Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 14

Börn og bækur - 01.04.1997, Blaðsíða 14
“Siýut oy áa&áuft Þorsteinn Erlingsson káld baraanna aö þessu sinni er Þorsteinn Er- lingsson. Hann var fæddur 27. september 1858 að Stórumörk undir Eyjafjöllum. Þorsteinn ólst upp að Hlíðarendakoti hjá móðurömmu sinni. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1883 og stundaði laganám og nám í norrænu við Kaupmannahafnarháskóla 1883-1887. Árið 1897 kom ljóðabók Þorsteins, Þyrnar, út í fyrsta sinn og kvæðaflokkurinn Eiðurinn kom út 1913. Þorsteinn var mikill dýra- vinur og vinur alira sem minna máttu sín, þar á meðal barna. Tvær barnabækur komu út eftir hann, Málleys- ingjar: ævintýri um dýrin 1928, endurútg. 1951 og Litli dýravinurinn 1950, en þar er að fínna ýmis dýraljóð Þorsteins, þar á meðal þau 3 ljóð sem birt eru hér. Systkinin I því fór hún enn á skrið óláns svarta kindin. Labbi þurfti að þrauka við. Þá var tekin myndin. Systkinin litlu sýndust þreytt, sem á skápnum lágu; þau voru alveg orðin sveitt að elta skottin gráu. Augun luktust eins og bók, ekkert heyrðist malað. Það varlíktog messumók - mannalega talað. Labbi kúrði líka hjá, lét á engu bera; hann kunni á daginn, dóninn sá, að dotta og spekúlera. En einmitt þegar á því stóð, að hann færi að blunda, heyrði’ hann eitthvet ókennt hljóð, sem út í varð að grunda. Piltur þóttist þarnaviss, þó það heyrðist lítið. Það var eitthvað urrumsiss ákaflega skrítið. Nú var líka lokið þar Labba værð og friði: Einhver kræklótt ókind var uppi um glugga á skriði. Hún var eflaust ekki smá, með öllum sínum trjónum, maðkaflugu fjárinn sá fyrir Labba sjónum. Hiner vöknuð við þásjón, sem volgrar ungu blóði: á glugganum þetta litla Ijón og Labbi í vígamóði. Síðast hleypti’ hann samt áskeið og sótti að þessum dóna, en hann náði aðeins hálfa leið með hvössu litlu klóna. Þá fór Labbi þyrstur heim þegarhúnvar flúin. Seinna nær hann nógu af þeim. Nú er sagan búin.

x

Börn og bækur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og bækur
https://timarit.is/publication/921

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.