Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 3

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 3
5. árg. 3.-4. hefti Tónlistin Tímarit Fe/ags ís/enzkra tónlistarmanna J nn<^an^óo^ í Nokkur bið hefir orðið á útkomu þessa lieftis, og liggja til þess ýmsar ástæður, sem óþarft er að rekja liér. Eru lesend- ur blaðsins heðnir velvirðingar á þess- um drætti. Hallgrímur Helgason, sem verið hefir ritstjóri tímaritsins frá upphafi þess, dvelst nú erlendis, en Fél. isl. tónlistar- manna hefir falið undirituðum að sjá um útgáfu þessa heftis. Á hann þó naumast ttðra hlutdeild í því en þá, að liafa aflað ritinu efnis, að undanskildum gréinum Þorsteins Konráðssonar, er fyrir voru. Vmsir kunna að sakna fastra liða, sem yerið liafa, svo sem tónlistarlífs> bréfa- hálks o. 1'1„ en þar sem ekki vantar nema 112 hls. á þennan árgang, þótti réttara að láta það bíða næsta árgangs, sem væntan- lega kemur út í heilu lagi seinna á þessu ári. Allmikið a.f efni þessa heftis er helg- að Tónlistarsýningunni, sem Tónskáldafé- lag íslands gekksl fyrir og opnuð var 21. jan. 1947. Er þetta fyrsta tónlistarsýn- ing, sem lialdin liefir verið hér á landi. Stóð liún yfir í 2 vikur og var mjög fjöl- sótt. Framkvæmdarstjóri hennar var Jör- undur Pálsson, teiknari, en formaður sýn- ingarnefndar Jón Leifs, tónskáld. Átti Jón frmnkvæðið að sýningunni og hafði mest- an veg og vanda af lienni. Aflaði hánn henni efnis erlendis frá og hjá hérlend- um sendiherrum erl. ríkja. Útvegaði hann m. a. frá Danmörku afsteypur af lúðrum frá eiröld, sem hlásið var i við opnun sýningarinanr og inikla athygli vöktu. Hallgr. Helgason, tónskáld, undirhjó ís- lenzku deild sýningarinnar. Gaf þa’r að líta ýfirlit yfir þróun ísl. tónlistar. Sér- stakir dagar voru helgaðir einstökum löndum, og var þá tónlist þess lands leik- in þann dag, ýmist af hljómplötum eða af ísl. tónlistarmönnum. Á kvöldin fóru fram móttökur erl. sendiherra þeirra landa, er dagurinn var helgaður. Var þá skipzt á ræðum og þjóðsöngvar leiknir. Þá voru og flutt erindi um tónlist og kvik- myndir sýndar. Brynjólfur Bjarnason, þáv. menntamála- ráðherra, opnaði sýninguna með ræðu Jieirri, er hér birtist á næstu síðu með góðfúsl. leyfi höfundar. Guðm. Matthíasaon.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.