Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 11
Halldór Þórðarson á Laugalandi. Ræða flutt á aðalfundi Stéttarsambands bænda: ÞÁTTUR AFURÐASÖLU SÍS í SÖLU LAMBAKJÖTS Ég hef velt fyrir mér skefjalausum áróðri gegn kjöti og grasbítum,- og þó fyrst og fremst gegn kindakjöti. Þetta er ekki aðeins á íslandi. Mér er kunnugt að áróður sömu ættar er rekinn í Bretlandseyjum þó þar beinist hann eðli máls samkvæmt gegn nautakjöti. Frægt er þegar úrgangshlutum af skrokkum var safnaö f nokkur ár. Síöan var náö f kvikmyndatökumenn og kjötiö grafið meö jaröýtu á sorphaugum Reykjavíkur. Sú mynd hefur síöan veriö sýnd mánaöarlega í sjónvarpinu. Einu sinni sá ég í fundargcrð aö fyrir Framleiösluráö var lagt bréf frá Búvöru- deild varöandi kröfu EBE um fláningu á hausum sláturdýra. Og þessari höfuöleöurs- flettingu fylgdi Búvörudeild eftir meö bréfi frá yfirdýralækni. Fleira álíka gáfulegt hefur komiö frá Búvörudeildinni. í fundargerð frá síöasta vetri sagöi for- maöur okkar frá afhendingu kjötsins sem fór til Rúmenfu og upplýsti ýmis atriði sem komu fram viö afgreiðslu kjötsins þangað og betur heföu mátt fara. Scm sagt þaö var ekki einu sinni hægt aö afgreiða þetta kjöt skammlaust - sumt af þvf sáum viö f sjónvarpinu, t.d. rytjur af skrokkum sem búið var aö skera af bestu bitana. Lambakjöt á lágmarksverði var lofsvert átak stjórnvalda - en framkvæmdaaöilinn stóö sig eins illa og hægt var, um þaö get ég nefnt mörg dæmi. Jafnvel hækilbeinum var alltaf hent niöur f pokann til aö ergja kaupandann. Sömu leið fór fitukirtillinn framan á bógnum, - bitinn hennar Ólínu. Brytjunin fór eftir árstíöum. Stundum spaö og stundum grillsneiöar. Neytandinn fékk ekki aö velja milli sortanna. Þá vil ég nefna aö verö á kjöti f 1/2 og 1/1 skrokkum má ekki auglýsa,- en eins og viö vitum er þaö sama krónutaia á kíló þegar búiö er aö brytja þaö niður eftir ósk Þarna er um hagsmunaárekstur að ræöa. Grasbítar lifa á landsins gæöum,- meö aðstoð bóndans. Þetta vita allir,- jafnvel útvarpsmenn. Ef tekst að eyöileggja markaöinn fyrir þetta kjöt - opnast markaöur fyrir kjöt af kornætum. Dæmiö snýst um hag fóðurinnflytjenda. Kjötneyslan veröur sú sama en f staö fóöurframleiöslu einstakra bænda,- veröur allt fóöur flutt inn og þar er ekki um smápening aö ræöa. Sá innflutningur veröur stór gróöalind heildverslana og skipafélaga. Þarna eru hagsmunaárckstrarnir. sís BEGGJA MEGIN BORÐSINS Sauöfjárbændur eru í þeirri aöstööu aö umboösaðili þeirra á kindakjötsmarkaöi er sami aðili og mest myndi hagnast á að allt fóður siáturleyfishafa yröi flutt inn. Á meöan viö fluttum út kjöt f alvöru geröist þaö aö sendinefnd sem Ilalldór Pálsson var f, fór til Noröurlanda. Norö- menn vildu fá stóra skrokka og holdmikla og borguöu vel fyrir en lftiö fyrir smælkið. Þessu var alveg öfugt farið meö Svfana. í skýrslunni stóð aö ekki mætti koma fyrir aftur aö Svíum væru sendir stóru skrokkarnir og Norömönnum smærri og rýrari skrokkarnir. Þannig var þeim markaöi spillt. Einu sinni var sent til Bandaríkjanna kjöt sem búiö var aö þvæla til Danmerkur og geyma þar f ár! Ekki örvaöi þaö markað né verö. Sjálfsagt munum viö öll eftir græna kjötinu, - sem var upphaf ófara á innlendum markaöi. Þar tók SÍS á leigu gamalt og lélegt frystihús f Reykjavfk. Þar þornaði og þránaöi kjötiö - varö grænt. Þetta kjöt var selt á markað og var mikiö rætt í útvarpi og blöðum. Þarna var sauöfjárbændum unnið óbætanlegt tjón - af umboösaöila þeirra sjálfra. Reglur um gjald fyrir frystingu, geymslu og sölu á kjöti eru þannig að sá aðili sem hefur þetta allt f hendi hagnast langmest á þvf aö hafa frystigeymslurnar sem allra fyllstar - sem allra lengstan hluta af árinu. Einu sinni var fariö út í þaö aö selja á lágmarksveröi framhluta af vænum skrokk- um sem búiö var aö saga lærin af - en brytjunin og frágangur allur svo groddalegur aö líkast var því að selja ætti tröllum eða kasta bitunum fyrir stór rándýr. Þá stóð fólk f biðröðum til þess aö fá þetta kjöt - og margir fengu ekkert kjöt. Þeir koma aldrei aftur. Þaö var nóg kjöt til en þaö mátti ekki selja nema ákveðinn skammt á dag. Semsagt dilkakjötiö fékkst ekki afgreitt. Frægt er þegar úrgangshlutum af skrokkum var safnað í nokkur ár. Síðan var náð í kvikmyndatökumenn og kjötið grafíð með jarðýtu á sorphaugum Reykjavíkur. Sú mynd hefur síðan verið sýnd mánaðarlega í sjónvarpinu. kaupandans,- sama krónutala og á lamba- kjöti á lágmarksveröi. Engin ástæöa er talin til aö röfla útaf þvf þó 3 - 400 kr. verðmunur sé á á kg. af lærissneiöum. Ég ætla ekki aö ræöa hér um slátur- húsin, en bendi á aö meö fækkun sláturhúsa hrundi markaöurinn þar sem þeim var lokað. Þar á ofan var þokkalega borguð vinna sveitafólksins lögö f rúst. Greiöslukortaviöskipti tíðkast hér í flestölium verslunum. Undantekning er Afuröasalan. Þar er kjöt ekki selt gegn greiöslukortum, frekar skal þaö liggja í frystigeymslunum. STAL&STANSAR Renniverkstæði Smíði á drifsköftum, dragliðir, tvöfaidir liðir og hjöruliðir. Einnig varahlutir í drifhlutföll, læsingar, öxlar og fleira. Jeppabreytingar. Vagnhöfða 7, Reykjavík. 91-671412 Fyrir haughús vatnsþynnanlegt sökkulefni Fullkomin lausn að innan og undir jarðvegsfyllingu. * Má bera á blautan flöt. * Þolir að veggir springi án þess að missa þéttihæfni. Nánari upplýsingar, s: (91)687121 SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.