Óumdeilt er að bæjarland Búðahrepps cr ekki girt fjárheldri giröingu. Það er meginregla að lausaganga búfjár um landið er frjáls nema sérstaklega sé bannað í lögum. Þau ákvæði sem banna bú- fjárhald eða mæla fýrir um geymslu búfjár í lokuðum girðing- um eru undantekningarákvæði. Samkvæmt lögum nr. 6, 21.mars 1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.tl. l.ml. 34. gr. segir og að gangi búpeningur f engi, tún, garðlönd, "eða önnur afgirt svæöi" og valdi tjóni skuli eigandi gjalda ábúanda bætur. Lióst er aft frnmnnsögðu. afi menn verða að girða lönd sfn til að veriast lausagöngu búfiár. Meðan hæiarland Búða- hrepps er ekki girt fiárheldri girðingu er ákvæði 5. gr. reglu- gerðar nr. 455 1989 nm bann við lausagöngu hnfiár óraunhaeft og ekki f samræmi við bá meginreglu og lagaákvæði sem að framan eru rakin og hlvtur að víkia fvrir beim sem réttlægri réttarheimild. Af hálfu gerðarþola er því haldið fram að ágreiningsefni það sem hér um ræðir skorti þann skýrleik, að hægt sé að útkljá það með beinni fógetaaðgerö. Á það veröur ekki fallist með vísan til ofanritaðs. Af framangreindum ástæðum er því fallist á kröfur gerðar- beiðenda og þeim heimiluð inn- setning í umráð sauðfjár í vörslum gerðarþola, hrcppsncfndar Búöa- hrepps, Eftir þessum úrslitum bcr að úrskurða gerðarþola til greiðslu málskostnaðar, kr. 146.977 að viðlagðri aðför að lögum. Ekki heyrir undir fógetarétt að taka afstöðu til annarra krafna geröarbeiðenda." Af þessu er Ijóst að þó svo að hvergi standi skýrum stöfum í laga- texta að á íslandi sé lausaganga búfjár heimil þá er það ein af meginreglum réttarfarsins að svo sé, en margar af meginreglum laganna eru óskráðar þó þær séu rétthærri en nokkur lög. Þrátt fyrir innsetningargerðina áskilja bændurnir sér allan rétt til bótakrafna á hendur Búðahreppi. Búðahrcppur hefur aftur á móti ákveðið að áfrýja málinu ekki og rcynir nú sættir og samninga um girðingamál. ATHUGIÐ! Höfum ávallt ^ fyrirliggjandi: Gosbrunna, — ^ úti og inni, styttur, dælur og Ijós, garðdverga, fugla o.fl. til garð- skreytinga. \ § ' Vörufell hf. Heiövangi 4, Hellu Sími 98-75870 Opið 14-18 eða eftir samkomulagi Lokað þriðjudaga. i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.