Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 13

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 13
TÓNLTSTIN 59 sýningarskála og alls konar vanefni önnur. Leita varð ýmis konar úr- ræða. Undin'itaður þóttist t. d. góð- ur að geta hjálpað til að fylla i cyður frönsku deildarinnar með eig- inhandar bréfum frá heimsfrægum manni, sem lætur í ljós aðdáun sína á listrænum sköpunarmætti „hins gamla lslands“ (fornhókmenntanna). Eins er það fagnaðarefni, að Tónlist- arfélagið hleypur undir hagga lil að skapa mcira jafnvægi en áður tókst og sýna ýmislegt, sem kom of seint. Framhaldssýningin verður opnuð í Trípóli-leikhúsinu innan skamms. Sýningin skapaði alls konar reynslu, sem vert er að skrásetja til athugunar við framkvæmdir síðar mcir. Fyrst her að athuga, að tón- listarsýningin varð til eftir listræn- um sjónarmiðum, cn ekki stjórn- málalegum. Hins vegar kom hrátt i Ijós, að óhjákvæmilegt var að taka jafnframt tillit til sjónarmiða stjórn- mála. þetta tókst J)ó ekki til fulls, — eingöngu af þvi, að ýmsir innlend- ir og erlendir aðilar tóku ekki mál- ið nógu alvarlega. Ekki verður til ])ess ætlazt', að útlendingar taki oss l'yllilega alvarlega, ef vér sjálfir höf- um ekki lært að taka oss alvarlega. Vér erum stundum eins og öreiginn, sem skammast sín fyrir að ganga með flihha i fyrsta sinn, veit að hann kann ekki að hreyfa sig í samkvæm- isfötum, óttast að verða til athlægis og hlær að sjálfum sér. Ekki dugir að setja slíkt fyrir sig. Bretinn seg- ir, að fimm kynslóðir þurfi til að skapa fyrirmann. Vér erum ef til vill komnir að þriðja eða fjórða lið og megum vita, að samkvæmisföt skapa ekki manngildi, — þrátt fyrir allt. Ekki dugir að horfa til baka. Vafa- laust verða í framtíðinni haldnar margs konar alþjóðasýningar á ís- landi hæði listrænar sýningar og almennar verzlunarsýningar. Vér skulum athuga, hvernig þá skal fara að. Islenzk stjórnarvöld mega aldrci láta alþjóðasýningar á Islandi vera sér óviðkomandi. Ríkisstjórnin þarf að veita aðstoð þegar í hyrjun. Fram- kvæmdarstjóri sýningarinnar æt'ti að vera húsameistari (arkitekt), sem gerir nákvæma teikningu af sýning- arhúsinu og sldptir því niður í deild- ir fyrirfram. Utanríkisráðuneytið þarf síðan með heils árs fyrirvara cða tveggja að láta opinhert hoð út ganga til fulltrúa þeirra landa, sem líkleg eru til þátttöku, senda þeim teikningu og bjóða þeim hverjum sérstaka <leild til ráðstöfunar á eig- in kostnað og eigin ábyrgð. Þannig myndaðist réttlát samkeppni og fullt jafnvægi milli landanna. Mjög þarf að gæta þess, að öllum löndum sé sýnd jöfn kurteisi — einnig í um- tali hlaðanna síðar og ætti sérstak- ur hlaðaráðunautur að annast það. Vér eigum að láta oss vel skilj- ast, að slíkar sýningar eru veigamik- ið verkfæri utanríkismála, — bæði verzlunarauglýsing og tæki til alls konar álitsauka og til l'estingar sjálf- stæði voru. I því sambandi er nóg að minna á allar þær ræður á er- lendum tungum, sem haldnar voru á sýningunni og teknar á plötur til endurvarps erlendis. — I öllu hcim- ilisþrasi innanríkismála megum vér ekki gleyma því, að mjög ólíklcgt er

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.