Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 15

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 15
TÓXLISTIN ai J^oeiteinn ^Konráh 'ááon : íslenzkar kirkjusöngbókaútgáfur á 16.-20. öld. Það er áberandi í tónlistarbók- menntum okkar Islendinga, að það er bin forna menningarstofnun, kirkjan, sem lier tónlistarmenning- una uppi í landinu gegnum aldir og ár. Handrit, er snerta kirkjusönginn, eru lil frá 13. öld og áfram, en síð- an prentun á nótum hófst í landinu, var það kirkjan, sem reið á vaðið, með sálmabók Guðbrandar biskups Þorlákssonar á Hólum 1589. Innan kirkjunnar rekur hver útgáfan aðra fram yfir niiðja 19. öld, ])á fyrst hefst prentun á tónlistarritum al- menns efnis. Sálmabók Guðbrandar biskups var byggð á traustum grundvelli, þýzkri hámenningu þeirra tíma, enda varð hún ráðandi í öllum kirkjusöngsbók- arúlgáfum okkar fram á 19. öld. Fyrir þá, sem ekki þekkja, skrifa ég grcinarkorn þetta og ennfremur til að sýna l'ram á, að einmitt á sviði lónlistarinnar hefur kirkjan verið hin leiðandi stjarna í ])essu landi. Því skal tckið fram, að hér verða tilfærðar nokkrar útgáfur, er ekki teljast til kirkjusöngsbóka almennt, ekki aðstoðar og forystu stjórnar- valdanna scm skyldi. öll bið á end- urbótum þessara mála er óverjanleg, Reykjavik, 13. febr. 1917, Jón Leifs. en þrátt fyrir það eru prentuð i þeim sálmalög, t.d. þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar o. fl. Verða útgáfur ])essar nefndar í öðrum flokki greinar þessarar. I. flokkur. Kirkjusöngsbókarútgáfur. Sálmasöngsbók Guðbrandar bisk- ups Þorlákssonar kom út á Hólum i Hjaltadal 1589. önnur útgáfa hennar kom út á Hólum 1619. Ctgáf- ur þessar eru háðar með nótum, (miðalda nótnamerkjum). Af fyrri útgáfu hókarinnar voru aðeins prent- uð 375 eintök. I Jjréfabók Guðbrand- ar biskups má sjá, hvað írrikið af upplaginu var bundið heima á Hól- um og hvað mikið í Kaupmannahöín. Ennfremur cr þar skrá yfir kaup- endur l)ókarinnar. Verð liennar var einn ríkisdalur á Norðurlandi, en cinn og hálfur ríkisdalur á Aust- fjörðum. Nú er bók þessi að mestu horfin. Telja bókfræðingar, að al' henni þekkist aðcins þrjú eintök, tvö i söfnunum hér í Reykjavík og ])að ])ríðja í konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn. Fyrir nærfelt tveimur árum var hafinn undirbún- ingur að útgáfu þessarar merku bókar í prentmvndagerð Ólafs Hvanndals, og mun bóldn sennilega koma út á næstkomandi vetri. Ein- tökin, sem útgáfan er gerð eftir, eru í Lgndsbóka- og Þj óðminj asafninu.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.