Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 3
Gód rád eru til ai fara eftir þeim! Eftireinn -ei aki neinn UMFEROAR RAÐ GOODYEAR TRAKTORSDEKKsSíös' gera kraftaverk Til kraftaverka sem þessa þarf gott jarðsamband. Það næst með Goodyear hjólbörðum. Gott samband jarðvegs og hljólbarða auðveldar alla jarðvinnu. Hatið samband við umboðsmenn okkar. GOODfYEAR HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Utgefandi: Ritstjóri og ábm.: Blaðamenn: Prófarkir: Póstfang: Sími: Auglýsingar: Sími auglýsinga: Setning og umbrot: Prentun: Félagið Bændasynir hf. Bjarni Harðarson. Þórður Ingimarsson/ Sigurður Bogi Sævarss.ofl. Inga Lára Baldvinsdóttir. Einarshöfn 820 Eyrarbakka. 98-31376. Örn Bjarnason. 91-17593. Bændasynir hf. Dagsprent, Akureyri. 8. TBL. 4. ÁRG. SEPTEMBER 1990 Hyndin sú arna þarf væntanlega engra skýringa vifi nú á haustdögum þegar íslenskir sauðfjárbændur fara á fákum sínum til fjalla, f fjallferS eða göngur eftir því hvar f sveit þeir búa. Heim komnir setjast sumir undir réttarvegg meft Svarta-dauöaflösku og láta sig dreyma... Mynd þessa og þá sem prýöir forsíðu blaðsins gerði teiknari blaðsins, Torfi Harðarson. FREKAR KANADA Lokaþáttur álversfarsans stendur nú yfir og því er haldið fram að valið standi nú milli Kanada og Keilis- ness, sem er miðja vegu milli Keflavíkur og Hafnar- fjarðar. Sé svo er líklegast mun hagkvæmara fyrir íslendinga að því verði valinn staður í Kanada. Þetta er ekki sagt vegna óvildar gagnvart Suðurnesja- mönnum eða Hafnfirðingum heldur vegna þess að stórfelld þensla í atvinnulífi á Suðvesturhorninu nú mun að líkindum verða efnahag þessa lands til meira ógagns en ábata. Álver á þessum stað mun stórauka fólksflóttann af landsbyggðinni á suðvesturhornið og er hann þó nægur fyrir. Við fólksflóttann á Suðvesturhornið glatast verð- mæti sem einstaklingar og ríki hafa byggt upp á undanförnum áratugum út um allt land. Og í stað þessa sem glatast þarf að byggja upp nýtt á Suð- vesturhorninu. Við atgervisflótta úr byggðum glatast einnig menning héraða, lífsþróttur þeirra og ágæti. Höfuðborgarsvæðið er þegar orðið það stórt að 50 þúsund manna byggð þar til viðbótar bætir í fáu eða engu úr menningu eða reisn þess staðar. En með auknu fjölmenni er aftur á móti hætt við að skugga- hliðar mannlífsins í borginni verði dekkri, vandamálin meiri og slysin fleiri. Þjóðflutningar og eyðing heilla héraða orsakar einnig rótleysi þeirra sem fyrir verða og vantrú einstaklinga á mátt sinn og megin. Sumir landar okkar álíta að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær þessir miklu fólksflutningar muni eiga sér stað,- fyrr eða síðar muni nær allt mannlíf þjappast saman í Landnám Ingólfs og nánasta ná- grenni. Ef því er trúað má einu skipta hvort flóttinn verður núna strax eða eftir fáein ár. Allar staðreyndir benda aftur á móti til að verðmæti okkar lands séu svo mikil að innan fárra ára verði leikur einn að byggja það allt, hvern fjörö og hvert annes. Umhverfiskreppa vofir yfir heiminum og mögu- leikar jarðarinnar til að brauðfæða allt mannkyn fara þverrandi. Því er mikilvægt að halda íslandi öllu í byggð, þannig að við getum, þegar sá tími kemur nýtt allt okkar gjöfula land til fæðuframleiðslu fyrir okkur og aðrar þjóðir heimsins á sem hagkvæmastan máta. Eyðing byggða er sársaukafull og það verður dýrt að byggja sveitir upp að nýju ef að þær eyðast nú vegna skammsým ráðamanna og ójöfnuðar milli lands- hluta. -b. BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN NÝR PIPARKÖKUSÖNGUR Þegar þjóéarsáttir semjast sáttargerðarmaður tekur fyrst af öllu lægstu launin og Ijóta svarta þjóðhagsspá. Laekkar kaupið ennþá meira. Lætur síðan alla heyra að hann telji eigin loforð ofboðslega kjarabót. Þegar öllu þessu er lokið hellast ótal útreiknaðar ambögur með greinargerðum oní blaða- og fréttamenn. Síðan ber að eyða öllum illum grun með talnarugli. Svo skal ræða tungum tveimur um tæpa stöðu þjóðarbús. Þessi ágæti söngur þarf engra skýringa við en höfundurinn er Atli Harðarson framhaldsskólakennari á Akranesi. Sjá ennfremur vfsur sem tengjast pólitík samtímans í vísnaþætti Ólafs Hannibalssonar inni í blaðinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.