Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 12

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 12
58 TÓNLISTIN frömuðarins, er niður fcll það; hef- ur liann skráð, skýrt og gefið út tals- vert af þjóðlögum. Og enn gera ís- lenzk tónskáld sér fyllsta far um að halda lil haga lögum þjóðarinnar og endurvekja íslenzka tónlist í þeirra anda. Islenzk tónlist livílir nú og um alla framtíð á auðugum aflhrunni is- lenzkra þjóðlaga og anda ])eirra. Tónskáldin fá hér glæsilegt verkefni að vinna, að skapa séreiginlega og þjóðlega lónlist, scm orðið getur sjálfstæt't stef í hinni miklu symfóníu heimsins. Tónhöfundarnir verða að leita þjóðarinnar í sjálfum sér og flytja henni það, sem hún þráði, en gat ekki tjáð. Með aukinni kunnáttu í tónsmíði og ríkari möguleikum til tónflutnings bíður tónskáldanna glæsilegt verkefni: að móta Islands lag í tónlist allra forma raddsöngs og hljóðfæra, í hljómleikasal, kirkju, útvarpi og leikhúsi. Þessi sýning á m. a. að draga upp skyndimynd af þeirri braut tóna, sem vér höfum „gengið til góðs“ síðan land vort hyggðist. Sameiginlegt öllum áföng- um þeirrar löngu og ströngu leiðar cr ástin til tóniðkunar í ýmsum myndum. Þessi sterka sönghneigð lifir enn scm ótvíræður vi'lji til að iðka og hlýða á leik tóna og líf hljóma. Tilgangur þessarar fyrstu tónlist'arsýningar er að efla skilning á tónmennt. Sá skilningur hvílir á vitneskju um afrek feðranna, þátt- töku í starfi samtíðar og hugsýn um hlutverk framtíðar. Þegar sú þríeflda yfirsýn er orðin innlíf Islendingi, þá mun óskin um tónmennta þjóð orð- Alþjóðasýnin(|ar oy menningarviðskipfi I fyrsta sinni hefur á íslandi ver- ið haldin svokölluð alþjóðasýning, án þess þó að upphaflega liafi ver- ið svo til ætlazt: Tónlistarsýningin átli að vera íslenzk sýning fyrst og fremst — með aðeins öríaum kast- ljósum á erlend atriði, sem telja yrði mikilsverð í sambandi við l'ortíð og framtíð íslenzkrar tónlistar. Hins vcgar urðu tilsvör frá erlendum að- ilum þannig, að hugmyndin óx, unz úr varð alþjóðasýning með efni frá þrcttán löndum. Það var hlutverk sýningarnefndar að rcyna að skapa jafnvægi milli landanna, sem höfðu sent mjög mismunandi efni — hæði að stærð og gæðum. Ástæður voru þannig, að ckki varð snúið aftur á þessari lcið, — þrátt fyrir of lítinn in að veruleika. Megi þess vera skammt að híða. Grein þessi er tekin úr bæk- lingi, er sýningarnefnd Tón- listarsýningarinnar gaf út.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.